Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 307 28. Skjaldkirtilskrabbamein á íslandi 1955 til 1994. Faraldsfræði, meðferð og horfur Halla Skúladóttir11, Jón Gunnlaugur Jónasson2>, Jóhannes Gunnarsson3', Höskuldur Kristvinsson4>, Jón Hrafnkelsson" "Krabbameinslœkningadeild Landspítalans, 2>Rannsóknarstofa Háskóla íslands í meinafrœði, 3>skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, Fossvogi, 4>handlœkningadeild Landspítalans Fyrri rannsóknir hafa bent til þess að nýgengi skjaldkirtilskrabbameina á Islandi sé með því hæsta sem sést í heiminum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði skjaldkirtilskrabbameina á 40 ára tímabili, hvaða meðferð var beitt og hverjar horfur sjúklinga eru. Nánar verður farið yfir skurð- aðgerðir á tímabilinu 1985-1994 og hvaða aukaverk- anir fylgdu þeim. Fengin var skrá frá krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags íslands yfir alla sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein frá 1955 til 1994. Klínískar upplýsingar um sjúklinga, aðgerðir og framgang sjúkdómsins fengust með lestri sjúkraskráa og læknabréfa. Meinafræðingur endurskoðaði öll vefjasýni. Dánardægur og dánarorsök voru fundin með því að fara yfir dánarvottorð og krufningar- skýrslur. Á þessu 40 ára tímabili greindust 573 einstakling- ar, þar af 183 á árunum 1985-1994. Sagt verður frá nýgengnibreytingum á skjaldkirtilskrabbameini, skiptingu æxlanna í vefjagerðir, stigun við greiningu, aldurs- og kyndreifingu sjúklinganna, skiptingu að- gerða og helstu aukaverkanir þeirra, og hvort að- gerð var fylgt eftir með frekari meðferð. Greint verður frá því hve margir fengu sjúkdóminn á ný og hve margir eru án nokkurra merkja um sjúkdóminn. 29. Vélsleðaslys Andri K Karlsson", Jón Baldursson2> "Lœknadeild Háskóla íslands, 2>slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Ráðist var í að kanna tíðni, orsakir og afleiðingar þeirra vélsleðaslysa er bærust á slysadeild Borgar- spítalans á tímabilinu 1. desember 1994 til 30. nóv- ember 1995 með framskyggnri rannsókn. Á tímabilinu voru skráð 33 vélsleðaslys, 73% slas- aðra voru karlar. Meðalaldur slasaðra var 34 ár, sá yngsti var 14 ára og sá elsti 65 ára. Á aldursbilinu 19-41 árs voru 76%. af slysunum urðu 85% á tíma- bilinu janúar til maí, 58% þeirra áttu sér stað á almennum frídegi. Lögreglu var ekki tilkynnt um slys í 67% tilfella, 90% þeirra áttu sér stað í óbyggð- um og 70% slysanna urðu við frítímastarf. Af slös- uðum voru 85% með hjálm. Bjart var þegar 85% slysanna áttu séu stað, í 73% tilvika var veðrið gott og þungbúið í 18% tilvika. Sjö voru á yfir 60 km hraða. Einn viðurkenndi neyslu áfengis. Tuttugu og sjö slasaðra voru ökumenn sleðans og fimm voru farþegar. Sex sjúklingar voru fluttir með þyrlu á Borgarspftalann, tveir með sjúkrabíl. Ellefu slasaðir voru lagðir inn á Borgarspítalann. Tveir sjúklingar dvöldu á gjörgæslu í einn dag eftir aðgerð, legudagar á almennum deildum voru 50, flestir 13 og minnst einn dagur. Einn sjúklingur var á endurhæfingar- deild í 31 dag. Meðalfjöldi áverka var 1,8 fyrir hvern sjúkling. Af sjúklingum voru 67% með einn áverka samkvæmt AIS, 18% með tvo áverka, tveir með þrjá, tveir með fimm og einn með átta áverka. Með MAIS=1 voru 58%, 12% með MAIS=2 og 30% með MAIS=3. Meðalgildi fyrir ISS var 6,8, minnst 1 og mest 75. Flestir áverkarnir voru á útlimum (45%), þar næst á höfuð, andlit eða hálsi (24%) og í þriðja lagi á hrygg (21%). Af þeim 11 sem lögðust inn voru sjö svæfðir. Fjórir fóru í opnar aðgerðir, gerðar voru fjórar lokaðar réttingar og ein negling um húð (percutan). Tvö banaslys urðu á tímabilinu og það sem kom á Borgarspítalann kemur inn í rannsókn- ina. Af skráðum vélsleðum á landinu lenti 1% í þeim vélsleðaslysum er skráð voru á Borgarspítalanum. Vélsleðaslys eru algeng á Islandi og mörg þeirra alvarlegs eðlis. Niðurstöður benda til þess að oft mætti koma í veg fyrir þessi slys með viðeigandi forvörnum. 30. Félagslegur endurbati eftir skurðaðgerðir vegna lærleggshálsbrota. Árangur eftir handahófsúrval til Hansons neglingar eða gerviliðs Brynjólfur Y. JónssonI>, Magnús E. Kolbeinsson", Ingemar Sernbo2>, Áke Carlsson21, Hans Fredin2>, Olof Johnell21 "Sjúkrahús Akraness, 2>bœklunardeild Háskólasjúkrahússins MAS, Malmö Langtímaárangur lokaðrar réttingar og innri fest- ingar lærleggshálsbrota hefur ekki verið viðunandi vegna fylgikvilla sem hafa slæm áhrif á heilsu og velferð sjúklinganna. Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman félagslega hæfni sjúklinga eftir lærleggshálsbrot, sem meðhöndlaðir voru annars vegar með lokaðri réttingu og innri festingu og hins vegar með ísetningu gerviliðs strax. Fjörutíu og sjö frískum sjúklingum, sem urðu fyrir lærleggshálsbroti af gerð Garden 3 eða 4, var skipt af handahófi í tvo hópa. Annar hópurinn var með- höndlaður með lokaðri réttingu og innri festingu með Hansons nöglum, en hinn með gervilið a.m. Charnley. Tuttugu og fjórir sjúklingar (18 konur og sex karlar) sem voru að meðaltali 78 ára voru negldir og 23 (18 konur og fimm karlar) með meðalaldur 79 ár, fengu gervilið. Sjúklingarnir voru rannsakaðir einum, fjórum, 12 og 24 mánuðum eftir aðgerð. Félagsleg hæfni var metin við öll tilfellin samkvæmt stöðluðum spurningalista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.