Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 46
300 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 38%. Magakrabbamein er ennþá algeng meinsemd meðal fslendinga og eina lækningavonin felst í brottnámi æxlisins. Þó sjúkdómurinn sé oft langt genginn við greiningu er reynt að gera aðgerð til lækninga hjá stórum hluta sjúklinga. Skurðdauði er ásættanlega lágur í ljósi umfangs þeirra aðgerða sem gerður er á þetta gömlum sjúklingahópi sem oft er merktur af sínum sjúkdómi. 8. Magakrabbamein á Borgarspítala. Hvað hefur gerst á 25 árum? Gunnar Mýrdal, Þorvaldur Jónsson, Gunnar H. Gunnlaugsson, Helgi K. Sigurðsson, Jón Níelsson Skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi Gerð var afturskyggn könnun á öllum sjúklingum sem lögðust á skurðlækningadeild Borgarspítalans vegna magakrabbameins á árunum 1968 til 1992. Það voru alls 354 sjúklingar, 238 karlar og 116 konur, miðaldur 70 ár. Rannsóknartímanum var skipt í fimm ára tímabil og sömu breytur skoðaðar fyrir öll tímabil. Til þess að fá gleggri mynd af hugsanlegum breytingum sem orðið hefðu á rannsóknartímanum öllum voru borin saman fyrstu tvö fimm ára tímabil- in og tvö síðustu. Kyn- og aldursdreifing var sam- bærileg fyrir öll tímabil. Greiningaraðferðir breytt- ust verulega. Þannig voru 77% sjúklinga greindir með röntgenrannsókn fyrstu 10 árin, en 84% með magaspeglun síðustu 10 árin. Tíðni algengustu ein- kenna við greiningu, svo sem kviðverkir, megrun og blóðuppköst (hematemesis) eða melena hélst svipuð allan tímann, nema hvað fleiri voru blóðlausir á fyrra 10 ára tímabilinu (44% á móti 29%). Hlutfall þeirra sjúklinga sem engin aðgerð var gerð á lækkaði úr 10% í 6%, könnunar- og líknandi (palliative) aðgerðum fækkaði úr 46% í 21%, og aðgerðum til lækninga fjölgaði úr 44% í 73%. Aðgerðartegundir breyttust verulega, og fjölgaði algjöru magaúrnámi úr 6% í 31%. Skurðdauði lækkaði úr 13% í 3%. Útbreiðsla æxlisvaxtar við greiningu breyttist nokk- uð. Þannig jókst early cancer úr 3% í 11%, og sjúk- lingum með vöxt í aðlæg líffæri eða fjarmeinvörp fækkaði úr 49% í 33%. Samkvæmt þessum niður- stöðum hefur aldurs- og kynjaskipting sjúklinga með magakrabbamein ekki breyst síðastiiðin 25 ár og einkennamynd sjúkdómsins hefur lítið breyst. Svip- að hlutfall sjúklinga fer í einhvers konar skurðað- gerð. Sjúkdómsstig hefur nokkuð færst niður og skurðaðgerðum til lækninga hefur fjölgað umtals- vert. Aðgerðir hafa einnig orðið mun umfangsmeiri. Þrátt fyrir það hefur skurðdauði lækkað verulega á rannsóknartímanum. 9. Góðkynja vessaæðaæxli í kviðarholi. Sjúkratilfelli Elín Laxdal", Helgi J. ísaksson21, Guðmundur Bjarnason31, Jónas Magn ússon", Margrét Oddsdóttir11 "Handlœkningadeild Landspítalans, "Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði, 31 Barnaspítali Hringsins Góðkynja vessaæðaæxli (lymphangiomatosis) í kviðarholi eru sjaldgæf en geta vaxið hratt og ífar- andi. Þau eru uppbyggð af vökvafylltum og inn- þekjuklæddum blöðrum sem upprunnar eru frá eitil- vef. Hægt er að ftokka vessaæðaæxli formfræðilega í einföld, blöðruæxli (cystisk) og marghólfa blöðru- æxli (cavernous) og eru það tvær síðarnefndu gerð- irnar sem finnast í kviðarholi. Á tímabilinu 1982-1995 voru fjórir sjúklingar á Landspítalanum greindir með góðkynja vessaæða- æxli í kviðarholi. Tveir þeirra höfðu bráð kviðar- holseinkenni, einn merki um garnastíflu og einn var einkennalaus. í öllum tilfellum varæxlið fjarlægt, þó í einu tilfelli aðeins að hluta til vegna mikillar út- breiðslu. Vessaæðaæxli í kviðarholi eru sjaldgæf og erfið í greiningu. Þegar þau finnast er mikilvægt að reyna að fjarlægja þau algjörlega ef hægt er vegna hættu á áframhaldandi útbreiðslu. 10. Um skriflegt samþykki sjúklings Olafur Ólafsson, Þórarinn Ólafsson, Þorvaldur Jónsson, Vilborg Ingólfsdóttir, Sigurður Guðmundsson Landlœknisembcettið, Landspítalinn, Sjúkrahús Reykjavíkur Eðli og tilgangur skurðaðgerða, svæfingar, deyf- ingar eða sérstakrar rannsóknarmeðferðar er und- antekningarlítið rædd við sjúklinga á íslenskum sjúkrahúsum og tilgangur og áhættur útskýrðar. I mjög litlum mæli hefur þó verið leitað formlegs, skriflegs samþykkis sjúklinga í þessum tilvikum. Slíkar vinnureglur hafa þó verið við lýði í ýmsum nálægum löndum um áratugaskeið. Umræða um upplýst samþykki hefur þó farið vaxandi hérlendis að undanförnu. Það má skilgreina sem ákvörðunar- feril, þar sem einstaklingnum eru gefnar upplýsingar um valkosti sem hann metur og velur í framhaldi af þvf þann kost sem hann telur vænlegastan. Ætíð skal byggt á þeirri meginforsendu að samþykki sjúklings- ins grundvallist á skilningi hans á kostum og göllum þeirra möguleika meðferðar sem í boði eru, að sam- þykki sé óþvingað og sjálfviljugt og sjúklingurinn hafi hæfi til samþykkis. Meðal markmiða skriflegs samþykkis af þessu tagi eru að það virði sjálfræði, frelsi og dómgreind sjúklingsins, það stuðli að gagn- kvæmri virðingu læknis og sjúklings og skapi tæki- færi til samráðs læknis og sjúklings varðandi með- ferð. Það stuðli frekar en nú er að því að sjúklingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.