Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 10
270 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 áður en tafarlaus víkkun við bráðri kransæða- stíflu komst að öðru leyti á dagskrá. Hann var í alvarlegu losti og lést þrátt fyrir víkkunina. Þessi grein fjallar ekki um slíka meðferð enda um aðrar aðstæður að ræða og annan sjúk- lingahóp sem hefur miklu verri horfur. Við kransæðavíkkun næst viðunandi lang- tímaárangur í um 75% tilvika. Síðkomin end- urþrengsli koma fram í um 25% tilvika, oftast einum til þremur mánuðum eftir víkkun. Þessir sjúklingar þurfa flestir að fara í endurvíkkun og fjórðungur þess hóps í þriðju víkkunina. Alvarlegir fylgikvillar kransæðavíkkunar eru fátíðir. Tvær nýjungar hafa aukið öryggi við víkkanir að miklum mun. Þetta eru gegnum- flæðisleggir (perfusions catheter) sem veita blóði gegnum stíflur í kransæðum tímabundið og forða hjartadrepi meðan viðeigandi ráðstaf- anir eru gerðar, og stoðnet (stent) sem eru líkust vírneti sem er spennt upp inni í æðinni til að „líma“ upp æðaþelsflipa sem flagnað hafa frá æðaveggnum (endothelial dissection) og valdið kransæðastíflu. Dugi þetta ekki getur þurft bráða hjartaskurðaðgerð. Handlækn- ingadeild Landspítalans og svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans hafa séð um þann öryggisþátt við víkkanirnar hér á landi. I upphafi níunda áratugarins var farið að gera kransæðavíkkanir tafarlaust í kjölfar vel heppnaðrar streptókínasameðferðar sem gefin var beint í kransæð (1). Ef ekki náðist að opna kransæð með slíkri lyfjagjöf var á þessum tíma einnig farið að víkka tafarlaust (2). Árið 1984 var sýnt fram á kosti tafarlausrar víkkunar einnar og sér fram yfir streptókínasagjöf í kransæð í framskyggnri slembirannsókn (3). Tafarlaus víkkun varð viðurkennd meðferð fyrir valda sjúklinga víða þar sem tök voru á að bjóða upp á hana (4-6). Stórar rannsóknir sem sýndu góðan árangur af segaleysandi lyfjagjöf í bláæð (7-8) stöðvuðu þessa þróun. Gripu margir þær niðurstöður fegins hendi, hættu taf- arlausum víkkunum og sluppu við vinnu og kostnað sem þeim fylgir. Gjöf segaleysandi lyfja í bláæð varð því ofan á, þótt ósannað væri að sú meðferð væri eins góð og tafarlausar víkkanir. Sumir gengu svo langt að segja að tafarlausar víkkanir hefðu verið kviksettar (9). Árið 1993 birtust niðurstöður úr tveimur rann- sóknum sem bentu til að þeir hefðu nokkuð til síns máls. í þessum rannsóknum virtist helsti ávinningurinn af tafarlausri kransæðavíkkun fram yfir segaleysandi meðferð vera að stíflaða æðin hélst oftar opin, útstreymisbrot vinstri slegils var hærra, færri fengu endurtekið hjartadrep og hjartakveisu og dauðsföllum og heilablæðingum fækkaði (10,11). Þessar rann- sóknir lagðar saman (meta-analysa) gáfu enn skýrari vísbendingar um kosti tafarlausrar kransæðavíkkunar með marktækt lægri dánar- tíðni, fækkun heilaáfalla og heilablæðinga og minni hættu á endurteknu hjartadrepi. Dánar- tíðnin lækkaði mest hjá sjúklingum með fram- veggsdrep og sjúklingum eldri en 70 ára (12). Ávinningur virðist einnig vera af tafarlausri kransæðavíkkun ef segaleysandi meðferð dug- ar ekki til að opna kransæð sjúklings (13). Taf- arlaus kransæðavíkkun gæti lækkað kostnað vegna sjúkrahúslegu og eftirmeðferðar, stytt legutíma og fækkað endurinnlögnum (14). Sjúklingar á Landspítalanum, sem grunaðir eru um bráða kransæðastíflu, eru metnir á hefðbundinn hátt með sjúkrasögu, skoðun og hjartalínuriti ásamt blóðrannsóknum. Um fjóra kosti er að ræða þegar meðferð við bráðri kransæðastíflu er valin; í fyrsta lagi hefðbundin lyfja- og stuðningsmeðferð, í öðru lagi sega- leysandi meðferð með streptókínasa eða tPA, (tissue plasminogen activator), í þriðja lagi taf- arlaus kransæðavíkkun og í fjórða lagi bráð kransæðaskurðaðgerð. Frá því í júní 1993 hefur verið gerð tafarlaus kransæðavíkkun hjá sjúk- lingum sem greinast með bráða kransæðastíflu á Landspítalanum, séu aðstæður til þess. Við segjum hér frá afdrifum sjúklinganna fimm sem fengu þessa meðferð fyrsta árið sem hún var veitt, það er frá 1. júní 1993 til 1. júní 1994. Það hefði hentað fleiri sjúklingum að fara í víkkun. Aðgengið var hins vegar takmarkað þar sem ekki er vakt á æðaþræðingarstofu röntgendeildar Landspítala utan dagvinnu- tíma. Ef stofan var upptekin eða tæki biluð í dagvinnutíma var ekki unnt að gera kransæða- víkkun, því á spítalanum er einungis til ein slík tækjasamstæða. Sama gilti ef sérhæft starfsfólk var í fríum eða forfallað af öðrum ástæðum. Tilgangur þessarar greinar er að vekja at- hygli á nýrri meðferð hérlendis og þeirri fram- þróun sem á sér nú stað í meðferð bráðrar kransæðastíflu. Sjúkratilfelli Sjúklingur 1: Fimmtíu og sjö ára karlmaður með sjö daga sögu um áreynslubundna brjóst- verki og jákvætt áreynslupróf. Kransæða- myndataka var fyrirhuguð, en verkirnir ágerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.