Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.01.1990, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 63 * í öllum heilbrigðisþjónustukerfum á sjúklingum að vera heimilt, að leita til þess læknis, sem hann velur og lækninum á að vera heimilt að meðhöndla aðeins þá sjúklinga, sem hann velur, án þess að það hafi áhrif á réttindi hvors um sig. Meginreglan um frjálst val á einnig að gilda þegar læknismeðferð, eða hluti hennar, eru veitt í (opinberri) «meðferðarmiðstöð». Læknar eru knúðir af starfsskyldu og af siðfræðilegri skyldu að sinna sjúklingi í neyð. * Öll heilbrigðisþjónustukerfi eiga að vera opin öllum þeim sem lækningaleyfi hafa; hvorki ætti að neyða læknastéttina né einstaka lækna til þess að taka þátt, ef frá þeim kemur ekki ósk um slíka þátttöku. * Lækninum á að vera frjálst að rækja starfsgrein sína þar sem hann óskar og ennfremur að takmarka starf sitt við þá sérgrein, sem hann hefir fengið fullnægjandi þjálfun í. Fullnægja ber læknisfræðilegum þörfum viðkomandi lands og stéttinni ber, í hvert sinn þegar því verður við komið, að beina ungum læknum að þeim svæðum, þar sem þeirra er mest þörf. Þar sem svo háttar til, að þessi svæði eru síður ákjósanleg en önnur, ætti að aðstoða þá lækna, sem þangað fara, með viðeigandi hvatningu, þannig að útbúnaður sé fullnægjandi og að lífsskilyrði þeirra séu í samræmi við starfsskyldur þeirra. * Stéttin ætti að eiga nægilega aðild að öllum opinberum nefndum/ráðum, sem fjalla um vandamál er varða heilbrigði eða sjúkdóma. * Trúnaðarsamband læknis og sjúklings ber að viðurkenna og það ber öllum þeim að virða, sem taka þátt í meðferð sjúklings á hvaða stigi sem er og þeim sem gegna eftirlitshlutverki. Þetta ber stjómvöldum að virða. * Tryggja ber siðrænt og fjárhagslegt sjálfstæði læknisins og sjálfstæði hans í starfi. * Þegar greiðsla fyrir læknisþjónustu í ríkisheilbrigðiskerfi er ákveðin á annan hátt en með beinu samkomulagi læknis og sjúklings ber greiðsluaðila að umbuna lækninum með viðeigandi greiðslu. * Greiðsla fyrir læknisþjónustu ætti að taka mið af þeirri þjónustu, sem veitt er og hana ætti ekki að ákvarða eingöngu eftir fjárhagsstöðu opinberra greiðsluaðila né með einhliða ákvörðun ríkisstjómarinnar og hún þarf að vera þannig, að umboðsaðilar lækna geti goldið jáyrði sitt við. * Endurskoðun á þjónustu læknis í því skyni að tryggja gæði eða könnun á notkun á þjónustu, bæði að því er varðar hversu oft hún er notuð og kostnað við hana, ættu læknar einir að framkvæma og þessi atriði ætti að bera saman við staðla á sama svæði eða héraði fremur en landsmeðaltal. * í þágu æðri hagsmuna sjúklinga ættu engar hömlur að vera á rétti læknisins til þess, að ávísa lyfjum eða mæla fyrir um hverja aðra þá meðferð, sem telst viðeigandi samkvæmt þeim stöðlum læknisfræðinnar er gilda á hverjum tíma. * Lækninn ber að hvetja til þess að taka þátt í hverri þeirri iðju, sem miðar að því að auka þekkingu hans og efla virðingu hans í starfi. TILRAUN TIL MATS Á KERFINU Hér verður hver að dæma fyrir sig, en hægt er að gefa nokkrar vísbendingar: a) Um samráð við lœknasamtökin segir í lögum um heilbrigðisþjónustu (5): * Ráðherra setur reglugerð um starf og stöðu landlæknis og embættis hans að höfðu samráði við... Læknafélag íslands og í læknalögum (6) segir: * Ráðherra setur nánari reglur um afhendingu og varðveislu sjúkragagna og röntgenmynda að fengnum tillögum landlæknis og Læknafélags Islands * Ráðherra setur að fengnum tillögum landlæknis og Læknafélags Islands nánari reglur um gerð og útgáfu læknisvottorða. * (Ráðherra setur reglur um skýrslur læknis viðvíkjandi störf hans að heilbrigðismálum)... að fengnum tillögum landlæknis og Læknafélags íslands. * Áður en lækningaleyfi er veitt, skal leita álits landlæknis og nefndar sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn og í eiga sæti einn fulltrúi Læknafélags íslands og tveir fulltrúar læknadeildar Háskóla íslands og skal annar þeirra vera formaður. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Þá má nefna læknaráð á sjúkrahúsum og heilsugæzlustöðvum (8), en lflclega er beztu vísbendinguna um það hvert hefir stefnt, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.