Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 73
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 325 félagsmenn“. Frá áramótum voru samningar aftur lausir. Seinni part febrúar urðum við þess áskynja að verið væri að semja aftur og á svipuðum nót- um og áður. Helgi V. Jónsson formaður samninganefndar rík- isins lét hafa eftir sér í Tímanum 29. febrúar að einu nýmælin í nýja samningnum væru að ætl- ast væri til að umsókn hvers læknis yrði skoðuð sérstaklega með tilliti til þess hvort þörf væri á fleiri sérfræðingum í við- komandi sérgrein. Að öðru leyti yrðu aðgengistakmörk eins. Sagði Helgi sátt um þessa takmörkun. Ungir læknar létu óánægju sína í ljósi við forráða- menn LR og viðtal birtist við formann FUL í Morgunblaðinu 1. mars, þar sem þeirri skoðun var haldið fram að ekki mætti gera samning þar sem ákvæði um skert aðgengi nýrra sérfræð- inga væri enn inni. Samþykkt aðalfundar ætti að binda menn. Samt sem áður var skrifað undir og boðað til atkvæðagreiðslu um samninginn með rúmlega tveggja daga fyrirvara. Fundur var haldinn sunnu- daginn 10. mars í Hlíðasmára. Þangað voru mættir fjölmargir sérfræðingar sem starfa sam- kvæmt samningi LR og TR. Jafnframt voru á fundinum rúmlega 40 unglæknar, komnir til að mótmæla samningnum. Fulltrúi unglækna útskýrði hvers vegna við teldum rangt að semja á þessum nótum og kynnti harðorð mótmæli full- trúa félaga íslenskra lækna er- lendis. Nær allir sérfræðingar sem á fundinum voru studdu málstað okkar í orði, 39 á borði, en svo fór að 54 samþykktu samninginn en 39 voru á móti (einvörðungu þeir er starfa samkvæmt samningnum mega greiða atkvæði um hann). Síðan hafa margir sérfræðingar komið til okkar með þau huggunarorð að þessu ákvæði um takmörkun verði aldrei beitt. Hvað vita þeir um það? Möguleikinn er fyrir hendi og það er aldrei að vita hvenær það hentar trygginga- stofnun að loka alveg dyrunum. Einhliða bókun formanns LR um að það sé skilningur lækna- samtakanna að þessu ákvæði verði ekki beitt er marklaus. III. Astæður þess að ungir læknar telja að samningurinn sé ólöglegur eru nokkrar. Fyrir það fyrsta teljum við hann stríða gegn samkeppnis- lögum (nr. 8/1993 m.br. nr. 24/ 1994). Samkvæmt samkeppnis- lögum mega ákveðnir aðilar ekki skerða aðgang og sam- keppnisstöðu nýrra aðila á markaði. Það er ljóst að LR hef- ur markaðsráðandi aðstöðu. Samningurinn hjálpar félaginu að ná, viðhalda og styrkja mark- aðsyfirráð sín og félagsmanna LR og felur því í sér samkeppn- ishömlur. Læknir sem stendur utan samningsins fær ekki greitt frá TR. Hann verður því að fá þjónustu sína að fullu greidda frá sjúklingi, sem rýrir sam- keppnisstöðu hans. Að auki er þarna markaðsráðandi fyrir- tæki, það er að segja LR, að semja um að nýjum sérfræðing- um megi halda utan samnings, það er viðskiptasynjun og að okkar mati ólöglegt. Enn eitt er það hvort samningur af þessu tagi sé ekki samráð á milli aðila á sama sölustigi sem er ólöglegt (sem sagt að læknar megi ekki gera eina gjaldskrá og miða við hana). FUL sendi kæru til Sam- keppnisstofnunar í nóvember síðastliðnum. Svar er ekki kom- ið og kæruna þarf að endurnýja nú eftir að nýr samningur hefur verið gerður. Á það ber að minna að margir þeirra er börðust fyrir samþykkt samningsins nú töluðu hvað fjálglegast um að sjúklingur ætti að hafa rétt til þess að leita til hvaða læknis sem vera skyldi í tilvísanadeilunni í fyrra. Sú meginregla virðist gleymd nú, þegar meina á nýjum kollegum aðgang að samningi. Reyndar hljóðaði ályktun nr. X. á aðal- fundi LÍ svo: „ Aðalfundur... telur að farsœl samskipti sjúk- lings og lœknis byggist á frjálsu vali sjúklings á þeim lcekni sem hann kýs. “ Það er ekki um frjálst val að ræða þegar sumir eru á samningi en aðrir ekki. Ut frá lögum LR og LÍ er samningurinn mjög hæpinn. í 7. grein laga LÍ segir „Samþykktir aðalfundar eru bindandi fyrir aðildarfélögin og félagsmenn “. Hvers vegna framfylgir þá LÍ ekki samþykkt sinni frá því á aðalfundi í haust og neitar að skrifa upp á nýgerðan samning LR og TR? Boðun á fundinn þar sem at- kvæði voru greidd var mjög vafasöm. Þrátt fyrir að þar hafi aðeins þeir sem störfuðu sam- kvæmt samningnum átt atkvæð- isrétt er ljóst að um var að ræða félagsfund hjá LR. Samkvæmt lögum LR (10. grein) skal boða reglulega fundi með viku fyrir- vara, skriflega. Ekki er rætt um að aðra fundi eigi að boða með skemmri fyrirvara og heimild til slíkrar hraðboðunar þarf að vera skýr í lögum félags til að henni megi beita, samkvæmt lögfræðiáliti Láru V. Júlíusdótt- ur. Skrifleg boðun þýðir að bréf þarf að berast til hvers og eins sem boðaður er á fundinn. Þótt hefð sé fyrir skemmri boðun þá gerir sú hefð slíka skemmri boð- un ekki löglega, segir lögfræði- álitið einnig. Við teljum því ólöglega til fundarins 10. mars boðað og viljum að allt það sem þar fór fram verði dæmt ólög- mætt. I 29. grein siðareglna lækna, Codex Ethicus, segir: „Lœkni er ósœmandi að eiga þátt í eða stuðla að ráðstöfunum sem leitt geta til skerðingar á atvinnuör- yggi annars lœknis. “ Hvað er þessi samningur annað en vís-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.