Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 12
272 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ust og hann var lagður inn. Hjartarit var eðli- legt við komu. Hann vaknaði með slæman verk á sjötta tímanum nóttina eftir innlögn. Þá var komin 2mm ST hækkun í leiðslu III og ST lækkun í AVL. CK (kreatín kínasi) var 590 og CKMB (MB ísóensím) 58. Hann var fluttur á þræðingarstofu fyrir klukkan átta um morgun- inn. Kransæðamynd sýndi lokun á hægri krans- æð. Hún var víkkuð með góðum árangri. Að því loknu fékk hann 250.000 einingar af úró- kínasa í kransæðina. CK fór hæst í 990 og CKMB í 68. Hjartaómun daginn eftir víkkun sýndi skertan samdrátt í hluta af neðri vegg hjartans en annars dróst vinstri slegill vel sam- an og útstreymisbrot var 58% (eðlilegt er yfir 60%). Hann útskrifaðist við góða líðan níu dögum síðar. Hann kom á göngudeild vegna stoðkerfisverkja í vinstri öxl þremur vikum seinna og var hjartarit þá eðlilegt. Sjúklingur 2: Sextíu og tveggja ára karlmað- ur lagðist inn vegna höfuðverkja og illa hamins háþrýstings þrátt fyrir lyfjameðferð. Hann hafði farið í kransæðaskurðaðgerð árið 1980 og fengið þrjá bláæðagræðlinga. Hann hafði reyk- ingasögu og ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Slagæðamynd sýndi þrengsli í nýrnaæðum og hægri mjaðmarslagæð (iliaca-). Á hádegi á þriðja degi eftir myndatökuna fékk hann brjóstverk og breytingar á hjartariti sem sam- rýmdust kransæðastíflu hliðlægt í framvegg. Nýleg slagæðarstunga og hár blóðþrýstingur voru frábendingar frá segaleysandi meðferð. Hann var fluttur á æðaþræðingarstofu klukkan eitt eftir hádegi. Kransæðamynd sýndi 90% þrengsli í græðlingnum til framveggskvíslar. Aðrir græðlingar og hægri kransæðin voru lok- uð. Töluverð þrengsli voru í öðrum kransæð- um. Græðlingurinn til framveggskvíslar var víkkaður og skömmu síðar varð sjúklingur verkjalaus og hjartaritið lagaðist. Eftir víkkun- ina fékk hann 250.000 einingar af úrókínasa í græðlinginn. CK varð hæst 346 og CKMB 30. Kransæðaskurðaðgerð var framkvæmd 10 dög- um síðar. Vel heppnuð víkkun var gerð á nýrnaæðum fjórum mánuðum síðar. Hjarta- ómun sýndi þá óeðlilega hreyfingu á slegla- skipt en annars eðlilegan samdrátt í vinstri slegli og útstreymisbrot var 51%. Sjúklingur 3: Fjörutíu og fjögurra ára hraust- ur karlmaður fékk slæman verk vinstra megin í brjóst klukkan átta að morgni komudags, svitnaði og varð óglatt. Hann kom á bráðamót- töku Landspítalans klukkan hálf 10, enn með verk. Hjartarit benti til bráðrar stíflu í krans- æðum til framveggjar hjartans. Sjúklingur reykti, hafði nokkrum sinnum mælst með háan blóðþrýsting en ekki sinnt því að fá meðferð og hafði ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Um 30 mínútum eftir komu á spítalann var hann kominn á þræðingarborðið. Kransæða- mynd sýndi lokun á hástæðri hliðargrein fram- veggskvíslar. Hún var víkkuð með góðum ár- angri, verkirnir hurfu og hjartaritsbreytingar gengu talsvert til baka. Eftir það fékk hann 250.000 einingar af úrókínasa í kransæðina. CK fór hæst í 3905 en CKMB í 302. Við hjarta- ómun fjórum dögum eftir víkkun var samdrátt- ur í hjartabroddi vægt skertur en annars góður samdráttur í vinstri slegli, útstreymisbrot var 56%. Sjúklingur útskrifaðist níu dögum eftir komu við góða líðan. Sjúklingur 4: Fjörutíu og tveggja ára karl- maður hafði nokkurra daga sögu um hvfldar- verki undir bringspölum sem komu og fóru. Hann hafði áður verið hraustur. Klukkan sjö að morgni innlagnardags vaknaði hann með slæman brjóstverk og var kominn á bráðamót- töku Landspítalans klukkan níu, þá enn með slæman verk. Hjartarit benti til stíflu í krans- æðum til framveggjar hjartans. Sjúklingur reykti og hafði ættarsögu um kransæðasjúk- dóm. Æðaþræðingarstofan var upptekin og með- ferð var því hafin með 1.500.000 einingum af streptókínasa. Línurit tekin einni og tveimur klukkustundum síðar sýndu ekki merki endur- opnunar og verkir voru enn slæmir. Því var ákveðið að gera kransæðavíkkun og sjúklingur var kominn á þræðingarborðið klukkan hálf 12. Kransæðamynd sýndi lokun á vinstri fram- veggskvísl (mynd 1), en þegar víkkunarleiðar- inn var þræddur í æðina komst blóðstreymi á (mynd 2), hjartaritið lagaðist og verkirnir dvín- uðu. Víkkunin heppnaðist vel (mynd 3). CK fór hæst í 5572 og CKMB í 288. Ómskoðun fjórum dögum síðar sýndi góðan samdrátt í öllum vinstri sleglinum og útstreymisbrot var 60%. Hann útskrifaðist hress á áttunda degi og við eftirlit fjórum vikum síðar var líðan góð. Sjúklingur 5: Fimmtíu og sjö ára kvenmaður vaknaði fyrir klukkan níu að nrorgni með þyngsli fyrir brjósti og skömmu síðar fékk hún slæman brjóstverk, andþyngsli, ógleði og svitn- aði. Verkurinn versnaði og kom hún á bráða- móttöku Landspítalans klukkan 20 mínútur yfir 10. Hjartalínurit samrýmdist bráðri stíflu í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.