Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 87
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
337
Samningur um sérfræðilæknishjálp
milli Læknafélags Reykjavíkur (LR) og
Tryggingastofnunar ríkisins (TR)
1. grein
Samningur þessi er um störf,
sem unnin eru á lækningastof-
um utan sjúkrastofnana, af
læknum, sem hlotið hafa viður-
kenningu heilbrigðisstjórnar í
tilteknum greinum læknisfræð-
innar öðrum en heimilis- og em-
bættislækningum og eru félagar
ÍLR.
Hópskoðanir og heilsuvernd-
arstörf falla utan samnings
þessa.
Samningur þessi nær til þeirra
sérfræðinga, sem þegar hafa
verið samþykktir af TR á undir-
skriftardegi hans. Aðrir sér-
fræðingar, sem vilja hefja störf á
stofu samkvæmt samningnum
skulu sækja um það til TR. í
umsókn skulu koma fram, auk
persónuupplýsinga og upplýs-
inga um sérfræðinám og sér-
fræðiréttindi, upplýsingar um
hvenær sérfræðingur hyggist
hefja störf, umfang væntanlegs
reksturs, það er opnunartíma
stofu, hvers kyns verk viðkom-
andi hyggst vinna, staðsetningu
stofu og rekstraráætlun. TR
skal við ákvörðun sína leita um-
sagnar samráðsnefndar sam-
kvæmt 9. gr. samnings þessa.
Skal nefndin í umsögn sinni
taka tillit til eðlilegrar endurnýj-
unar og nýrrar þekkingar auk
þess að meta þörf fyrir þjónustu
í viðkomandi sérgrein. Sam-
ráðsnefnd getur leitað til ráð-
gefandi nefndar, sem skal skip-
uð af heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra. í þeirri nefnd
skulu eiga sæti læknir tilnefndur
af landlækni, læknir tilnefndur
af Læknafélagi íslands og lækn-
ir frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu. Þar að auki
kalli nefndin til sín fulltrúa frá
hinum ýmsu sérgreinum eftir
því sem ástæður eru til. Hlut-
verk þessarar nefndar skal vera
eftirfarandi:
1. Metaþörffyrirsérfræðiþjón-
ustu og benda á hvar skortur
sé og hvar offramboð. Þessa
álitsgerð hefur samráðs-
nefnd til að styðjast við.
2. Gefa álit þegar um er að
ræða ágreining vegna synj-
unar um aðild að samningn-
um. Nefndin kallar þá til for-
mann viðkomandi sérgrein-
arfélags og skilar samráðs-
nefnd rökstuddu áliti.
TR skal svara umsókn innan
mánaðar frá því að umsögn
samráðsnefndar berst henni.
Læknar, sem samþykktir hafa
verið, geta hafið störf sam-
kvæmt samningi þessum.
Samningur þessi nær ekki til
nýrrar starfsemi lækna, sem
hefur hærri stofnkostnað en
nemur venjulegum stofnkostn-
aði lækningastofu, nema sér-
stakt samþykki TR komi til.
Læknar skulu tilkynna TR
um breytingar á staðsetningu
lækningastofu og á hvaða tíma
hún sé opin. Verulegar breyt-
ingar til aukningar á stofu-
rekstri eru háðar samþykki
samráðsnefndar TR og LR.
Lækningastofa skal uppfylla
kröfur TR og viðkomandi sér-
greinarfélags um lágmarksst-
aðal.
2. grein
Þeim sérfræðingum, sem full-
nægt hafa ákvæðum 1. gr., er
heimilt að taka sjúklinga til
meðferðar, rannsókna og að-
gerða gegn greiðslu frá sjúkra-
tryggingum samkvæmt umsam-
inni gjaldskrá.
Sérfræðingur má þó taka
sjúkling, sem til hans leitar, til
meðferðar, rannsókna og að-
gerða án greiðsluafskipta
sjúkratrygginga, ef sjúklingur
óskar.
Sérfræðingi, sem starfar sam-
kvæmt samningi þessum er
óheimilt að starfa jafnframt sem
almennur heimilislæknir, nema
sérstakt samþykki TR komi til,
enda skal samningur þessi á
engan hátt koma í veg fyrir að
því markmiði heilbrigðisyfir-
valda verði náð að frumlækn-
ingar og heilsuvernd séu unnin
af heimilislæknum og heilsu-
gæslustöðvum.
Þegar sérfræðingur hefur lok-
ið rannsókn sinni eða aðgerð á
sjúklingi, skal hann senda heim-
ilislækni hans eða heilsugæslu-
stöð skýrslu um niðurstöður
rannsókna, aðgerðir eða annað,
sem skiptir máli, þar á meðal
leiðbeiningar um framhalds-
stundun eða eftirlit. Ljúki með-
ferð sjúklings ekki á þremur
mánuðum, skal sérfræðingur
gefa heimilislækni upplýsingar
um heilsufar sjúklings. Trygg-
ingayfirlæknir skal eiga rétt á
samriti af bréfi sérfræðings til
heimilislæknis samkvæmt grein
þessari.
Sjúklingi er heimilt að óska
þess við lækni, að hann sendi
ekki upplýsingar honum við-
komandi til annarra lækna. Þess
skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni
er og skylt að útskýra fyrir sjúk-
lingi ábyrgð þá, sem þessu fylgir
fyrir sjúklinginn sjálfan.