Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
297
Skurðlæknaþing 1996
19.-20. apríl á Hótel Loftleiðum
Ágrip erinda
Sjá dagskrá á bls. 345
1. Samanburður á tíðni
mjaðmarbrota og nákvæmni
skráningar í Beijing, Búdapest,
Hong Kong og Reykjavík
Brynjólfur Mogensen11, Ann Sclnvartz21, Halldór
Jónsson jiJ>, Jennifer Kelsey2>, Lilja Björnsdóttir4>,
Páhni V. Jónsson41, Þorbergur Högnason41
11 Bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur,
2lAlþjóðalieilbrigðisstofnunin, 3>handlœkningadeild
Landspítalans, 4>lœknadeild Háskóla fslands
5>öldrunarlœkningadeild Sjúkraliúss Reykjavíkur,
Inngangur: Tíðni mjaðmarbrota er afar mismun-
andi eftir löndum og heimsálfum. Tíðnin er hæst í
N-Evrópu en lægst í Asíu og Afríku. Tilgangur rann-
sóknarinnar var að bera saman tíðni mjaðmarbrota
og nákvæmni skráningar í fjórum borgum í tveimur
heimsálfum.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var gerð á veg-
um Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og borin voru
saman mjaðmarbrot á árunum 1990-1992 í Beijing,
Hong Kong, Búdapest og Stór-Reykjavík. Útskrift-
argreiningar samkvæmt ICD 9 nr. 820-820.9 og 821
voru notaðar fyrir sjúklinga 20 ára og eldri. 821 til
þess að sjá hvort flæði hefði orðið á milli greiningar-
flokka. Borin voru saman útskriftir, læknabréf, að-
gerðarlýsingar, röntgenlýsingar og röntgenmyndir.
Niðurstöður: I Kína var tíðni mjaðmarbrota hjá
20 ára og eldri á 100.000 íbúa á ári 45 karlar og 39
konur, hjá 50 ára og eldri 107 karlar og 96 konur; í
Hong Kong hjá 20 ára og eldri 109 karlar og 166
konur, hjá 50 ára og eldri 266 karlar og 423 konur; í
Búdapest hjá 20 ára og eldri 106 karlar og 128 konur,
hjá 50 ára og eldri 251 karl og 316 konur; í Reykjavík
hjá 20 ára og eldri 133 karlar og 264 konur, hjá 50 ára
og eldri 329 karlar og 672 konur. Samanburðar-
rannsókn leiddi í ljós að tíðnin var 1,9 sinnum hærri
fyrir Hong Kong heldur en fyrri tölur. Fjöldinn hefði
orðið 47% lægri í Beijing, 8% í Hong Kong, 7% í
Reykjavík og 1% í Búdapest ef eingöngu hefði verið
stuðst við útskriftarlista.
Umræöa: Tíðni mjaðmarbrota er hæst í Reykjavík
af borgunum fjórum og svipuð og í N-Evrópu. Ef
miðað er við útskriftarlista er heildarfjöldi mjaðmar-
brota 7% lægri í Reykjavík og nágrenni en ef einnig
eru notaðar röntgenlýsingar, röntgenmyndir og að-
gerðarlýsingar. Skráningarnákvæmnina verður að
auka.
2. Averkar á fremra krossband
1987-1992
Vigdís Þórisdóttir, Stefán Carlsson, Guðni
Arinbjarnarson
Bœklunatiœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur
Inngangur: Averkar á fremra krossband eru al-
gengir. Fyrst og fremst eru það íþróttamenn sem
slasast. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna
áverkasögu og afdrif þeirra sem fóru í krossbandsað-
gerð á Borgarspítalanum 1987-1992 þar sem mið-
hluti sinar í hnéskel (patella) var notaður sem
krossbandsgræðlingur.
Efniviður: Flett var í gegnum allar aðgerðarlýs-
ingar bæklunarlækna Borgarspítalans á árunum
1987-1992. Auk þess var farið yfir lista sjúklinga sem
fengið höfðu aðgerðarnúmmerið 5-819 (aðrar að-
gerðir á lið) og tekin sérstaklega út greiningarnúmer
sem gátu átt við fremra krossband.
Sjúkálar og endurkomunótur sjúklinga voru skoð-
uð auk þess sem hringt var til þeirra og lagðir spurn-
ingarlistar fyrir þá sem svöruðu.
Niðurstöður: Alls fóru 116 einstaklingar í aðgerðir
á 120 hnjám. Áttatíu og níu einstaklingar (92 hné)
tóku þátt í rannsókninni. Meðal eftirlitstími var 54
mánuðir. Sextíu og sex karlar voru skornir en 23
konur. Fimmtíu og fimm aðgerðir voru gerðar á
vinstra hné en 37 á hægra. Meðalaldur við aðgerð