Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1990, Síða 71

Læknablaðið - 15.01.1990, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 65 heilsugæzlustöðvum og annars staðar þar sem slíkt starf fer fram. Þeir skulu annast samræmingu heilbrigðisstarfa í héraðinu. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er, að illu heilli hefir löggjafinn enn ekki borið gæfu til að búa héraðslæknum utan Reykjavíkur þau skilyrði, að þeir geti rækt þetta mikilvæga hlutverk. Ráðherra skipar einn af starfandi heilsugæzlulæknum héraðsins sem héraðslæki til fjögurra ára í senn (8) og gefur auga leið, að þeim gengur engu betur að rækja embættisskyldumar en áður var, enda eiga þeir margfalt lengra yfir að fara, eftir að héruðin urðu átta í stað rúmlega fimmtíu áður. Er því kominn tími til að vekja á ný hugmyndina í upphaflega frumvarpinu til laga um heilbrigðisþjónustu (15): * Héraðslæknar skyldu vera sérmenntaðir embættislæknar eða hafa menntun í félagslækningum og heilbrigðisfræðum, sem telst jafngild. * Þeir yrðu skipaðir í embætti af forseta að fenginni umsögn nefndar sem ætlað er að fjalla um hæfni lækna. * Kostnaður við embætti héraðslækna skyldi greiddur úr ríkissjóði. Þeim skyldi tryggð starfsaðstaða fyrir sig og starfslið sitt á heilsugæzlustöð, þar sem þeir hefðu aðsetur. * Héraðslæknar skyldu taka laun eftir launakerfi opinberra starfsmanna. Þeir skyldu eiga rétt á staðaruppbót, þannig að laun þeirra væru á hverjum tíma í samræmi við laun lækna við sjúkrahús og heilsugæzlustöðvar. I greinargerð með frumvarpinu sagði meðal annars, að * gert væri ráð fyrir gjörbreytingu á læknishéraðaskipan landsins. I stað þeirra 55 (57) læknishéraða, sem þágildandi læknaskipunarlög gerðu ráð fyrir, þá var gert ráð fyrir fimm læknishéruðum og að héruðin stækkuðu, sem því næmi. Skiptingin var fyrst og fremst landfræðileg og miðuð við þáverandi samgöngukerfi, en þó reynt að haga skiptingunni þannig, að mannfjöldi og verkefni í minnsta læknishéraðinu yrði þannig, að nægileg embættisstörf yrðu fyrir a.m.k. einn héraðslækni. * Þá var og undirstrikað að hlutverk héraðslæknis yrði fyrst og fremst að annast embættisstörf, en hins vegar var gert ráð fyrir því, að þeir gætu annazt almenn læknisstörf, ef sérstaklega stæði á og þörf krefðist, enda þótt þeir hefðu ekki skyldu til slflcra starfa. g) Gömul hefð er fyrir því að íslenzkir læknar séu hvattir til að leita sér framhaldsmenntunar og viðhaldsmenntunar erlendis, samanber það sem sagði í tíunda kafla um konungsúrskurðinn frá 1871 og það sem sigldi í kjölfarið. Við að fletta læknatali má fá góða hugmynd um tíðar siglingar íslenzkra lækna fram yfir síðari heimsstyrjöld og með umsömdum rétti til utanferða samfara stórauknum tækifærum innanlands, hefur trúlega vel verið fyrir því séð, að læknar geti haldið við þekkingu sinni og fæmi. Niðurstaða þessarar umræðu er sú, að hér hafi verið komið á sanngjömum lögum og lýðræðislegu stjómkerfi. Ætti því að vera sæmilega réttlátur gmnnur fyrir samning læknis og sjúklings. TILVITNANIR 1. Bulger JR. Commentary: Archie Cochrane Revisited. JAMA 1988: 260: 1284. 2. Evang K. Health Service, Society and Medicine. Present Day Health Services in their Relation to Medical Science and Social Structure. London: Oxford University Press 1960 s. 11. 3. Oath of Soviet Physicians 1971. f: Encyclopedia of Bioethcs. Reich WT ed. New York: The Free Press. A division of Macmillan Publishing Co., Inc. 1978 s. 1754-5: «... to keep and to develop the beneficial traditions of medicine in my country, to conduct all my actions according to the principles of the Communistic morale, to always keep in mind the high calling of the Soviet govemment. I swear to be faithful to this Oath all my life long.» (Translated by Zenonas Danilevicius. Joumal of the American Medical Association 1971; 217: 834. American Medical Association. Reprinted with permission). 4. Evang K. Health Services in Norway. Third edition. Oslo: Tanum 1969 s. 193-4, 196. 5. Læknablaðið 1973; 60: 92-105. 6. Læknalög m. 53 19. maí 1988. 7. Lög um almannatryggingar nr. 67/1971, sem gildi tóku 1. janúar 1972 með síðari breytingum. «43. gr. Auk þeirra réttinda, sem um ræðir í 42. gr. skal sjúkrasamlag veita þá hjálp, sem hér er talin. a. Almenna læknishjálp utan sjúkrahúsa hjá lækni sjúklings sem Tryggingstofnun ríkisins fyrir hönd sjúkrasamlaga hefur gert samning við... b. Nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir eftir tilvísun heilsugæslulæknis/heimilislæknis hjá sérfræðingum sem Tryggingastofnun ríkisins fyrir hönd sjúkrasamlaga hefur samning við... 46. gr. Leita skal staðfestingar Tryggingastofnunar ríkisins á samningum, sem sjúkrasamlög gera um greiðslur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.