Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 12
272
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
ust og hann var lagður inn. Hjartarit var eðli-
legt við komu. Hann vaknaði með slæman verk
á sjötta tímanum nóttina eftir innlögn. Þá var
komin 2mm ST hækkun í leiðslu III og ST
lækkun í AVL. CK (kreatín kínasi) var 590 og
CKMB (MB ísóensím) 58. Hann var fluttur á
þræðingarstofu fyrir klukkan átta um morgun-
inn. Kransæðamynd sýndi lokun á hægri krans-
æð. Hún var víkkuð með góðum árangri. Að
því loknu fékk hann 250.000 einingar af úró-
kínasa í kransæðina. CK fór hæst í 990 og
CKMB í 68. Hjartaómun daginn eftir víkkun
sýndi skertan samdrátt í hluta af neðri vegg
hjartans en annars dróst vinstri slegill vel sam-
an og útstreymisbrot var 58% (eðlilegt er yfir
60%). Hann útskrifaðist við góða líðan níu
dögum síðar. Hann kom á göngudeild vegna
stoðkerfisverkja í vinstri öxl þremur vikum
seinna og var hjartarit þá eðlilegt.
Sjúklingur 2: Sextíu og tveggja ára karlmað-
ur lagðist inn vegna höfuðverkja og illa hamins
háþrýstings þrátt fyrir lyfjameðferð. Hann
hafði farið í kransæðaskurðaðgerð árið 1980 og
fengið þrjá bláæðagræðlinga. Hann hafði reyk-
ingasögu og ættarsögu um kransæðasjúkdóm.
Slagæðamynd sýndi þrengsli í nýrnaæðum og
hægri mjaðmarslagæð (iliaca-). Á hádegi á
þriðja degi eftir myndatökuna fékk hann
brjóstverk og breytingar á hjartariti sem sam-
rýmdust kransæðastíflu hliðlægt í framvegg.
Nýleg slagæðarstunga og hár blóðþrýstingur
voru frábendingar frá segaleysandi meðferð.
Hann var fluttur á æðaþræðingarstofu klukkan
eitt eftir hádegi. Kransæðamynd sýndi 90%
þrengsli í græðlingnum til framveggskvíslar.
Aðrir græðlingar og hægri kransæðin voru lok-
uð. Töluverð þrengsli voru í öðrum kransæð-
um. Græðlingurinn til framveggskvíslar var
víkkaður og skömmu síðar varð sjúklingur
verkjalaus og hjartaritið lagaðist. Eftir víkkun-
ina fékk hann 250.000 einingar af úrókínasa í
græðlinginn. CK varð hæst 346 og CKMB 30.
Kransæðaskurðaðgerð var framkvæmd 10 dög-
um síðar. Vel heppnuð víkkun var gerð á
nýrnaæðum fjórum mánuðum síðar. Hjarta-
ómun sýndi þá óeðlilega hreyfingu á slegla-
skipt en annars eðlilegan samdrátt í vinstri
slegli og útstreymisbrot var 51%.
Sjúklingur 3: Fjörutíu og fjögurra ára hraust-
ur karlmaður fékk slæman verk vinstra megin í
brjóst klukkan átta að morgni komudags,
svitnaði og varð óglatt. Hann kom á bráðamót-
töku Landspítalans klukkan hálf 10, enn með
verk. Hjartarit benti til bráðrar stíflu í krans-
æðum til framveggjar hjartans. Sjúklingur
reykti, hafði nokkrum sinnum mælst með háan
blóðþrýsting en ekki sinnt því að fá meðferð og
hafði ættarsögu um kransæðasjúkdóm.
Um 30 mínútum eftir komu á spítalann var
hann kominn á þræðingarborðið. Kransæða-
mynd sýndi lokun á hástæðri hliðargrein fram-
veggskvíslar. Hún var víkkuð með góðum ár-
angri, verkirnir hurfu og hjartaritsbreytingar
gengu talsvert til baka. Eftir það fékk hann
250.000 einingar af úrókínasa í kransæðina.
CK fór hæst í 3905 en CKMB í 302. Við hjarta-
ómun fjórum dögum eftir víkkun var samdrátt-
ur í hjartabroddi vægt skertur en annars góður
samdráttur í vinstri slegli, útstreymisbrot var
56%. Sjúklingur útskrifaðist níu dögum eftir
komu við góða líðan.
Sjúklingur 4: Fjörutíu og tveggja ára karl-
maður hafði nokkurra daga sögu um hvfldar-
verki undir bringspölum sem komu og fóru.
Hann hafði áður verið hraustur. Klukkan sjö
að morgni innlagnardags vaknaði hann með
slæman brjóstverk og var kominn á bráðamót-
töku Landspítalans klukkan níu, þá enn með
slæman verk. Hjartarit benti til stíflu í krans-
æðum til framveggjar hjartans. Sjúklingur
reykti og hafði ættarsögu um kransæðasjúk-
dóm.
Æðaþræðingarstofan var upptekin og með-
ferð var því hafin með 1.500.000 einingum af
streptókínasa. Línurit tekin einni og tveimur
klukkustundum síðar sýndu ekki merki endur-
opnunar og verkir voru enn slæmir. Því var
ákveðið að gera kransæðavíkkun og sjúklingur
var kominn á þræðingarborðið klukkan hálf 12.
Kransæðamynd sýndi lokun á vinstri fram-
veggskvísl (mynd 1), en þegar víkkunarleiðar-
inn var þræddur í æðina komst blóðstreymi á
(mynd 2), hjartaritið lagaðist og verkirnir dvín-
uðu. Víkkunin heppnaðist vel (mynd 3). CK
fór hæst í 5572 og CKMB í 288. Ómskoðun
fjórum dögum síðar sýndi góðan samdrátt í
öllum vinstri sleglinum og útstreymisbrot var
60%. Hann útskrifaðist hress á áttunda degi og
við eftirlit fjórum vikum síðar var líðan góð.
Sjúklingur 5: Fimmtíu og sjö ára kvenmaður
vaknaði fyrir klukkan níu að nrorgni með
þyngsli fyrir brjósti og skömmu síðar fékk hún
slæman brjóstverk, andþyngsli, ógleði og svitn-
aði. Verkurinn versnaði og kom hún á bráða-
móttöku Landspítalans klukkan 20 mínútur
yfir 10. Hjartalínurit samrýmdist bráðri stíflu í