Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 52

Læknablaðið - 15.04.1996, Side 52
306 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 25. Nýrnablæðingar sem vandamál við höggbylgjumeðferð nýrnasteina Guðjón Haraldsson Þvagfœraskurðdeild Landspítalans Vandamál við höggbylgjumeðferð eru fátíð. Helstu vandamál sem upp koma eru stíflur þvagleið- ara vegna steinbrota, sýkingar og blóðmiga. Alvar- leg vandamál eru fátíð. Nýrnablæðingar eftir EWSL meðferð hafa þó sést í allt að 3% sjúklinga við óm- skoðun daginn eftir höggbylgjumeðferð. Skýrt verður frá sjúkdómssögu 75 ára sjúkings með sögu um háþrýsting og æðakölkun þar sem höggbylgjumeðferð EWSL leiddi til allstórrar nýrnablæðingar með blóðþrýstingsfaili, lækkunar á blóðrauða og almennum einkennum. Sjúklingur var meðhöndlaður með blóð- og vökvagjöf. Ekki þurfti að koma til opinnar aðgerðar. Tölvusneiðmyndir hálfu ári síðar sýna minniháttar leifar eftir blæðingu við nýrað sem er eðlilega starfandi. Höggbylgjumeðferð hefur reynst mjög örugg lækningaaðferð við nýrnasteinssjúkdómi en getur í sjaldgæfum tilfellum, einkanlega hjá sjúklingum með hækkaðan blóðþrýsting, mikla æðakölkun eða blæðingatruflanir, valdið alvarlegum innan- og ut- annýrna blæðingum. Hafa ber þetta í huga við eftir- lit sjúklinga fyrstu klukkustundir eftir höggbylgju- meðferð. 26. Meðferð kóralsteina með höggbylgjutækni Guðjón Haraldsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Egill Á. Jacobsen Þvagfæraskurðdeild Landspítalans Á árunum 1994 og 1995 hafa samtals verið gefnar 450 meðferðir við nýrnasteinum og þvagleiðara- steinum við nýrnasteinbrjótinn Mjölni á Landspítal- anum. Á þessum tfma hafa verið meðhöndlaðir sjö sjúklingar með sérlega stóra steina og þar sem ein- ungis hefur verið við steinbrjótið beitt höggbylgju- meðferð. Sjúklingarnir liafa ekki verið meðhöndlað- ir með opnum aðgerðum eða steinar brotnir með percutan tækni. Steinar þessir hafa allir verið yfir 30 mm að stærð. Sá stærsti mældist tæpir 6 cm og hafa steinar þessir uppfyllt skilyrði kóralsteina, verið að minnsta kosti vaxnir út í tvo bikara og inn í nýrna- skjóðu. Til að ljúka meðferð hjá þessum sjúklingum hefur þurft á bilinu þrjár til átta meðferðir. Allir sjúklingarnir hafa haft innlagðan JJ-legg meðan á meðferð stendur. Meðferð er lokið hjá öllum nema einum. Reynsla okkar af höggbylgjumeðferð sem stein- brotstækni við stóra nýrnasteina er því góð en gera verður sjúklingum vel grein fyrir því í upphafi með- ferðar að um endurteknar meðferðir verði að ræða og heildarmeðferðartími þannig nokkrir mánuðir. Allflestir sjúklingar sætta sig vel við þetta meðferð- arform þar sem óþægindi af meðferð eru lítil svo og fjarvistir frá vinnu. Einnig hefur ekki þurft innlagnar á sjúkrahús nema í sambandi við uppsetningu á JJ- legg eða fjarlægingu fjarlægra (distal) þvagleiðara- steina sem valda flæðistregðu. 27. Skurðaðgerðir vegna gúls eða flysjunar á brjóstholshluta ósæðar Elín Laxdal, Jónas Magnússon, Bjarni Torfason Handlœkningadeild Landspítalans Gerð var afturskyggn rannsókn á aðgerðum vegna gúlmyndunar eða flysjunar á brjóstholshluta ósæðar á Landspítalanum á tímabilinu 1. febrúar 1991 - 1. mars 1996. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang og árangur þessara aðgerða. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Á þessu tímabili voru gerðar 32 aðgerðir á jafn- mörgum sjúklingum, þar af voru 12 bráðaaðgerðir og 20 valaðgerðir. Um var að ræða 19 karla og 13 konur á aldrinum 18 til 79 ára (miðaldur 66,2 ár). Algengustu einkenni sjúkdóms voru brjóstverkir, hjartatepping og verkir milli herðablaða. Langvar- andi gúlmyndun var hjá 16 sjúklingum (50%) en bráð gúlmyndun hjá einum (3%). Bráð flysjun greindist hjá níu sjúklingum (28%) og langvarandi flysjun hjá fimm (15%). Einn sjúklingur hlaut rof á ósæð vegna áverka. Flestar aðgerðir voru gerðar á stígandi hluta ósæðar einvörðungu, eða alls 19, þar af fengu 11 ísetta gerviæð og hjá átta var gerð æðaminnkun með ytri styrkingu. Hjá átta voru gerð ósæðarlokuskipti og hjá 10 sjúklingum var framkvæmd aðgerð á krans- æðum samtímis ósæðaraðgerðinni. Viðgerð á fall- andi hluta ósæðar einvörðungu var gerð hjá sjúkling- um og ósæðarboga einvörðungu hjá einum sjúklingi. Hjá tveimur sjúklingum var gert við boga og fallandi hluta og hjá tveimur voru gerð æðaskipti á nær allri ósæð í brjóstholi. Hjarta- og lungnavél var notuð við 26 aðgerðir og tengt við slagæð í nára í 23 aðgerðum. Aðskilið heilaflæði var nauðsynlegt í sex aðgerðum og í þrem- ur tilfellum var öfugt flæði um vena cava superior notað. Dánartíðni var átta af 12 bráðum aðgerðum og ein af 20 valaðgerðum. Burtséð frá aðgerðar- tengdum dauða varð alvarlegra fylgikvilla ekki vart. Minniháttar fylgikvillar voru hins vegar algengir og þá oftast í lungum (35%). Sérstaklega kom ekki fram sköddun á mænu og má trúlega þakka það tíðri notkun hjarta- og lungnavélar og þá helst óhefð- bundnum tengingum. Árangur þessara aðgerða er sambærilegur við það sem gerist annars staðar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.