Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 267 Tíðni þessara atvika I stórum rannsóknum sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum og víðar kemur í ljós að um 42% kvenna og 15% karla í atvinnulífinu telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni ein- hvern tíma á lífsleiðinni. Þetta hlutfall verður mun hærra þegar um er að ræða sjúkrahúsaum- hverfi; þar er talið að um 73% kvenna og 22% karla hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Könnun sem gerð var meðal amerískra geð- lækna leiddi í ljós að 7,1% karlgeðlækna og 3,1% kvengeðlækna viðurkenndu að hafa kyn- ferðislegt samneyti við sjúklinga sína. Einungis örlítill hluti þolenda (innan við 1%) kærir áreitnina eða kvartar til einhverra aðila. Oft líða mörg ár frá því að atvikið átti sér stað þangað til kæra er lögð fram. Flestir segj- ast ekki þora að kæra vegna þess að slíkt geti haft alvarlegar afleiðingar og orðið þeim til trafala í lífinu. Margir óttast viðbrögð gerand- ans og þeirra sem standa honum næst. „Enginn kemur til með að trúa manni, “ „allir segja að þetta sé lygi,“ eru venjuleg viðbrögð þessara einstaklinga. Engar tölur eru til um það hversu margir ljúga kynferðislegri áreitni upp á ein- hvern annan sem þó er talið gerast stöku sinn- um. Ekki er vitað hversu algeng kynferðisleg áreitni er á Islandi þar sem það hefur enn ekki verið rannsakað svo að ég viti. Sjálfum finnst mér bandarísku tölurnar háar og efa að hægt sé að alhæfa út frá þeim en fyrirbærið er að sjálf- sögðu til hérlendis eins og annars staðar. Afleiðingar Rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna að stór hluti þolenda kynferðislegrar áreitni kvarta undan geðrænum einkennum eins og reiði, hræðslu, ótta, þunglyndi, grátköstum, kvíða, lélegu sjálfsmati og höfnunarkennd. Auk þess tala margir um líkamleg einkenni eins og höfuðverki, svefntruflanir og aukna tíðni ýmiss konar magaóþæginda og öndunar- færasýkinga. Margir þolenda bregðast við áreitni með efasemdum um eigið ágæti, sektar- kennd og tilfinningalegri ringulreið. Sumir finna fyrir mikilli skömm og ásaka sjálfa sig í sífellu. Ef áreitnin heldur áfram versnar sjálfs- matið enn og sjálfsmyndin brotnar. Þegar um lækna eða guðsmenn var að ræða sagðist fólk hafa hætt að trúa því að viðkomandi aðilar gætu orðið sér til einhverrar hjálpar í sálar- kreppu eða nauð. Þeir sem lengi búa við kyn- ferðislega áreitni á vinnustað missa alla trú á sjálfum sér og eigin hæfni og þeir sem hætta og gefast upp án þess að gera neitt frekar fá alvar- lega vanmáttarkennd. Þeir sem kvarta eða kæra segja yfirleitt að sér líði betur. Margir segjast hafa misst alla trú á yfirmenn sína og stjórnvöld og vilja þeirra og getu til að koma þolendum til hjálpar. Hvað á að gera? Mestu skiptir í málum sem þessum að sýna fórnarlömbum kynferðislegrar áreitni skilning og hluttekningu og hlusta gaumgæfilega á sögu þeirra. Sumir leita til geðlækna eða sálfræðinga vegna kvíða og spennu en segja ekki frá kyn- ferðislegri áreitni fyrr en eftir fjölmörg viðtöl af ótta við að verða ekki trúað. Mikilvægt er að mynda sem best samband við sjúklinginn svo að hann finni fyrir öryggi í meðferðinni. Vinna verður með sektarkenndina og bjargarleysið sem margir finna fyrir og styrkja sjálfsvitund og sjálfstraust sjúklingsins. Þessir einstaklingar þurfa oft langa meðferð þar sem brotum er raðað saman og reynt að byggja upp jákvæða mynd af lífinu á nýjan leik. Ýmsir sjálfshjálpar- hópar reynast oft vel við úrvinnslu þessara mála. Mestu skiptir að læknar átti sig á því að fyrirbærið kynferðisleg áreitni er til þrátt fyrir tilraunir margra til að drepa málum þessum á dreif. Menn verða að sjá gegnum þá rykmekki aula- og hótfyndni sem þyrlað hefur verið upp og átta sig á því að um er að ræða alvarleg mál sem geta haft miklar afleiðingar fyrir þolendur og gerendur. Óttar Guðmundsson læknir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.