Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 50
304 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 úrnám gegnum þvagrás (TURP). Árið 1994 var talið brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr- náms á FSA, fyrst og fremst vegna aldurs tækjanna, gamallar hönnunar og aukinnar tíðni fylgikvilla. í rannsókn þessari er gerð grein fyrir því hvort sparn- aður hafi náðst við fjárfestinguna. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk fyrir tímabilið 1992-1994, þegar eldri tækin voru not- uð (hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10 mánaða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995- 1996 (hópur B= 48 sjúklingar). Aldur, fjöldi sjúk- linga með þvagteppu, áhættuflokkur og þyngd vef- úrnáms voru sambærileg milli hópanna. Skráð var eftirfarandi: Dánartíðni, innlagnir vegna fylgikvilla, fjöldi legudaga, tímalengd aðgerða og svæfingar- vinnu. Meðalkostnaður var áætlaður 25.000 íslensk- ar krónur á legudag á deildaskiptu sjúkrahúsi. Niðurstöður: Einn sjúklingur lést í hópi A (1,4%), en enginn í hópi B fyrsta mánuðinn eftir aðgerð. Heildarfjöldi legudaga var 740 dagar í hópi A, en 400 í hópi B, sem gerir samtals í kostnaði 18.500.000 og 10.000.000 krónur í sömu hópum. Meðaltals- kostnaður á sjúkling í hópi A verður 256.944 og 208.333 í hópi B og mismunurinn milli hópanna því 48.611 krónur. Heildarsparnaður verður 48.611 krónur sinnum 48 sjúklingar, eða 2.333.328 krónur. Gerð verður frekari grein fyrir kostnaði vegna fylgi- kvilla, sem voru tíðari í hópi A. Ályktun: Verulegur fjármagnssparnaður getur náðst við fjárfestingu í nýjum tækjabúnaði. 20. Hvekkúrnám gegnum þvagrás vegna hvekkauka á FSA. Breytir tilkoma nýs tækjabúnaðar legu- og aðgerðartíma? Valur Þór Marteinsson, Shree S. Datye Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna hvekkauka, sem til meðferðar hafa komið á FSA, hefur verið hvekkúrnám gegnum þvagrás. Talið var brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr- náms á FSA og ein rökin voru þau að reyna að stytta legu- og aðgerðartíma. í rannsókninni var gerður samanburður á þessum þáttum fyrir og eftir tækja- kaupin. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk fyrir tímabilið 1992-1994, þegar eldri tækin voru not- uð (hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10 mánaða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995- 1996 (hópur B= 48 sjúklingar). Aldur, fjöldi sjúk- linga með þvagteppu, áhættuflokkur og þyngd vef- úrnáms var sambærilegt milli hópa. Skráð var eftir- farandi: Legudagafjöldi, legudagar fyrir og eftir að- gerð, legudagar tengdir innlögnum vegna fylgikvilla, tímalengd aðgerða og svæfingarvinnu. Niðurstöður eru gefnar sem miðtala og interkvartíl. Niðurstöður: Heildarfjöldi legudaga var níu (7,5- 12) og sjö (5-9) í hópum A og B (p=0,001). Legu- dagar fyrir aðgerð voru tveir í báðum hópunum, en sjö (5-8) og fimm (3-7) eftir aðgerð í hópum A og B (p=0,001). Aðgerðartími var 52,5 (35,5-66,5) og 27,5 (20-35) mínútur (p=0,0001), en svæfingar- vinnutími 90 (75-120) og 55 (20-60) mínútur (p=0,0001) í hópum A og B. Með aðgerðartíma (=viðvera skurðlæknis) sem viðmiðun voru numin 0,29 og 0,57 g/mín. af vefi á brott í hópum A og B. Ályktun: Nýr tækjabúnaður styttir marktækt legu- og aðgerðartíma við hvekkúrnám gegnum þvagrás. 21. Hvekkúrnám gegnum þvagrás vegna hvekkauka á FSA. Breytir tilkoma nýs tækjabúnaðar fylgikvillum aðgerða? Vaiur Þór Marteinsson, Shree S. Datye Handlœkningadeild FSA Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna hvekkauka, sem til meðferðar hafa komið á FSA, hefur verið hvekkúrnám gegnum þvagrás. Talið var brýnt að endurnýja eldri tækjabúnað til hvekkúr- náms á FSA og ein megin rökin voru þau að draga úr fylgikvillum. I rannsókninni er gerður samanburður á fylgikvillum fyrir og eftir tækjakaup. Aðferðir og efniviður: Rannsóknin var afturvirk fyrir tímabilið 1992-94, þegar eldri tækin voru notuð (hópur A= 72 sjúklingar), en framsæ fyrir 10 mán- aða tímabil sem nýju tækin voru notuð 1995-6 (hóp- ur B= 48 sjúklingar). Sjúklingar sem höfðu aðra sjúkdómsgreiningu en hvekkauka fyrir aðgerð voru útilokaðir. I hópi A voru 17/72 (23,6%) með þvag- teppu fyrir aðgerð en 19/48 (39,6%) í hópi B (p=0,09). Aldur, áhættuflokkur og þyngd vefúr- náms voru sambærileg. Skráð var eftirfarandi: Dán- artíðni, blóðgjafir, innlagnir vegna fylgikvilla (innan sex vikna), aðgerðir vegna blæðinga og þvagrásar- þrengsla. Niðurstöður: Einn sjúklingur lést í hópi A (1,4%), en enginn í hópi B fyrsta mánuðinn eftir aðgerð. Níu (12,5%) úr hópi A fengu blóðgjöf f eða eftir aðgerð en þrír (6,2%) f hópi B. Tveir (2,7%) úr hópi A og einn (2,1%) úr hópi B fóru í aðgerð vegna blæðinga. í hópi A fóru 13 (18,1%) í aðgerð vegna þvagrásar- þrengsla, en enginn í hópi B (p=0,005). Fjórtán (19,4%) úr hópi A og einn (2,1%) úr hópi B voru lagir inn vegna fylgikvilla (p=0,01). Ályktun: Marktækur munur varð á tíðni þvagrás- arþrengsla og annarra fylgikvilla eftir að nýr tækja- búnaður var tekinn í notkun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (15.04.1996)
https://timarit.is/issue/364663

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (15.04.1996)

Aðgerðir: