Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 54
308
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Enginn sjúklinganna dó á fyrsta mánuði eftir að-
gerð. Ekki var marktækur munur á meðallegutím-
um, 12 dagar eftir neglingu og 15 dagar eftir gervilið.
Eftir eitt og tvö ár notuðu sjúklingar með gervilið
marktækt minna hjálpartæki við gang utan dyra og
voru meira sjálfbjarga með innkaup. Á skoðunar-
tímanum fengu níu af 24 sjúklingum, sem negldir
voru, gróandatruflanir. Tveir sjúklingar fengu lið-
hlaup.
Gerviliðaaðgerð er meðferðarmöguleiki sem ætti
að vera kjörin hjá hraustum eldri sjúklingum með
óstöðug mjaðmarbrot, þar sem hætta á gróanda-
truflunum er mikill og lífslíkur sjúklinganna eru góð-
ar.
31. Staðbundið krabbamein í
blöðruhálskirtli á íslandi 1983 og
1984; banvænn sjúkdómur
Jón Tómasson, Eiríkur Jónsson, Laufey
Tryggvadóttir, Kristrún Benediktsdóttir, Hrafn
Tulinius
íslenska krabbameinsskráin
Inngangur: Deilt er um hvort meðhöndla þurfi
sjúklinga sem greinast með staðbundið krabbamein í
blöðruhálskirtli.
Efniviður: Árin 1983 og 1984 greindust samtals 132
karlmenn á lífi með adenocarcinoma prostatae og
var þeim skipt niður í þrjá hópa eftir greiningarstigi.
Fjörutíu og tveir voru á stigi A1 (huldumein, (lat-
ent), 40 höfðu meinvörp við greiningu (Ml) en 50
staðbundinn sjúkdóm (MO). Farið var yfir sjúkra-
gögn, dánarvottorð og upplýsingar fengnar um sjúk-
dómsástand þeirra sem eru á lífi.
Niðurstöður: Nær allir í M1 hópnum fengu horm-
ónameðferð við greiningu á meðan A-1 hópurinn
fékk enga meðferð. Af þeim 50 sem höfðu stað-
bundið krabbamein (MO) fengu við greiningu átta
geislameðferð, einn brottnám kirtils, 13 hormóna-
meðferð og 28 enga meðferð. Sjúkdómssértæk lifun
(cause specific survival) var reiknuð út samkvæmt
Kaplan-Meier lifunar greiningu. Einungis einn
sjúklingur (2%) með huldumein (Al) hefur látist úr
sjúkdómum 11 árum eftir greiningu en helmingur
sjúklinga með M1 sjúkdóm lést innan tveggja ára.
Lifun sjúklinga með staðbundið krabbamein var
71% eftir fimm ár og 36% eftir 10 ára.
Ályktun: Huldukrabbamein (A-l) hafa góðar
horfur og þarfnast einungis eftirlits en sjúklingum
með útbreiddan sjúkdóm við greiningu reiðir illa af.
Sjúklingar með stasðbundið krabbamein reyndust
hins vegar vera í mikilli hættu á að deyja úr sjúk-
dómnum á fyrsta áratugnum eftir greiningu og full
þörf virðist því á meðferð.
32. Wilmsæxli á íslandi 1961 til 1995
Ingólfur Einarsson'>, Tómas Guðbjartsson2>,
Guðmundur Vikar Einarsson2,31, Jóhann Heiðar
Jóhannsson4>, Guðmundur Jónmundsson'1,
Guðmundur Bjarnason'1
11Barnaspítali Hringsins, 2>þvagfceraskurðdeild
Landspítalans, 3>lœknadeild Háskóla íslands,
41 Rannsóknastofa Háskóla íslands í meinafrœði
Wilmsæxli eru illkynja sjúkdómur í nýrum og
greinist yfirleitt hjá ungum börnum. Lítið er vitað
um sjúkdóminn hér á landi. Tilgangur þessarar aft-
urskyggnu rannsóknar var að kanna faraldsfræði
Wilmsæxla á Islandi, sjúkdómseinkenni, meðferð og
lífshorfur sjúklinganna.
Alls greindust 17 einstaklingar, 15 börn og tveir
fullorðnir (25 og 29ára), með sjúkdóminn á tímabil-
inu 1. janúar 1961 til 31. desember 1995, samkvæmt
krabbameinskrá Krabbameinsfélags íslands. Með-
alaldur barnanna var 33 mánuðir (bil fimm mánuðir
til sex ár). Kvenkyns einstaklingar voru fleiri en
karlkyns, eða 10 á móti sjö. Upplýsingar um ein-
kenni, niðurstöður rannsókna og meðferð fengust úr
sjúkraskrám. Öll vefjasýnin voru yfirfarin og æxlin
stiguð (NWTS flokkun).
Nýgengi á rannsóknartímabilinu reyndist 0,2 (1,0
fyrir börn innan 15 ára). Helstu einkenni voru fyrir-
ferð í kviðarholi (65%) og kviðverkir/óværð (53%).
Þvagfæramyndataka, gerð í 14 tilvikum, leiddi alltaf
í ljós sjúkdóm í nýra. Við greiningu var einn ein-
staklingur á stigi I (6%), sex á stigi II (35%) og sjö á
stigi III (41%). Tveir voru með meinvörp í lungum
(stig IV) og einn með æxli í báðum nýrum (stig V) og
er hann á lífi í dag. Nýrabrottnám var gert hjá öllum,
en tveir dóu í kjölfar aðgerðar (skurðdauði 12%). Af
hinum 15 fengu 13 geislameðferð og 12 lyfjameðferð
(10 fengu bæði geisla og lyf). Meingerð æxlanna var
hefðbundin, en viilivöxtur (anaplasia) sást í einu
tilviki. Fimm ára lifun þeirra átt sem greindust 1961-
1976 er 25% og 61% fyrir þá sem greindust 1977-
1995 (p=0,13). Fyrir hópinn í heild eru fimm ára
lífshorfur 42%.
Wilmsæxli eru sjaldgæf á Islandi. Nýgengi er svip-
að og í vestrænum löndum. Á síðari hluta rannsókn-
artímabilsins er tilhneiging til bættra lífshorfa, senni-
lega vegna breyttrar meðferðar.
33. Getur fínasteríð hamið
aukningu einkenna góðkynja
blöðruhálskirtilsstækkunar?
Guömundur Vikar Eiitarsson'2>, Þorsteinn
Gíslason31, Jens Torup Andersen4>, skandinavíski
BPH rannsóknarlwpurinn
‘'Þvagfœraskurðdeild Landspítalans, 2>lœknadeild
Háskóla íslands, 3>þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss
Reykjavtkur, 4>Hvidovre Hospital,
Kaupmannahafnarháskóli
Tilgangur: Hvort árangur lyfleysu á menn með