Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 39
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 293 Tíðni svipgerða c^-andtrýpsíns meðal íslendinga ísleifur Ólafsson, Sigríöur Hjaltadóttir Ólafsson í, Hjaltadóttir S Distribution of a,-antitrypsin phenotypes in Iceland- ers Læknablaðið 1996; 82: 293-6 Although the Z and S alleles causing arantitrypsin deficiency are present at a high frequency in North- ern Europeans, arantitrypsin deficiency has never been identified in an Icelandic patient. In this study the frequency of the major a,-antitrypsin pheno- types M, F, S and Z, was determined in 511 un- related Icelandic individuals by isoelectric focusing in polyacrylamide gel slabs. The frequencies of the alleles in this population were: M = 0.946; F = 0.006; S = 0.037; and Z = 0.011. The results demon- strate the presence of arantitrypsin deficiency al- leles in the Icelandic population at somewhat lower allele frequency than is found in the other Nordic populations. Ágrip Arfgengur cq-andtrýpsínskortur er vel þekktur áhættuþáttur fyrir lungnaþembu. Pó að helstu genaafbrigðin sem valda skortinum, það er samsæturnar S og Z, séu tiltölulega algengar meðal þjóða af norrænu kyni, hefur arandtrýpsínskortur aldrei greinst hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort genaafbrigði arandtrýpsínskorts væri að Frá rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: (sleifur Ólafsson, rannsóknadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. finna rneðal íslendinga. Svipgerð a,-andtrýps- íns var ákvörðuð með rafhvarfsmiðun hjá 511 óskyldum einstaklingum. Allar helstu svip- gerðirnar fundust í þýðinu. Reiknuð samsætu- tíðni þeirra var: M = 0,946; F = 0,006; S = 0,037; og Z = 0,011. Niðurstöður rannsóknar- innar sýna að þær gerðir samsætna sem valda arandtrýpsínskorti eru til staðar á Islandi, en tíðni þeirra er nokkuð lægri en í öðrunt nor- rænum þýðum. Niðurstöðurnar benda einnig til vangreiningar á arandtrýpsínskorti hér á landi. Inngangur Skortur á serín prótínasa hemilefninu arandtrýpsín er meðal algengustu arfgengu sjúkdómanna hjá þjóðum Norður-Evrópu og Norður-Ameríku (1,2). a,-andtrýpsínskortur er tengdur vissum svipgerðum prótínsins, sem koma best fram við sérstaka gerð rafdráttar sem nefnist rafhvarfsmiðun (isoelectric focus- ing) (3,4). Mörgum mismunandi svipgerðum arandtrýpsíns hefur verið lýst og um það bil 75 mismunandi arfgerðum (1,2). Fjórar svipgerðir eru lang algengastar, en þær eru M (undir- flokkar eru M1-M4), F, S og Z. Þær tvær síðar- nefndu eru þekktar fyrir að hafa í för með sér óeðlilega lágan styrk a,-andtrýpsíns í blóð- vökva (5). Einstaklingar sem eru arfhreinir SS, hafa um 60% af eðlilegum styrk og arfhreinir ZZ einstaklingar hafa einungis um 15%. Klín- ísk einkenni arandtrýpsínskorts eru fyrst og fremst lungnaþemba. Þau einkenni eru ná- tengd hlutverki prótínsins í líkamanum, en það er að hemja virkni prótínasans elastasa (2,3,6). Elastasa er einkum að finna í kjörnungum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.