Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 68
62 LÆKNABLAÐIÐ þeirra. Ráðherra ákveður fyrirkomulag eftirlitsins að fengnum tillögum landlæknis og Lyfjaeftirlits ríkisins. Nær þetta einnig til eigin notkunar læknis. Um skráningu og skil á skýrslum fer eftir nánari ákvörðun ráðherra. Hlíti sá sem lögð hefur verið á skráningarskylda ekki fyrirmælum eða verði hann uppvís að því að ávísa lyfjum þannig að óhæfilegt þykir leggur landlæknir málið fyrir ráðherra sem er þá heimilt að svipta lækninn leyfi til þess að ávísa lyfjum, öllum eða einstökum flokkum, enda þyki ekki ástæða til að beita ákvæðum um leyfissviptingu (6). * Verði læknir, sem ekki hefur verið lögð á skráningarskylda, uppvís að því að ávísa sjálfum sér óhæfilegu magni lyfja og þyki atferli hans alvarlegra eðlis en svo að skráningarskyldu verði beitt getur ráðherra svipt hann leyfi (6). * Áður en slík leyfissvipting fr fram skal lækni gefinn kostur á því að skýra málstað sinn (6). * Læknir, sem ekki hefur leyfi til ávísana á tiltekin lyf, má með leyfi ráðherra að höfðu samráði við landlækni semja við annan lækni um að annast nauðsynlegar ávísanir slíkra lyfja. Ráðherra getur afturkallað leyfissviptingu að fengnum tillögum landlæknis og Lyfjaeftirlits ríkisins (6). * Brot gegn ákvæðum læknalaga varða auk sviptingar lækningaleyfis, sektum, varðhaldi eða fangelsi. Sé um að ræða brot af ásetningi eða vítaverðu gáleysi skal refsa með fangelsi og/eða sektum. Fyrir minni háttar brot skal refsa með sektum en með varðhaldi og/eða sektum hafi viðkomandi sætt áminningu landlæknis áður. Sé um ítrekuð brot að ræða skal dæma í fangelsi og/eða sektir (6). * Með brot gegn lögunum skal farið að hætti opinberra mála (6). Við þetta þarf síðan að bæta 22. grein áfengislaga (9); * Hver embættismaður eða starfsmaður ríkisins eða opinberra stofnana, sem er ölvaður, þegar hann er að gegna embætti sínu eða starfi, skal sæta refsingu. Sé um miklar sakir að ræða eða brot ítrekað, varðar það frávikningu úr stöðunni um stundarsakir eða að fullu og öllu. Eigi læknir í hlut, skal hann missa lækningaleyfi sitt ásamt embættinu. * Sömu refsingu skal hver sá læknir sæta, þótt hann sé ekki embættismaður, sem er ölvaður, þegar hann er að gegna læknisstörfum, og kemur þá missir lækningaleyfis um stundarsakir eða fyrir fullt og allt í stað embættis- eða sýslunarmissis. MÆLISTIKA Á HEILBRIGÐISKERFIÐ Áður en rætt verður um samning læknis og sjúklings, þarf að víkja aftur að undirstöðunni, samkomulagi stjómvalda og læknasamtakana - collegium medicomm. Við mat á því má beita meginreglunum tólf, er varða heilbrigðisþjónustu veitta innan þjónustukerfa ríkja (10), sem Alþjóðafélag lækna samþykkti 1963. Þar segir í formálsorðum: »Læknisþjónusta er skipulögð um heimsbyggðina á marga mismunandi vegu, allt frá algerri afskiptaleysisstefnu til heilbrigðisþjónustukerfa, sem ríkið skipar niður að fullu og öllu. Ogerlegt er að lýsa öllum kerfunum í smáatriðum, en segja má að sum ríki hjálpi aðeins þeim sem eru í sárri neyð, önnur hafa komið á sjúkratryggingum og enn önnur hafa gengið ennþá lengra og skipulagt alhliða læknisþjónustu. Einkaframtak er þannig mismikið tengt stefnumálum og aðgerðum ríkisstjórna á sviði heilbrigðisþjónustu og það stuðlar að því að margfalda þau tilbrigði læknisþjónustu, sem í boði eru. Hið eftirsóknarverða á þessu sviði er vissulega að «veita læknisþjónustu sem felur í sér sem mest af nýjungum greinarinnar og virðir jafnframt rétt bæði læknis og sjúklings. Alþjóðafélagi lækna ber að tryggja, að meginreglur læknistarfa séu virtar og að verja frelsi læknastéttarinnar. í samræmi við það, er ekki hægt að vænta þess, að samtökin láti frá sér fara gildan dóm um þessi mismunandi kerfi en hefir æma skyldu til að ákvarða, að svo miklu leyti sem hægt er, á hvaða skilmálum lœknastéttin getur unnið með heilbrigðisþjónustu ríkisins.» Meginreglumar em þessar (10): * Aðstæður læknisþjónustu í hverju heilbrigðisþjónustukerfi ber að ákvarða í samráði við fulltrúa stéttarfélaga lækna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.