Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 90

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 90
340 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 10. grein TR er hvenær sem er heimilt að krefja lækni skýringa á reikn- ingi og stöðva greiðslu á honum þar til svar læknis berst. Pá skal læknum TR heimilt án fyrirvara að fara á stofur lækna, skoða sjúklingabókhald og önnur þau gögn, sem þeir telja nauðsynleg til staðfestingar læknisverks. Telji tryggingayfirlæknir eða deildarstjóri sjúkratrygginga- deildar TR að sérfræðingur hafi brotið skyldur sínar samkvæmt samningi þessum eða starfshátt- um hans sé á einhvern hátt ábótavant, skal það tilkynnt lækninum bréflega og umsagnar hans óskað. Afrit þess bréfs skal sent stjórn LR. Læknirinn skal gefa umsögn sína innan sjö sól- arhringa frá móttöku bréfsins. Teljist málið þá ekki til lykta leitt skal það lagt fyrir sáttafund samninganefnda aðila. Náist þar ekki samkomulag skal mál- ið lagt fyrir gerðardóm sam- kvæmt 11. grein. 11. grein Gerðardómur sker úr ágrein- ingi samkvæmt 10. grein svo og öðrum atriðum, sem varða framkvæmd samnings þessa. Aðilar að málum fyrir gerðar- dómi geta verið TR og LR fyrir hönd einstakra lækna. Gerðardómur skal svo skip- aður fyrir hvert samningstíma- bil: Læknafélag Reykjavíkur skipar einn mann, Trygginga- stofnun ríkisins einn og Héraðs- dómur Reykjavíkur einn mann, nema samkomulag verði um annað og skal hann vera for- maður dómsins. TR greiðir kostnað við störf dómsins. Gerðardómur hefur vald til að fella fullnaðarúrskurð í öllum deilumálum milli Læknafélags Reykjavíkur og Trygginga- stofnunar ríkisins út af samningi þessum. Slík mál, sem aðilar eiga óskoraða aðild að, skulu ekki borin undir dómstóla, nema þegar um fullnægingu dóms er að ræða. í gerðardómi ræður afl at- kvæða úrslitum. Komi fram þrjú mismunandi atkvæði, ræð- ur atkvæði formanns. 12. grein Samningur þessi kemur í stað samninga aðila frá 12. janúar 1991 og 15. ágúst 1995 og gildir frá 1. janúar 1996 og er uppsegj- anlegur með þriggja mánaða fyrirvara eftir 30. nóvember 1996. Fyrir 1. janúar ár hvert skal samið um einingarverð, einingafjölda og skerðingar- hlutfall komandi árs. Einstakir læknar, sem ekki vilja lengur starfa fyrir sjúkra- tryggingarnar, skulu tilkynna það skriflega til TR með þriggja mánaða fyrirvara miðað við mánaðamót, hvenær þeir muni hætta störfum. TR er heimilt með sama upp- sagnarfresti að segja samningi þessum upp gagnvart lækni, sem hefur orðið uppvís að mis- beitingu gjaldskrár eða uppfyll- ir ekki skyldur sínar samkvæmt samningnum að öðru leyti til dæmis vegna atriða í 4. mgr. 2. greinar. Sé um stórkostlegt misferli hjá lækni að ræða, getur TR fyrirvaralaust sagt upp samn- ingnum gagnvart honum. Skal það tilkynnt lækninum bréflega og afrit sent stjórn LR. 13. grein Af hálfu LR er samningur þessi háður því að engin breyt- ing verði á framkvæmd tilvísana af hálfu hins opinbera og áskilur félagið sér rétt til að segja samn- ingi þessum upp fyrirvaralaust, verði breyting á framkvæmd þeirra. Ákvæði til bráðabirgða Á árinu 1996 skal haldið að- greindum þeim klínísku verk- um, sem unnin eru í húsnæði opinberra stofnana eða í hús- næði stofnana, sem fá fjárfram- lög frá opinberum aðilum, sam- anber fylgiskjal með samningi þessum. Sérfræðingar, sem vinna slík verk skuldbinda sig til að gefa TR viðbótarafslátt ef heildareiningafjöldi á öllu land- inu vegna þessara verka fer fram úr 2.268.000 einingum, eftir afslátt samkvæmt 3. gr. f. Uppgjör skal vera með sama hætti og greinir í 4. gr. Skipu- lagðar ferðir sérfræðinga út á land á vegum heilbrigðisstjórn- arinnar eru þó undanþegnar og falla undir klínísk verk sam- kvæmt 4. gr. Miðað er við, að rekstur á einstökum stofnunum aukist ekki frá því, sem verið hefur. Sérfræðingur, sem hyggst færa verk af stofnun yfir á einkastofu verður að tilkynna það fyrirfram til samráðsnefnd- ar og skilgreina umfang flutn- ings. Samráðsnefnd er heimilt að flytja einingar samkvæmt 1. mgr. þessarar gr. og bæta þeim við heildareiningar klínískra sérfræðilækna samkvæmt 4. gr. Samningur þessi er gerður með fyrirvara um samþykki tryggingaráðs og félagsfundar Læknafélags Reykjavíkur. Reykjavík, 7. mars 1996 F.h. samninganefndar TR F.h. samninganefndar LR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.