Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 38

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 38
36 LÆKNABLAÐIÐ til félagslegs öryggis, en þar segir: í því skyni að tryggja, að réttur til félagslegs öryggis sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til: 1. að koma á eða viðhalda almannatryggingum, 2. að gera almannatryggingum það hátt undir höfði, að það jafnist a.m.k. á við það, sem krafist er til fullgildingar á alþjóðavinnumálasamþykkt (nr. 102) um lágmark félagslegs öryggis og 3. að reyna smátt og smátt að hefja almanntryggingamar á hærra stig. LÖG UM TRYGGINGAR OG HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Á árum heimsstyrjaldarinnar síðari var hugtakið félagslegt öryggi mjög til umræðu og hér á landi tengdist hún endurskoðun tryggingalöggjafarinnar. í ritinu Almannatryggingar á íslandi, sem út kom 1945 er fjallað um þetta hugtak (10). í kafla, sem ber yfirskriftina: Félagslegt öryggi, segja höfundar, að hugtakið sé ekki «innantómt pólitískt slagorð, heldur nafn á raunhæfu stefnumiði, sem flestar þjóðir heims og menn úr öllum stéttum og flokkum telja skylt og sjálfsagt að stefna að, hvað sem öllum ágreiningi líður um einstök atriði og á öðmm sviðum.... Enda þótt hugtakið »félagslegt öryggi«, eins og það er nú túlkað, sé ekki gamalt, er sú hugsjón, sem á bak við það liggur, ein af elztu siðgæðishugsjónum mannkynsins. Hún er spunnin af sama toga og bræðralagshugsjón kristindómsins, hún er reist á sömu rökum og krafa frönsku stjómarbyltingarinnar um jafnrétti og bræðralag, hún á rætur sínar að rekja til þeirra mannúðarhugsjóna, sem ýmsir beztu menn þjóðarinnar og andlegir leiðtogar með margvíslegar skoðanir og trúarbrögð hafa barizt fyrir.» Alþýðutryggingalögunum (ffá 1. febrúar 1936) var í ýmsu áfátt og vantaði ýmislegt á, að þau uppfylltu þær lágmarkskröfur, sem gera verður til nokkum veginn fullkomins tryggingakerfis. Úr þessu skyldi bætt með lögum nr. 50. 7. maí 1946 um almannatryggingar. Þar sagði í fyrstu grein í fyrsta kafla (um svið trygginganna, stjóm og skipulag), að allir íslenzkir ríkisborgarar, sem dveljast hér á landi, skyldu tryggðir samkvæmt lögunum og njóta réttinda þeirra, sem greint var frá í II. kafla (bætur greiddar í peningum, það er elli- og örorkulífeyrir, bamalífeyrir og fjölskyldubætur, bætur til mæðra, ekkna og fleiri, sjúkrabætur og slysabætur) og í III. kafla (heilsugæzlu=heilsuvemd og sjúkrahjálp). Skyldi Tryggingastofnun ríkisins vinna að því í samráði og samvinnu við heilbrigðisstjómina, að látin yrði í té skipuleg heilsugæzla, er næði sem bezt til allra landsmanna og hana áttu að annast heilsuvemdarstöðvar, sjúkrahús og lækningastöðvar, sem til þess væm viðurkennd af heilbrigðisstjóminni. Allar tekjur Tryggingastofnunar ríkisins skyldu renna í allsherjar tryggingasjóð og úr honum skyldi greiða öll útgjöld stofnunarinnar. Var þetta í samræmi við þá ætlan, að sameina allar tryggingar og ýmsa opinbera forsjá, sem þeim eru skyld, í eitt allsherjar tryggingakerfi, sem næði til hvers einasta landsmanns og væri undir einni sameiginlegri stjóm. í stað ákvæðanna um heilsugæzlu í almannatryggingalögunum kom eftirfarandi í lögum um heilbrigðisþjónustu (11): «Allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma er hægt að veita til vemdar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Heilbrigðisþjónusta tekur til hvers kyns heilsugæzlu, heilbrigðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga í sjúkrahúsum og endurhæfingarstarfs. Ráðherra heilbrigðis- og tryggingamála sér um, að heilbrigðisþjónusta sé eins góð og þekking og reynsla leyfir og í samræmi við lög og reglugerðir.» Þetta endurspeglar ákvæðin í almannatryggingalögunum frá 1946. Þau lög áttu rætur víða, svo sem í tryggingalöggjöf þeirri, sem Roosevelt forseti átti frumkvæði að og samþykkt var árið 1935, svo og tryggingalöggjöf Nýja Sjálands (Social Security Act) 1938. Þá leikur ekki vafi á því að mikilla áhrifa gætir frá tillögum Sir William Beveridge (Plan for Social Security), sem vom undanfari brezku almannatryggingalöggjafarinnar, er gildi tók 1948. Að síðustu ber að nefna samþykkt aðalfundar Alþjóða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.