Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 78

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 78
330 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 íðorðasafn Almenn heiti í hinum almenna kafla Líf- færaheitanna (Nomina anatom- ica) eru tilgreind ýmis heiti sem lýsa staðsetningu og afstöðu líf- færa og líkamshluta. Þau eru einnig notuð þegar staðsetja þarf sjúkdómsbreytingar og meinsemdir í líffærum og lík- amshlutum. íslensku þýðing- arnar eru flestar lýsandi og lipr- ar og eiga skilið að komast í al- menna notkun enda dregur ekki úr fræðilegri nákvæmni þó að notuð séu íslensk orð í stað hinna erlendu. Þvert á móti má finna dæmi um að íslenskar slettur erlendra fræðiorða séu oft notaðar af meiri ónákvæmni en þau upprunalegu. Auðvitað þarf oft að sýna aðgæslu og vissa hugkvæmni þegar gripið er til íslenskunar á erlendum heitum. Sem dæmi má nefna að þær slettur, sem komnar eru af latn- eska lýsingarorðinu anterior, þarf ýmist að þýða með atviks- orðunum: fram eða framarlega, eða með lýsingarorðunum: freniri, fyrri eða franianverður, og slettur komnar af posterior ýmist með: aftur, aftarlega, aft- ari, seinni eða aftanverður. Slík hugarleikfimi getur brugðist þegar álagið er mikið og vinnu- hraðinn meiri en góðu hófi gegnir, en ef menn leitast alltaf við að nota íslensk heiti verða þau að lokum munntöm. Nefna má hin fleygu orð: „ Vilji er allt sem þarf. “ Mestu máli skiptir að erlendar slettur séu ekki hugs- unarlaust teknar fram yfir góð íslensk heiti. Nauðsynlegt er einnig að fletta öðru hvoru upp í Iðorðasafninu eða í Líffæra-, lækna 76 Vefjafræði- og Fósturfræðiheit- unum til að finna og rifja upp þau heiti sem starfshópar orða- nefndar hafa valið til notkunar. Ýmislegt má vissulega gagn- rýna, en oft má þó segja: „Pað er vont, en það venst“. Stöðu- og afstööuheiti Undirrituðum finnst það beinlínis dapurlegt að sjá slett- urnar: anteriort, posteriort, in- feriort og superiort notaðar í sjúkraskrám eða rannsóknar- lýsingum. Það er lítill vandi að segja: framarlega í lunga, aftan á fæti, neðarlega í ristli eða ofar- lega í brjósti og ekki verður séð að frá fræðilegri nákvæmni sé vikið við það. Eins má skrifa grunnt eða grunnlægt í stað „superficialt“ og rninna má á að andheitin eru djúpt og djúp- lægt. Sletturnar „ventralt“ og „dorsalt" ætti sömuleiðis að vera hægt að losna við. Latn- eska lýsingarorðið ventralis vís- ar fram til kviðar, en dorsalis aftur til baks. Þegar sagt er að meinsemd liggi „ventralt við“ eitthvað má eins segja að hún liggi kviðlægt eða framan við það sem miðað er við. Sömu- leiðis má segja að breyting liggi baklægt eða aftan við í stað „dorsalt við“. Ekki er alveg eins auðvelt að fást við heitin proximalis og distalis. Þau eru mest notuð urn staðsetningar á útlimum, oftast þannig að staðsetning er nær (proximal) eða fjær (distal) búknum. íðorðasafnið tilgreinir þýðingarnar fjarlægur eða fjar- og nærlægur eða nær-. Sam- setningarnar „fjarlægt á fram- handlegg“ og „nærlægt á læri“ fara ekki eins vel og „neðarlega á framhandlegg" og „ofarlega á læri“. Þar verður íslensk mál- venja að ráða og verður þó ekki séð að nákvæmni tapist. Sömu- leiðis má segja ofan við hné, neðan við olnboga, ofarlega í meltingarvegi eða ristli og neð- arlega í berkjum. Kvíslar æða og greinar tauga má hins vegar nefna nær- eða fjar- þegar efri og neðri stangast á við almenna málvenju. Heitin apicalis og basalis eru notuð til staðsetningar þegar um fleygmynduð líffæri er að ræða, til dæmis hjarta eða lungu. Lungun snúa mjórri hlut- anum upp þannig að vel fer á að tala um lungnatopp, en hjartað snýr rnjórri hlutanum niður og hefur hann því fengið heitið broddur. Tungubrodd og nef- brodd þarf tæpast að kynna, en síður þekkt eru heitin hvekks- broddur (apex prostatae) og hnéskeljarbroddur. Þvagblaðra hefur topp (apex vesicae), en tannrót brodd (apex dentis). í stað „apicalt“ þarf því ýmist að nota broddlægt eða topplægt eftir því hvert líffærið er. Basal- is hefur hins vegar fengið þýð- ingarnar grunnlægur, botnlæg- ur eða djúplægur í íðorðasafn- inu. Líffæraheitin tilgreina meðal annars lungnagrunn, hjartagrunn, kjálkagrunn og hnéskeljargrunn, en basis cranii nefnist höfuðkúpubotn. í stað „basalt" ætti því að nota grunn- lægt eða botnlægt eins og við á. Jóhann Heiðar Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (15.04.1996)
https://timarit.is/issue/364663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (15.04.1996)

Aðgerðir: