Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 16
276
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Bráð kransæðastífla á
íslandi 1982-1983
Horfur og áhrifaþættir fyrir daga segaleysandi meðferðar
Uggi Agnarsson, Nikulás Sigfússon, Inga Ingibjörg Guömundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir
Agnarsson U, Sigfússon N, Guðmundsdóttir II, Stef-
ánsdóttir I
Acute myocardial infarction in Iceland 1982-1983.
Prognosis and risk factors in the pre-thrombolytic
era
Læknablaðið 1996; 82: 276-85
This nationwide study describes the short- and long-
term outcome of acute myocardial infarction in Ice-
land 1982-83 prior to the routine use of aspirin and
thrombolytic therapy.
The material consists of 486 cases of acute myocar-
dial infarction, 390 men and 96 women aged 25-64
years. Death prior to hospitalization occured in 124
cases but hospital treatment was given to 287 men
and 75 women. Evidence of a previous myocardial
infarction was found in 22%. An anterior myocar-
dial infarction was present in 29% and an inferior
myocardial infarction was present in 31%. The 28
day mortality was 12.4% but the long-term mortality
over a mean of 7.1 year was 35.9%.
The principal determinants of the risk of death in
both sexes were ST-segmentelevation on admission
ECG with a relative risk of 1.78, the use of digitalis
and diuretics prior to the onset of an acute myocar-
dial infarction with a relative risk of 1.89 and 1.72.
Those treated with inotrophics in hospital had a
relative risk of 2.81 but patients treated with anti-
coagulants in hospital had an improved prognosis
with a relative risk of 0.45 but nitrates and b-block-
ers did not affect the outcome.
Ágrip
Rannsókn þessi nær til allra skráðra tilfella
af kransæðastíflu á íslandi fyrir árin 1982-1983.
Frá Rannsóknarstöð Hjartaverndar. Fyrirspurnir, bréfa-
skipti: Uggi Agnarsson, Rannsóknarstöð Hjartaverndar,
Lágmúla 9,108 Reykjavík.
Á þeim tíma var meðferð með segaleysandi
lyfjum og acetýlsalícýlsýru ekki hafin hér á
landi.
Alls voru skráðir 486 sjúklingar nreð bráða
kransæðastíflu, 390 karlar og 96 konur á aldr-
inunr 25-64 ára.
Þá létust 124 sjúklingar áður en tókst að
flytja þá á sjúkrahús en 287 karlar og 75 konur
voru lagðar inn á sjúkrahús. Vísbendingar um
fyrri kransæðastíflu voru taldar vera fyrir hendi
í 22% tilfella. Áverki á framvegg hjartans var
talinn vera til staðar hjá 29% sjúklinga, en
áverki á undirvegg hjá 31% sjúklinga. Dánar-
tíðni inniliggjandi sjúklinga var 12,4% innan 28
daga frá byrjun einkenna en dánartíðni yfir
lengra tímabil (að meðaltali 7,1 ár) var 35,9%.
Helstu áhrifaþættir á horfur voru metnir.
Meðferð með þvagræsilyfjum og dígítalis við
upphaf einkenna og ST-bil hækkun á hjartariti
við komu sýndu allir fylgni við aukna áhættu
með hlutfallsstuðlum 1,72, 1,89 og 1,78 fyrir
hvern þátt um sig. Þá var fylgni við notkun
hjartastyrkjandi lyfja á sjúkrahúsi með áhættu-
stuðli 2,81 en hins vegar reiknaðist áhættu-
stuðull 0,45 hjá þeim sem fengu blóðþynnandi
meðferð á sjúkrahúsi. Notkun 8-blokka og
nítrata virtust ekki hafa áhrif á horfur.
Inngangur
Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur fyrir
íslands hönd tekið þátt í fjölþjóðlegu rann-
sóknarverkefni á vegum Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (WHO) svokallaðri MONICA-
rannsókn (MONItoring of trends and deter-
minants in CArdiovascular diseases). Þessi
rannsókn miðar að því að rannsaka nýgengi,
meðferð og dánartíðni kransæðastíflu ásamt