Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 9

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 269 Tafarlaus kransæðavíkkun Nýjung í meðferð bráðrar kransæðastíflu á íslandi Þórarinn Guönason1’, Guðmundur Þorgeirsson1’, Kristján Eyjólfsson1’, Einar H. Jónmundsson2’ Immediate PTCA for acute myocardial infarction in Iceland Guðnason Þ, Þorgeirsson G, Eyjólfsson K, Jón- mundsson EH Læknablaðið 1996; 82: 269-75 In recently published articles it has been possible to show better results with primary immediate PTCA (percutaneous transluminal coronary angioplasty) than thrombolysis in acute myocardial infarction. This method also has advantages for patients after failed thrombolysis and if thrombolysis is contrain- dicated. Further advantages are fewer in-hospital days and lower follow-up costs. In this article we discuss immediate PTCA in Ice- land and present a follow-up of all patients that underwent this procedure during the first year it was performed in this country. Our conclusion is that immediate PTCA was suc- cessfully carried out during the first year it was per- formed in Iceland. Ágrip I nýlegum rannsóknum hefur verið sýnt fram á betri árangur af tafarlausri kransæðavíkkun (percutaneous transluminal coronary ang- ioplasty, PTCA) en segaleysandi meðferð í völdum sjúklingum með bráða kransæðastíflu. Tilgangur þessarar greinar er að vekja athygli á Frá "lyflækningadeild og 2)röntgendeild Landspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristján Eyjólfsson og Guðmundur Þorgeirsson, lyflækningadeild Landspítalans, 101 Reykja- vík. Lykilorð: Kransæðavikkun, kransæðastífla, hjartadrep. þessari nýju meðferð og greina frá þeim ár- angri sem náðst hefur hér á landi. Greint er frá fimm sjúklingum með bráða kransæðastíflu, sem gengust undir tafarlausa kransæðavíkkun fyrsta árið sem meðferðin var veitt á Islandi. Niðurstaðan er að víkkanirnar hafi gengið vel og sjúklingarnir allir hlotið litlar eða engar skemmdir í hjartavöðva en einn sjúklinganna hlaut alvarlegan fylgikvilla sem var blóðtappi í hægri ganglim. Tafarlaus kransæðavíkkun virðist góður kostur fyrir stóran hluta þeirra sjúklinga sem fá brátt hjartadrep. Hvort slíkurn víkkunum fjölgar fer eftir fjárveitingum til starfseminnar. Við höfum sýnt að meðferðina er hægt að veita hérlendis með góðum árangri. Inngangur Kransæðavíkkun (percutaneous translu- minal coronary angioplasty, PTCA) fer þannig fram að nál er stungið í náraslagæð og í gegn um hana þræddur leiðari upp ósæðina og inn í kransæð. Víkkunarleggur með belg á endanum er þræddur yfir leiðarann inn í þrengslin og belgurinn þaninn uns þrengslin láta undan. Tafarlaus kransæðavíkkun fer eins fram en er framkvæmd á fyrstu klukkustundunum eftir kransæðastíflu og ákvörðunin um víkkunina byggist ekki á eldri kransæðamynd eins og við undirbúna víkkun. Kransæðavíkkun er stöku sinnum notuð sem meðferð við losti eftir kransæðastíflu og hjartadrep ef önnur meðferð ber ekki árangur. Er víkkuninni þá ætlað við lífshættulegar aðstæður að auka starfhæfni hjartavöðvans og útfall hjartans. Einn sjúkling- ur fór í slíka víkkun hérlendis tveimur árum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.