Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
289
Table V. Histological diagnosis (n = 43).
Histological diagnosis Nr of patients (%) of patients
Hyperplasia 4 (9.3)
Adenoma 35 (88.4)
Double adenoma 4 (9.3)
Cancer 0 (0.0)
Table VI. Localization of adenomas.
Localization Number
Left upper 10
Left lower 12
Right upper 2
Right lower 17
Thymus 1
Under aortic arcus 1
Sum 43
Table VII. Postoperative complications.
Complication Nr of patients (%) 95% confidence interval
Cronic hypo-
calcemia 3 (7.2) 1.50-19.48
Transient
hypocalcemia 31 (73.8) 57.96-86.14
Hoarsness 1 (2.4) 0.06-12.57
Pneumonia 1 (2.4) 0.06-12.57
Hypertensio
Muscle pain
Polyuria
Abdominalia
Nausea
Musculo-skeletal
Fatique
Renal calculi
Coincidence
0 2 4 6 8 10 12 14
Number of patients
Fig. 1. Symptoms leading to diagnosis.
Alls bárust 80 kalkkirtlasýni frá þessum 42
sjúklingum til Rannsóknastofu Háskóla fs-
lands í nteinafræði, af þeim reyndust 54
(67,5%) afbrigðileg en 26 (32,5%) eðlileg.
Góðkynja kirtilæxli greindist hjá 37 (88%)
sjúklingum, en af þeim höfðu fjórir (9,5%)
tvöföld kirtilæxli. Hjá 33 sjúklingum sem höfðu
stakt kirtilæxli var einn kalkkirtill tekinn hjá 17
(51,5%) en tveir eða fleiri hjá 16 (48,5%).
Stöku kirtilæxlin voru mynduð úr meginfrum-
um, rauðfrumum og bleikfrumum. Megin-
frumur voru yfirgnæfandi í flestum tilfellum,
að undanskildum tveimur æxlum (5,4%) sem
voru af rauðfrumugerð (oxyphil cell adenoma)
og einu kirtilæxli sem að mestu leyti var mynd-
að af bleikfrumum (transitional oxyphil cell
adenoma). Hjá sjúklingunum fjórum er höfðu
tvöföld kirtilæxli voru tveir kalkkirtlar teknir í
öllum tilvikum. Tvöföldu kirtilæxlin voru í
engu frábrugðin stöku kirtilæxlunum að því er
snertir vefjagerð. Átján (54,5%) af 33 stökum
kirtilæxlum sýndu samþjappaða leif af eðlileg-
um kalkkirtilvef í jaðri æxlanna, þar með talin
bæði rauðfrumuæxlin, en helmingur tvöföldu
kirtilæxlanna sýndi samskonar leif.
Vefjaauki greindist hjá fjórum (9,5%) sjúk-
lingum og var stækkun kalkkirtlanna ósam-
hverf hjá þeim öllum. Hjá einum þessara sjúk-
linga voru tveir kalkkirtlar teknir en þrír hjá
þremur sjúklingum. Kalkkirtlar með vefjaauka
höfðu mismikið minnkaðan uppistöðufituvef
og voru að mestu leyti myndaðir af megin-
frumum, með örlitlu samblandi við rauðfrum-
ur og bleikfrumur í einstaka kirtli. Samþjöpp-
uð leif eðlilegs kalkkirtilvefs fannst í tveimur
vefjaaukakirtlum, báðum í sama sjúklingi. Hjá
einum sjúklingi var óvíst í endanlegri greiningu
hvort um var að ræða vefjaauka eða kirtilæxli.
Tveir kalkkirtlar voru teknir, báðir stækkaðir,
myndaðir aðallega úr meginfrumum með dá-
litlu samblandi við rauðfrumur. í jöðrum
þeirra beggja fannst samþjöppuð leif af eðlileg-
um kalkkirtilvef sem getur samrýmst vefjaauka
eða kirtilæxli. Enginn sjúklingur í þessari rann-
sókn greindist með krabbamein í kalkkirtlum.
I töflu VI sést staðsetning kirtilæxla samkvæmt
aðperðarlýsingu.
143 af 44 tilfellum lækkaði sermiskalk varan-
lega undir efra gildi viðmiðunarmarka eftir
fyrstu aðgerð. Enduraðgerðar var þörf hjá ein-
um sjúklingi tveimur mánuðum eftir fyrstu að-
gerð þar eð sermiskalk lækkaði ekki og fannst
þá kirtilæxli staðsett við hóstarkirtil.
Tafla VII sýnir fylgikvilla aðgerðar. Þrír
sjúklingar (7,1%) fengu varanlegan kalkskort
eftir aðgerð; Einn eftir algjört brottnám
skjaldkirtils sem framkvæmt var vegna krabba-
meins samtímis enduraðgerð á kalkkirtlum og
annar eftir nær algjört brottnám kalkkirtla
vegna vefjaauka. Af sjúklingunum fengu
73,8% tímabundinn kalkskort sem þarfnaðist
meðferðar, lengst í eitt ár eftir aðgerð.