Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 54
308 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Enginn sjúklinganna dó á fyrsta mánuði eftir að- gerð. Ekki var marktækur munur á meðallegutím- um, 12 dagar eftir neglingu og 15 dagar eftir gervilið. Eftir eitt og tvö ár notuðu sjúklingar með gervilið marktækt minna hjálpartæki við gang utan dyra og voru meira sjálfbjarga með innkaup. Á skoðunar- tímanum fengu níu af 24 sjúklingum, sem negldir voru, gróandatruflanir. Tveir sjúklingar fengu lið- hlaup. Gerviliðaaðgerð er meðferðarmöguleiki sem ætti að vera kjörin hjá hraustum eldri sjúklingum með óstöðug mjaðmarbrot, þar sem hætta á gróanda- truflunum er mikill og lífslíkur sjúklinganna eru góð- ar. 31. Staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli á íslandi 1983 og 1984; banvænn sjúkdómur Jón Tómasson, Eiríkur Jónsson, Laufey Tryggvadóttir, Kristrún Benediktsdóttir, Hrafn Tulinius íslenska krabbameinsskráin Inngangur: Deilt er um hvort meðhöndla þurfi sjúklinga sem greinast með staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli. Efniviður: Árin 1983 og 1984 greindust samtals 132 karlmenn á lífi með adenocarcinoma prostatae og var þeim skipt niður í þrjá hópa eftir greiningarstigi. Fjörutíu og tveir voru á stigi A1 (huldumein, (lat- ent), 40 höfðu meinvörp við greiningu (Ml) en 50 staðbundinn sjúkdóm (MO). Farið var yfir sjúkra- gögn, dánarvottorð og upplýsingar fengnar um sjúk- dómsástand þeirra sem eru á lífi. Niðurstöður: Nær allir í M1 hópnum fengu horm- ónameðferð við greiningu á meðan A-1 hópurinn fékk enga meðferð. Af þeim 50 sem höfðu stað- bundið krabbamein (MO) fengu við greiningu átta geislameðferð, einn brottnám kirtils, 13 hormóna- meðferð og 28 enga meðferð. Sjúkdómssértæk lifun (cause specific survival) var reiknuð út samkvæmt Kaplan-Meier lifunar greiningu. Einungis einn sjúklingur (2%) með huldumein (Al) hefur látist úr sjúkdómum 11 árum eftir greiningu en helmingur sjúklinga með M1 sjúkdóm lést innan tveggja ára. Lifun sjúklinga með staðbundið krabbamein var 71% eftir fimm ár og 36% eftir 10 ára. Ályktun: Huldukrabbamein (A-l) hafa góðar horfur og þarfnast einungis eftirlits en sjúklingum með útbreiddan sjúkdóm við greiningu reiðir illa af. Sjúklingar með stasðbundið krabbamein reyndust hins vegar vera í mikilli hættu á að deyja úr sjúk- dómnum á fyrsta áratugnum eftir greiningu og full þörf virðist því á meðferð. 32. Wilmsæxli á íslandi 1961 til 1995 Ingólfur Einarsson'>, Tómas Guðbjartsson2>, Guðmundur Vikar Einarsson2,31, Jóhann Heiðar Jóhannsson4>, Guðmundur Jónmundsson'1, Guðmundur Bjarnason'1 11Barnaspítali Hringsins, 2>þvagfceraskurðdeild Landspítalans, 3>lœknadeild Háskóla íslands, 41 Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði Wilmsæxli eru illkynja sjúkdómur í nýrum og greinist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið er vitað um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar aft- urskyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði Wilmsæxla á Islandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og lífshorfur sjúklinganna. Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir fullorðnir (25 og 29ára), með sjúkdóminn á tímabil- inu 1. janúar 1961 til 31. desember 1995, samkvæmt krabbameinskrá Krabbameinsfélags íslands. Með- alaldur barnanna var 33 mánuðir (bil fimm mánuðir til sex ár). Kvenkyns einstaklingar voru fleiri en karlkyns, eða 10 á móti sjö. Upplýsingar um ein- kenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin stiguð (NWTS flokkun). Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 (1,0 fyrir börn innan 15 ára). Helstu einkenni voru fyrir- ferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir/óværð (53%). Þvagfæramyndataka, gerð í 14 tilvikum, leiddi alltaf í ljós sjúkdóm í nýra. Við greiningu var einn ein- staklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum (stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og er hann á lífi í dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum, en tveir dóu í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af hinum 15 fengu 13 geislameðferð og 12 lyfjameðferð (10 fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var hefðbundin, en viilivöxtur (anaplasia) sást í einu tilviki. Fimm ára lifun þeirra átt sem greindust 1961- 1976 er 25% og 61% fyrir þá sem greindust 1977- 1995 (p=0,13). Fyrir hópinn í heild eru fimm ára lífshorfur 42%. Wilmsæxli eru sjaldgæf á Islandi. Nýgengi er svip- að og í vestrænum löndum. Á síðari hluta rannsókn- artímabilsins er tilhneiging til bættra lífshorfa, senni- lega vegna breyttrar meðferðar. 33. Getur fínasteríð hamið aukningu einkenna góðkynja blöðruhálskirtilsstækkunar? Guömundur Vikar Eiitarsson'2>, Þorsteinn Gíslason31, Jens Torup Andersen4>, skandinavíski BPH rannsóknarlwpurinn ‘'Þvagfœraskurðdeild Landspítalans, 2>lœknadeild Háskóla íslands, 3>þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavtkur, 4>Hvidovre Hospital, Kaupmannahafnarháskóli Tilgangur: Hvort árangur lyfleysu á menn með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.