Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 42
296
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Table 1. Distribution of Pi plienotypes in 511 Icelanders.
MM MF MS MZ ss sz ZZ Other
Observed 458 6 35 10 1 1 0 0
Expected 456.3 5.8 35.8 10.6 0.7 0.4 0.06 1.33
Allele frequencies: Pi M = 0.946; Pi F = 0.006; Pi S = 0.037; Pi Z = 0.011
fundust við rannsóknina. Allar algengustu og
vel þekktu svipgerðir a^-andtrýpsíns fundust í
úrtakinu. Tafla I sýnir dreifingu svipgerðanna
sem fundust. Hún sýnir einnig útreiknaðan
fjölda svipgerða samkvæmt Hardy-Weinberg
jöfnu. Sá útreiknaði fjöldi er í samræmi við
þann fjölda sem fannst og sýnir að enga skyld-
leikaræktun er að finna í úrtakinu.
Tafla II sýnir samsætutíðni fyrir svipgerðir
a,-andtrýpsíns úr þessari rannsókn og er hún
borin saman við samsætutíðnir í Danmörku,
Bandaríkjunum, Portúgal og Japan (1,13).
... Population M s z Other
lceland 0.946 0.037 0.011 0.006
Danmark 0.946 0.022 0.023 0.009
USA Caucasians 0.956 0.023 0.014 0.007
Portugal 0.823 0.150 0.009 0.018
Japan 1.00 - - -
Þakkarorð
Við þökkum Vísindaráði Borgarspítalans og
Tóbaksvarnarráði fyrir stuðning og dr. Ólafi
Jenssyni prófessor fyrir yfirlestur og ábending-
ar.
Umræða
a',-andtrýpsínskorti hefur aldrei verið lýst á
Islandi og sjúklingar með arfgerðirnar S og Z
hafa aldrei fundist. Rannsókn þessi sýnir af-
dráttarlaust að báðar þessar arfgerðir er að
finna hér á landi. Samsætutíðni reyndist vera
0,037 fyrir S og 0,011 fyrir Z í 511 manna úrtaki
(1022 samsætur voru rannsakaðar). Með Har-
dy-Weinberg reglu má áætla þann fjölda ís-
lendinga sem bera áhættuarfgerðirnar ZZ og
SZ. Samkvæmt þeirri reglu ættu 0,08% Islend-
inga að hafa arfgerðina SZ (um það bil 220
einstaklingar) og 0,012% arfgerðina ZZ (um
það bil 30 einstaklingar). Niðurstöður rann-
sóknarinnar benda því til vangreiningar á
a,-andtrýpsínskorti hér á landi.
Samanburður á samsætutíðni ayandtrýps-
ínsvipgerða meðal Islendinga og annarra þjóða
leiðir í ljós að tíðni Z arfgerðarinnar er svipuð
og í Bandaríkjunum en heldur lægri en á hinum
Norðurlöndunum (1,12,13). Tíðni Z arfgerðar-
innar á Norðurlöndunum er sú hæsta í heimi og
virðist hún hafa borist frá Norðurlöndunum
um Evrópu og til N-Ameríku. Af þessum sök-
um hefur Z arfgerðin stundum verið kölluð
„víkingagen“. Þá niðurstöðu að tfðni Z arf-
gerðarinnar er lægri meðal íslendinga mætti
annars vegar skýra með því að uppruni íslend-
inga sé ekki eingöngu norrænn og hins vegar að
umhverfisáhrif, svo sem mikil loftmengun í hí-
býlum, hafi valdið því að einstaklingar með
Z-arfgerð hafi ekki náð fullorðinsaldri og ekki
náð að koma samsætunni til næstu kynslóðar.
HEIMILDIR
1. Kamboh MI. Biochemical and genetic aspects of human
serum a,-proteinase inhibitor protein. Dis Markers 1985;
3: 135-54.
2. Crystal RG. a,-antitrypsin deficiency, emphysema, and
liver disease. Genetic basis and strategies for therapy. J
Clin Invest 1990; 85: 1343-52.
3. Laurell C-B, Eriksson S. The electrophoretic alpha-1
globulin pattern of serum in alpha-l-antitrypsin defi-
ciency. Scand J Clin Lab Invest 1963; 15: 132-40.
4. Carell RW, Jeppson JO, Laurell CB, Brennan SO,
Owen MC, Vaughan L, et al. Structure and variation of
human oí,-antitrypsin. Nature 1982; 298: 329-34.
5. Cox DW. a,-antitrypsin defíciency. In: Royce PM.
Steinman B, eds. Connective tissue and its heritable
disorders. New York: Wiley-Liss Inc, 1993: 549-61.
6. Erikson S. Proteases and protease inhibitors in chronic
obstructive lung disease. Acta Med Scand 1978; 203:
449-55.
7. Larsson C. Natural history and life expectancy in severe
alpha 1-antitrypsin deficiency, PiZ. Acta Med Scand
1978; 204: 345-51.
8. Janus ED, Philips NT, Carell RW. Smoking, lung func-
tion and alpha 1-antitrypsin deficiency. Lancet 1985; 1:
152-4.
9. Silverman EK, Province MA, Campell EJ, Pierce JA.
Rao DC. Family study of arantitrypsin deficiency: Ef-
fects of cigarette smoking, measured genotype, and their
interaction on pulmonary function and biochemical
traits. Gen Epidemiol 1992; 9: 317-31.
10. Gans H, Sharp HL, Tan BH. Antiprotease deficiency
and familial infantile liver cirrhosis. Surg Gynecol Ob-
stet 1969; 129: 289-99.
11. Eriksson S, Carlsson J. Velez R. Risk of cirrhosis and
primary liver cancer in alpha-l-antitrypsin deficiency.
New Eng J Med 1986; 314: 736-9.
12. Jeppson J-O, Franzén B. Typing of genetic variant of
a,-antitrypsin by electrofocusing. Clin Chem 1982; 28:
219-25.
13. Thymann M. Distribution of alpha-l-antitrypsin (Pi)
phenotypes in Denmark determined by separator isoe-
lectric focusing in agarose gel. Hum Hered 1986; 36:
19-23.