Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 303 við sívöktun á tveimur sjúklingum þar sem hætta var á myndun vöðvahólfaheilkennis í ganglimum, hjá öðrum vegna notkunar aorta-ballon pumpu og hin- um vegna tengingar hjarta-/lungnavélar í nára. Tækni þessi er auðveld í notkun og virðist óhætt að mæla með að slíkar mælingar á þrýstingi í vöðva- hólfum verði gerðar hjá þeim sjúklingum sem líkleg- ir eru til að fá vöðvahólfaheilkenni og eru meðvit- undarlitlir eða meðvitundarlausir. 16. Kransæðaaðgerðir á Landspítalanum 1995 Kristiiin B. Jóhannsson, Hörður Alfreðsson, Þórarinn Arnórsson, Bjarni Torfason, Grétar Ólafsson, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítalans Hjartaaðgerðir hófust á Landspítalanum 14. júní 1986. Síðan hafa verið gerðar um 1700 hjartaaðgerð- ir. Frá byrjun hefur arteria mammarii interna verið notuð og má leiða rök að því að notkun hennar eigi mikinn þátt í hversu tíðni enduraðgerða á sjúkling- um er lág. Það hefur margt breyst á þessum 10 árum. Að- gerðum á sjúklingum yfir sjötugt hefur fjölgað. Heildaraaðgerðartími hefur styst, tangar- og vélar- tími einnig. í>á er tíðni blæðinga eftir aðgerðir minni. Dvöl á gjörgæslu hefur styst til muna og er nú einn sólarhringur. Sjúklingur sem gengst undir kransæðaaðgerð útskrifast yfirleitt af legudeild eftir sjö til 10 daga ef engir aukakvillar verða. A árinu 1995 gengust 195 sjúklingar undir krans- æðaaðgerðir, 95 þeirra voru með langvarandi hjarta- öng, 85 með hvikula hjartaöng og 15 teknir í aðgerð í skyndi vegna yfirvofandi hjartadreps. Þrír sjúklingar létust við þessar aðgerðir. Ekkert dauðsfall var við venjulegar kransæðaaðgerðir á skurðstofu. Einn sjúklinganna þriggja fékk mesenteric thrombosu og lést á gjörgæsludeild. Annar fór í endurkransæðaað- gerð og lést á skurðstofu. Sá þriðji var með slagæðar- gúlp á framvegg og kransæðasjúkdóm en hann lést 10 dögum eftir aðgerð. A þinginu verður gerð nánari grein fyrir aldri sjúklinganna, kynjaskiptingu, almennu ástandi þeirra fyrir aðgerð og ástandi kransæða og vinstri slegils. Tíðni helstu aukakvilla verður rakin og ástand sjúklinganna við útskrift. 17. Blóðflögufæð og segamyndun vegna heparínmeðferðar hjá æðasjúklingum. Tvö sjúkratilfelli Ragnhildur Steinbach, Jón H.H. Sen, Halldór Jóhannsson Æðaskurðdeild Landspítalans A tímabilinu frá nóvember 1994 til janúar 1995 voru tveir sjúklingar til meðferðar á æðaskurðdeild Landspítalans sem fengu blóðflögufæð og sega- myndun sem fylgikvilla við heparínmeðferð, að því er talið er. Endaði þetta með því að það þurfti að aflima ganglim á báðum sjúklingunum. Báðir sjúk- ingar voru með hjartaöng og komu í kransæða- myndatöku og síðan kransæðavíkkun og fengu hep- aríndreypi eins og venja er. Leiddi þetta til blóðsega í ganglim og þrátt fyrir endurteknar aðgerðir tókst ekki að bjarga útlimunum og þurfti að aflima þá. Kynnt verða sjúkratilfelli þessara sjúklinga. Talið er að 0,5-1% sjúklinga sem fá heparín fái bióðflögufæð og segamyndun sem getur valdið al- varlegum afleiðingum. Stundum þarf að aflima þessa sjúklinga vegna dreps í útlimum og jafnvel hefur þetta valdið dauða. Talið er að þetta sé vegna myndunar heparín ónæmisglóbúlín G ónæmisflækja á frumuhimnum blóðflagna og æðaþelsfrumna. Þar sem þetta er sjaidgæf og óvenjuleg aukaverkun hep- aríns er hætt við að greiningin sé ekki gerð tímanlega og heparíngjöf haldið áfram með alvarlegum afleið- ingum. 18. Brisstubbstenging í Whipples aðgerð vegna gallvegaæxlis Magnús E. Kolbeinsson", Jón Níelsson2> "Sjúkrahús Akraness, 2>Sjúkrahús Reykjavíkur Brissafaleki (pancreatic fistula) er einn algengasti fylgikvilli Whipples aðgerðar. Þegar meinsemdin er í brisinu sjálfu valda gangstíflur og bólgur þéttari kirtiláferð (firm pancreatic texture) og víkkun bris- gangs. Aukin vefþéttni og víður brisgangur auðveld- ar nær allar tengiaðferðir. Gallvegaæxli (cholangiocarcinoma) raska hins vegar sjaldnast áferð eða gangvídd briss. Að sauma í mjúkan brisvef og 2-3 mm brisgang eykur áhættu á tengileka og öðrum fylgikvillum. f þessum tilvikum er einfalt að setja togsaum af 0 gildleika (silki) að ofan og neðan í afskorna enda brissins (superiorly and inferiorly across the cut ed- ge of the pancreas) og síðan í gegnum görnina (jej- unum) 3-5 cm frá garnarendanum. Þegar togað er í saumana slíðrast brisið 3-5 cm inn í görnina. 3/0 saumar eru síðan notaðir til að festa garnarendann við brisyfirborðið. Oftast 10-12 saumar. Með þessari aðferð fer enginn saumur nálægt við- kvæmum og þröngum gangi brissins. Séu notaðir einþráðungar (monofilament) í togsauminn getur þurft að hnýta hann á 4-6 mm plötu (teflon) til að hindra að hnúturinn skerist í gegnum smágirnið. 19. Er unnt að spara peninga í heilbrigðiskerfínu með því að fjárfesta í nýjum tækjabúnaði? Valur Þór Marteinsson, Shree S. Datye Handlœkningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri Helsta aðgerðin við þvaglátaeinkennum vegna hvekkauka hjá körlum á íslandi hefur verið hvekk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.