Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 55

Læknablaðið - 15.04.1996, Qupperneq 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 309 einkenni frá góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli haldist í tvö ár og um leið að rannsaka verkun og öryggi með notkun fínasteríð 5 mg daglega í 24 mánuði. Aðferðir: Þetta var margmiðja tvíblind lyfleysu- samanburðarrannsókn með 707 sjúklingum sem höfðu meðaleinkenni vegna góðkynja stækkunar í blöðruhálskirtli á 59 stöðum á fimm Norðurland- anna. Eftir fjögurra vikna lyfleysutímabil voru sjúk- lingarnir settir í sleppiúrtak, annars vegar til að fá fínasteríð 5 mg daglega hins vegar til að fá lyfleysu í 24 mánuði. Þvagvegaeinkenni, þvagflæðimæling, blöðruhálskirtilsrúmmál, rúmmál eftirhreyturs- þvags og sértækt blöðruhálskirtilsmótefni í sermi ásamt öðrum efnum í blóði og þvagi var mælt í byrjun, ál2. mánuði og24. mánuði. Þessá milli voru gerðar skoðanir og ýmsar rannsóknir ef klínísk ástæða þótti til. Niðurstöður: I fínasteríð meðferðarhópnum lög- uðust einkennaskorin meðan á rannsókn stóð og var marktækt milli hópanna eftir 24 mánuði (pó0,01), aftur á móti í lyfleysuhópnum var í fyrstu bati í einkennaskorinu en engin breyting frá grunnlínu eft- ir 24 mánuði. Hámarksflæði minnkaði í lyfleysu- hópnum en jókst í fínasteríð hópnum sem sýndi mun milli hópa um 1,8 ml/sek í lok tímabilsins (póO.Ol). Meðalbreytingin í rúmmáli blöðruhálskirtils var aukning um 12% í lyfleysuhópnum en minnkun um 19% í fínasteríð hópnum (pó0,01). Fínasteríð þoldist almennt vel þessi tvö ár rannsóknarinnar. Alyktun: Sýnt er fram á að áhrif fínasteríð 5 mg meðferðar á einkenni, hámarksflæði og til að minnka rúmmál blöðruhálskirtilsins héldust í 24 mánuði, en sjúklingar sem fengu lyfleysu færðust til baka á byrjunarreit eða þeim versnaði jafnvel með- an á rannsókninni stóð. Þessar niðurstöður sýna að fínasteríð getur snúið við eðlilegri framvindu góð- kynja blöðruhálskirtilsstækkunar. 34. Nissen/Toupet fundoplica- tionir um kviðsjá 1994 til 1995 Skiíli Gunnlaugsson, Jónas Magnússon, Margrét Oddsdóttir Handlœkningadeild Landspítalans Aðgerðir um kviðsjá vegna vélindabakflæðis og/ eða hliðarþindaropshauls (paraesophageal hernia) hafa verið stundaðar á Landspítalanum frá byrjun árs 1994. Til að kanna árangur okkar var farið yfir sjúkraskrár sjúklinga er gengust undir kviðsjárað- gerð vegna vélindabakflæðis og/eða hliðarþindar- opshauls á árunum 1994-1995. A þessu tímabili gengust 39 einstaklingar undir kviðsjáraðgerð vegna ofangreinds, 16 karlar og 23 konur á aldrinum fimm til 85 ára (miðtala 49). Allir höfðu farið í magaspeglun og hafði 31 (80%) vélind- isbólgu, 23 (59%) verulegan þindaropshaul, sex (15%) vélindissár og tveir (5%) Barrets slímhúð. Sjö (18%) voru með hliðarþindaropshaul á röntgen- mynd. Hjá 22 sjúklinganna var gerð 24 klst. pH- mæling þar sem miðgildið var 11,1% (bil 4,3-41,7). Þrýstingsmæling á vélinda var gerð hjá 34 og var góður samdráttur í vélinda 22 (63%) en truflaðar hreyfingar hjá 13 (37%). Nissen aðgerð var gerð hjá 34 (87%) en Toupet (hemifundoplication) hjá fimm (13%) sjúklingum. Hjá tveimur þeirra (5%) varð að breyta yfir í opna aðgerð. Aðgerðartíminn var á bilinu tvær til fimm klukkustundir og 45 mínútur (miðtala þrjár og hálf klukkustund). Sjúklingar lágu að jafnaði tvo daga á spítala eftir aðgerð (miðtala tveir, bil tveir til 10). Engir meiriháttar fylgikvillar hafa orðið. Allir voru komnir til sinna fyrri starfa 10-21 degi eftir aðgerð. Einn hefur þurft á magaspeglun og vélindisútvíkkun að halda vegna kyngingarörðugleika. Einn kvartar um verki fyrir bringspölum og brjósti en allar rann- sóknir hafa verið eðlilegar. Einn kveðst finna fyrir brjóstsviða af og til en hefur ekki verið rannsakaður með tilliti til þess. Flestir hafa eitthvað aukinn vindgang. Aðgerðir um kviðsjá við vélindisbakflæði og hlið- arþindaropshaul eru nú valgerðir á Landspítalanum. Arangur okkar er mjög sambærilegur við uppgjör erlendra sjúkrahúsa. 35. Aðgerðir á maga um kviðsjá Margrét Oddsdóttir, Höskuldur Kristvinsson, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítalans Góðkynja vefjabreytingar og breytingar af óljós- um uppruna í maga þarf iðulega að fjarlægja með aðgerð. Síðan í október 1995 höfum við gert fjórar aðgerðir á maga um kviðsjá. Sú fyrsta var fyrirferð á bakvegg magans sem var fjarlægð með þar til gerð- um innanmaga holstingjum. Næsta var gerð á svip- aðan máta og separ í porthelli (antrum) fjarlægðir. Misvaxtarbreyting á stærri magabugðu (curvatura majora) var fjarlægð með fleygnámi. Fjórða fyrir- ferðin, slímubeðsbreyting (submucosal tumor) á bakvegg porthellis, nokkrum cm frá portverði (pyl- orus), var fjarlægð gegnum framvegg magans. Fyrstu þrír sjúklingarnir fengu að drekka daginn eftir og útskrifuðust á öðrum til þriðja degi eftir aðgerð. Sá fjórði var aftur tekinn til kviðsjáraðgerð- ar einum og hálfum sólarhring eftir fyrri aðgerðina vegna gruns um leka og saumalína yfirsaumuð. Hann útskrifaðist á sjötta degi frá aðgerð. Oft eru breytingar í maga af tvíræðum uppruna eða þannig gerðar að ekki er hægt að fjarlægja þær með góðu móti með magaspeglun. Til að forðast opna magaaðgerð. má í flestum tilfellum fjarlægja viðkomandi breytingu með aðgerð um kviðsjá. Tilfelli verða kynnt og myndbönd úr aðgerðum sýnd.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.