Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 44
298 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 var 26 ár. Sjötíu og sjö slösuðust í íþróttum, flestir í fótbolta (26) og handbolta (24). Þrjátíu og sjö fengu snúningsáverka en 16 áverka við samstuð. Flestir slösuðust í keppni eða 46. Áttatíu og fjórir leituðu læknishjálpar á fyrstu viku eftir slys en áverkinn greindist þá eingöngu hjá 36. Meðal athafnagildið (activity score) fyrir siys var átta en eftir aðgerð sex. Lysholm gildið var 84. Ályktun: Áverkar á fremra krossband verða fyrst og fremst í íþróttum og þá oftast í fót- og handbolta- leikjum þar sem hætta er á snúningsáverka og sam- stuði. Áverki á fremra krossband er vangreindur við fyrstu skoðun. Eftir aðgerð hafa flestir sjúklingar góða starfhæfni í hné en einungis hluti þeirra sömu getu og fyrir slys. 3. Greining og meðferð mjúkvefjasarkmeina í stoðkerfi Ragnar Jónssonl>, Brynjólfur Mogensen' 2> 11 Bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2>lœknadeild Háskóla íslands Mjúkvefjasarkmein í stoðkerfi eru sjaldgæf og innan við 1% allra illkynja æxla. Þau er erfitt að greina og meðhöndla svo vel fari. Norræni sarkmeinahópurinn hefur eindregið mælt með því að læknar sem fá sjúklinga með eftir- farandi mjúkvefjaæxli í stoðkerfi til meðferðar sendi þá áfram til sérfræðinga í meðferð stoðkerfisæxla og reyni ekki sjálfir áður að greina eða meðhöndla æxlið. 1) Æxli undir húð stærri en 5 cm 2) Öll djúp æxli óháð stærð 3) Önnur æxli ef grunur leikur á að þau séu ill- kynja Sérhæfing í greiningu og meðferð eykur lífsgæði og lífslíkur sjúklingsins. Öll þessi æxli verður að taka með góðum vikmörkum. Æxli í vöðva þarf að fjar- lægja þannig að allt vöðvahólfið ásamt vöðvaslíðrum sé tekið. Áður en til aðgerðar kemur þarf sérhæfður hópur bæklunarlækna, röntgensérfræðinga, meina- fræðinga og krabbameinslækna að leggja á ráðin. Það er ekki hægt að treysta þreifingu einni saman. Illkynja æxli geta haft nákvæmlega sömu þreifiein- kenni og góðkynja. Ekki er liægt að treysta nálar- ástunguniðurstöðu einni sér. Ástungusýnið getur verið blóð fengið úr blæðingu í æxlisdrepi. Skurðað- gerð til þess að fá rétta vefjagreiningu getur haft í för með sér að erfitt verði að myndgreina vöðva og slíðurlög með endanlega lækningu í huga. Sýnistaka er oft ekki nauðsynleg og hún getur jafnvel skemmt fyrir og breytt síðari aðgerðarmöguleikum. Að taka hnút eða eða skræla út æxli án þess að vita eðli æxlisins á ekki rétt á sér. Líkurnar á nýju staðlægu æxli og fleiri aðgerðum eru mun meiri en ef gripið er til sérhæfingar strax í upphafi. Sérhæfing í greiningu og meðferð mjúkvefjasarkmeina í stoðkerfi er nauð- synleg til þess að sjúklingurinn eigi sem mestar bata- líkur. 4. Hryggskekkjuaðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1992- 1996 Sverrir Þór Hilmarsson, Brynjólfur Mogensen, Ragnar Jónsson Bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Fyrir 1992 voru sjúklingar með hrygg- skekkju sendir erlendis til aðgerðar. Óhagræði og kostnaður var mikill. Frá árinu 1992 hafa þessar aðgerðir verið gerðar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna árangur af hryggskekkjuaðgerðum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Efniviður: Farið var yfir sjúkraskýrslur og lækna- bréf þeirra sjúklinga er höfðu gengist undir hrygg- skekkjuaðgerð á umræddu tímabili. Kannaður var aldur, kynjaskipting, hryggskekkja fyrir og eftir að- gerð, aðgerðarlengd, blæðing, legutími, notkun beltis fyrir aðgerð og fylgikvilli aðgerða. Niðurstöður: Nítján sjúklingar fóru í hrygg- skekkjuaðgerð á árunum 1992-1996. Um var að ræða 17 konur og tvo karla. Miðtala aldurs var 14,5 (9-52). Fimm sjúklingar höfðu notað belti fyrir að- gerð. Aðgerðarlengd var að meðaltali 326 mínútur (243-396). Tími á skurðstofu var 425 mínútur (315- 490). Hryggskekkja fyrir aðgerð mældist 58 (42-85), hryggskekkja eftir aðgerð reyndist 27 (15-40). Blæð- ing í aðgerð var 1925 ml (540-4500). Fjöldi legudaga var 12,2 (9-21). Enginn fékk brottfallseinkenni, djúpa sýkingu eða segarek eftir aðgerð. Einn sjúk- lingur með hryggskekkju og meningomyelocele bein greri ekki og brotnuðu báðir teinarnir í kjölfarið. Hann var skorinn á ný að því er virðist með góðum árangri. Eftir beingróanda þurfti að fjarlægja annan teininn hjá tveimur vegna verkja, var árangur þess góður. Umræða: Aðgerð vegna hryggskekkju er vanda- söm. Þær eru langar og tæknilega erfiðar. Árangur slíkra aðgerða á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefur verið góðar og í fullu samræmi við það sem gerist erlendis. Það er verulegt hagræði fyrir sjúkling og aðstand- endur að hægt er að gera þessar aðgerðir hérlendis. Sparnaður af hverri aðgerð hérlendis er um 50% miðað við erlendan kostnað. 5. Aukin tíðni á endurteknum liðspeglunum eftir staðdeyfiliðspeglunaraðgerðir Ágúst Kárason, Thomas Dolk Bœklunarlœkningadeild Svœðissjúkrahúss Örebro Inngangur: Á árunum 1993 og 1994 var tekið eftir auknum fjölda á endurteknum liðspeglunaraðgerð- um á hné. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort það tengdist auknum fjölda á staðdeyfi- liðspeglunum, sem hófust á sama tíma. Efniviður: Rannsakaðar voru allar endurteknar liðspeglanir frá fyrsta hálfa árinu 1992 og bornar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.