Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 34

Læknablaðið - 15.01.1990, Side 34
32 LÆKNABLAÐIÐ við höfðum til sameiginlegs álits eingöngu, hafi ekkert vægi við réttlætingu (4). Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að Rawls telur meginreglur sínar vera meginreglur, sem leiða af sér réttindi. Kenningar hans hafa verið til umræðu síðustu árin. Sýnist þar sitt hverjum, en ekki leikur vafi á því, að Rawls er einna áhrifamestur þeirra skyldusiðfræðinga, sem nú eru uppi. D. Frjálshyggjukenning Nozicks Frjálshyggjukenningar eiga sér það sameiginlegt, að valdi megi aðeins beita í því skyni að koma í veg fyrir eða refsa fyrir líkamlegan skaða, þjófnað og svik, svo og til þess að knýja fram efndir samninga. Einhver áhrifamesta frjálshyggjukenning, sem nýlega hefir komið fram, er túlkuð af Robert Nozick í bók hans: Anarchy, State and Utopia (14). I kenningu Nozicks um réttlæti er undirstaðan réttur til eignarhalds, eins og almennt gerist í frjálshyggjukenningum og sá réttur ákvarðar bæði hlutverk ríkisins og grunnmeginreglur fyrir háttemi einstaklinga. Nozick heldur því fram (15-17), að einstaklingar eigi áskapaðan rétt á eignum, sem þeir öðlist við athafnir, sem séu í samræmi við: 1. meginregluna um réttlœti (upphaflegs) fengs og 2. meginregluna um réttlœti tilfærslu. Fyrri meginreglan tilgreinir á hvem hátt maður geti eignast hluti, sem enginn hefir átt áður, án þess að óvirða réttindi nokkurs annars. Nozick fylgir hér dæmi John Lockes um það, hvemig maður eignast ósnortna hluti, með því að «blanda þá vinnu sinni», það er að bæta þá með vinnu sinni. Nozick staðfestir, að maður geti eignað sér eins marga hluti og verða vill, þá sem enginn annar á, svo fremi að a) eignatakan geri ekki aðstöðu annarra verri á sérstakan máta, en það er að búa þeim þau skilyrði að þeir geta ekki notfært sér frjálslega, það sem þeir áður höfðu, án þess beinlínis að taka sér eignina eða b) maður bætir á réttan hátt, þeim sem verða fyrir það að aðstaða þeirra versnar á þennan sérstaka máta við eignatökuna. Nozick tekur fram, að hvemig svo sem eignataka er gerð, verði á henni að vera hömlur, sem til koma vegna fyrirvara Lockes. Hann leggur áherzlu á það, að fyrirvarinn gerir ráð fyrir því, að eignaupptakan geti aðeins á einn hátt gert ástand annarra verra. Fyrirvarinn bannar ekki eignatöku eða krefst bóta, þegar um það er að ræða, að eignatakan er á hlut sem enginn á og hún veldur því, að takmarkaðir em möguleikar annars á því að taka sér þennan sama hlut, fremur en aðeins að notfæra sér hann. Síðari meginreglan staðhæfir, að maður geti fært öðram lögmætt eignarhald sitt með sölu, við vöraskipti, sem gjöf eða með ánöfnun og viðtakandi á rétt á því að taka við því, sem honum áskotnast á þennan hátt, að því tilskildu að mótaðilinn átti rétt á því sem hann afhenti. Sá eignarréttur, sem Nozick setur hér fram, er réttur til að hafa óskorað vald yfir því, sem maður getur náð til sín sem upphaflegum feng (óháð fyrirvara Lockes) eða við sjálfviljug, gagnkvæm skipti við aðra, sem eiga rétt á því er þeir láta af hendi. Nozick segir, að dreifing sé þá og því aðeins réttlát, ef hún leiðir af annarri réttlátri dreifingu, sem fór fram á lögmætan hátt. Meginreglan um réttlæti upphaflegs fengs tiltekur lögmætar «fyrstu ráðstafanir» og meginreglan um réttlæti tilfærslu tiltekur lögmæta hætti við að færast frá einni dreifingu til annarrar eða eins og Nozick orðar það: «Whatever arises from a just situation by just steps is itself just» (18). Þar sem því er svo varið, að ekki eru allar eignir til komnar um þau réttlátu þrep, sem tilfærð era í meginreglunum um réttlæti fengs og tilfærslu hans, er þörf 3. meginreglu um leiðréttingu fyrri ranginda. Þó svo að Nozick reyni ekki að móta slíka meginreglu telur hann að hún gæti vel leitt til veralegrar tilfærslu eigna. Að undanskildu því, að bætt skuli fyrir fyrri brot á meginreglunum um upphaflegan feng og tilfærslu hans, er kenning Nozicks áberandi andstæð endurútdeilingu. Hann staðhæfir, að tilraunir í þá átt að neyða mann til þess að láta af hendi hluta lögmætra eigna sinna, öðram til velferðar, sé brot á eignarrétti viðkomandi manns, hvort sem það eru einstaklingar eða ríki, er reyna að koma þessu í kring. Frá þessum sjónarhóli séð, er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.