Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 50
304
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
úrnám gegnum þvagrás (TURP). Árið 1994 var talið
brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr-
náms á FSA, fyrst og fremst vegna aldurs tækjanna,
gamallar hönnunar og aukinnar tíðni fylgikvilla. í
rannsókn þessari er gerð grein fyrir því hvort sparn-
aður hafi náðst við fjárfestinguna.
Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk
fyrir tímabilið 1992-1994, þegar eldri tækin voru not-
uð (hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10
mánaða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995-
1996 (hópur B= 48 sjúklingar). Aldur, fjöldi sjúk-
linga með þvagteppu, áhættuflokkur og þyngd vef-
úrnáms voru sambærileg milli hópanna. Skráð var
eftirfarandi: Dánartíðni, innlagnir vegna fylgikvilla,
fjöldi legudaga, tímalengd aðgerða og svæfingar-
vinnu. Meðalkostnaður var áætlaður 25.000 íslensk-
ar krónur á legudag á deildaskiptu sjúkrahúsi.
Niðurstöður: Einn sjúklingur lést í hópi A (1,4%),
en enginn í hópi B fyrsta mánuðinn eftir aðgerð.
Heildarfjöldi legudaga var 740 dagar í hópi A, en
400 í hópi B, sem gerir samtals í kostnaði 18.500.000
og 10.000.000 krónur í sömu hópum. Meðaltals-
kostnaður á sjúkling í hópi A verður 256.944 og
208.333 í hópi B og mismunurinn milli hópanna því
48.611 krónur. Heildarsparnaður verður 48.611
krónur sinnum 48 sjúklingar, eða 2.333.328 krónur.
Gerð verður frekari grein fyrir kostnaði vegna fylgi-
kvilla, sem voru tíðari í hópi A.
Ályktun: Verulegur fjármagnssparnaður getur
náðst við fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði.
20. Hvekkúrnám gegnum þvagrás
vegna hvekkauka á FSA. Breytir
tilkoma nýs tækjabúnaðar legu-
og aðgerðartíma?
Valur Þór Marteinsson, Shree S. Datye
Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri
Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna
hvekkauka, sem til meðferðar hafa komið á FSA,
hefur verið hvekkúrnám gegnum þvagrás. Talið var
brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr-
náms á FSA og ein rökin voru þau að reyna að stytta
legu- og aðgerðartíma. í rannsókninni var gerður
samanburður á þessum þáttum fyrir og eftir tækja-
kaupin.
Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk
fyrir tímabilið 1992-1994, þegar eldri tækin voru not-
uð (hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10
mánaða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995-
1996 (hópur B= 48 sjúklingar). Aldur, fjöldi sjúk-
linga með þvagteppu, áhættuflokkur og þyngd vef-
úrnáms var sambærilegt milli hópa. Skráð var eftir-
farandi: Legudagafjöldi, legudagar fyrir og eftir að-
gerð, legudagar tengdir innlögnum vegna
fylgikvilla, tímalengd aðgerða og svæfingarvinnu.
Niðurstöður eru gefnar sem miðtala og interkvartíl.
Niðurstöður: Heildarfjöldi legudaga var níu (7,5-
12) og sjö (5-9) í hópum A og B (p=0,001). Legu-
dagar fyrir aðgerð voru tveir í báðum hópunum, en
sjö (5-8) og fimm (3-7) eftir aðgerð í hópum A og B
(p=0,001). Aðgerðartími var 52,5 (35,5-66,5) og
27,5 (20-35) mínútur (p=0,0001), en svæfingar-
vinnutími 90 (75-120) og 55 (20-60) mínútur
(p=0,0001) í hópum A og B. Með aðgerðartíma
(=viðvera skurðlæknis) sem viðmiðun voru numin
0,29 og 0,57 g/mín. af vefi á brott í hópum A og B.
Ályktun: Nýr tækjabúnaður styttir marktækt legu-
og aðgerðartíma við hvekkúrnám gegnum þvagrás.
21. Hvekkúrnám gegnum þvagrás
vegna hvekkauka á FSA. Breytir
tilkoma nýs tækjabúnaðar
fylgikvillum aðgerða?
Vaiur Þór Marteinsson, Shree S. Datye
Handlœkningadeild FSA
Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna
hvekkauka, sem til meðferðar hafa komið á FSA,
hefur verið hvekkúrnám gegnum þvagrás. Talið var
brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr-
náms á FSA og ein megin rökin voru þau að draga úr
fylgikvillum. I rannsókninni er gerður samanburður
á fylgikvillum fyrir og eftir tækjakaup.
Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk
fyrir tímabilið 1992-94, þegar eldri tækin voru notuð
(hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10 mán-
aða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995-6 (hóp-
ur B= 48 sjúklingar). Sjúklingar sem höfðu aðra
sjúkdómsgreiningu en hvekkauka fyrir aðgerð voru
útilokaðir. I hópi A voru 17/72 (23,6%) með þvag-
teppu fyrir aðgerð en 19/48 (39,6%) í hópi B
(p=0,09). Aldur, áhættuflokkur og þyngd vefúr-
náms voru sambærileg. Skráð var eftirfarandi: Dán-
artíðni, blóðgjafir, innlagnir vegna fylgikvilla (innan
sex vikna), aðgerðir vegna blæðinga og þvagrásar-
þrengsla.
Niðurstöður: Einn sjúklingur lést í hópi A (1,4%),
en enginn í hópi B fyrsta mánuðinn eftir aðgerð. Níu
(12,5%) úr hópi A fengu blóðgjöf f eða eftir aðgerð
en þrír (6,2%) f hópi B. Tveir (2,7%) úr hópi A og
einn (2,1%) úr hópi B fóru í aðgerð vegna blæðinga.
í hópi A fóru 13 (18,1%) í aðgerð vegna þvagrásar-
þrengsla, en enginn í hópi B (p=0,005). Fjórtán
(19,4%) úr hópi A og einn (2,1%) úr hópi B voru
lagir inn vegna fylgikvilla (p=0,01).
Ályktun: Marktækur munur varð á tíðni þvagrás-
arþrengsla og annarra fylgikvilla eftir að nýr tækja-
búnaður var tekinn í notkun.