Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 65

Læknablaðið - 15.01.1990, Page 65
LÆKNABLAÐIÐ 1990; 76: 59-66 59 Örn Bjarnason Siðamál lækna 11 STAÐA LÆKNA í RÍKISREKINNI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Archie Cochrane, the well-known British epidemiologist who used to quip that it was not fair til label him a socialist just because he advocated that all effective health care should be free, came to Washington DC, 15 years ago and became the star performer in health-policy circles. His message was simple: Because so little of health care had been proved to be effective, there was plenty of room for capitalism after one distributed all the effective health care for free (1). RIKISREKIN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA Það fer eftir því, hvemig ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu er komið á og hvaða hugmyndafræði liggur að baki, hver samskipti ríkis og lækna verða. Lengsta hefð í þessum efnum hafa alþýðulýðveldin í Austur-Evrópu, sem eiga það sameiginlegt að búa við sósíalískt hagkerii: «Þar er markmiðið að koma á sameinaðri heildarheilbrigðisþjónustu fyrir alla þjóðina. Menntun heilbrigðisstarfsmanna, bygging sjúkrahúsa, framleiðsla á lyfjum og öðrum nauðsynjum fyrir heilbrigðisþjónustuna fer fram samkvæmt miðstýrðri áætlun, er tekur mið af eftirspum og forgangsröðun, sem einnig er ákveðin á æðsta þrepi kerfisins» (2). í slíku kerfi em læknar eins og aðrir heilbrigðisstarfsmenn fyrst og fremst þjónar ríkisins, samanber niðurlag þess eiðs, sem sovézkir læknar og kandídatar hafa svarið síðan 1971: «... að halda og auka við heillavænlegar hefðir í læknisfræði í landi mínu, að haga öllum gjörðum mínum í samræmi við meginreglur kommúnísks siðferðisþreks, að hafa ávallt í huga hina háleitu köllun sovézks læknis og hina miklu ábyrgð, sem ég hefi gagnvart þjóð minni og Sovétstjóminni... (3). Þetta er í samræmi við það, að marxismi afneitar sjálfstæðri siðfræði stéttar. Þannig eru læknar fyrst og fremst þegnar sósíalísks samfélags og eins og allir, sem ráðnir eru í vinnu, eru þeir hluti verkalýðsstéttarinnar. Ahugi þeirra á að beinast að sama marki og verkalýðshreyfingin hefir, að stefna að framgangi kommúnismans. Úr því að búið er að koma á ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu á íslandi, stefnum við þá óhjákvæmilega að miðstýringu? HLUTUR EINKAFRAMTAKSINS Svarsins má leita í Noregi, þar sem sósíalískur verkamannafokkur fór með völdin um árabil. í lýsingu á heilbrigðisþjónustunni segir Karl Evang (4), »að sá sem horfir á norsku heilbrigðisþjónustuna utan frá, gæti álitið að heilbrigðisyfirvöld í héraði og í ríkiskerfinu hafi sameiginlega fulla stjóm á stöðunni. «Socialized medicine». Bandaríkjamenn kalla þetta stundum heildarforráð ríkisins fyrir heilbrigðiskerfinu og vilja fá að vita, hvort þetta kæfi ekki allt einkaframtak. Þar sem eitthvað vantar á eða einhverju er áfátt, sezt þá ekki fólk, sem vant er því að velferðarríkið annist um það, niður og býður þess að ríkisstofnanir leysi vandann? Hið gagnstæða hefir raunverulega gerzt. Á þeim tíma sem heilbrigðisþjónusta undir opinberri stjóm þróaðist ört - á síðustu 30- 40 ámm - hafa blómstrað ekki færri en fjögur varanleg landssamtök áhugamanna og fjöldi annarra, sem fámennari eru. Sameiginlegt átak þeirra hefir verið ómissandi við að bæta heilbrigðisástandið hér á landi og engin merki sjást þess, að dregið hafi úr mikilvægi þeirra. Þessi samtök hafa ekki aðeins gert tilraunir með nýja tækni og þjónustu, heldur hafa einnig komið fræðslu til almennings og mótað skoðanir og þar að auki fengið fjölda einstaklinga til starfa, í því skyni að bæta byggðarlag sitt og búa í haginn fyrir þjóðina alla. Almennur skilningur á því

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.