Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.04.1996, Blaðsíða 66
320 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 ákvörðunar þegar ákvarða skal fjárhæð láns en eiga ekki að hafa áhrif á lánshæfið sem slíkt. 4. Við ákvörðun námsláns á að taka tillit til fjölskyldustærð- ar námsmanns. 5. Nánast fyrirvaralausar breytingar á túlkun stjórnar LÍN á því hvað telja skuli láns- hæft nám, án fyrirliggjandi breytinga á lögum um sjóðinn, samrýmast ekki vönduðum stjórnsýsluháttum. Nauðsyn- legt er að námsmönnum sé unnt að sjá fyrir, hvaða reglur muni gilda um rétt til láns úr LÍN. Lögheimilaðar breytingar á framkvæmd eða reglum um rétt til úthlutunar úr sjóðnum á að ákveða og birta með hæfilegum fyrirvara, enda sé gildistöku þeirra þar að auki hagað þann- ig, að ekki valdi verulegri og óvæntri röskun á námi. 6. LÍN ber að afgreiða um- sóknir lækna í framhaldsnámi í samræmi við yfirlýsta afstöðu sjóðsins, þannig að ákvörðun um lánshæfi náms byggist á til- högun og eðli viðkomandi náms. Tekjur, sem viðkomandi kann að hafa vegna verklegs hluta náms síns eða vegna styrks, dragist frá láni hans í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins. Því er mælst til að mál viðkomandi lækna verði tekið upp, óski þeir þess og leyst úr þeim í samræmi við fyrrgreind sjónarmið. Hvað nú? Þetta álit þýðir það að um- boðsmaður Alþingis hafnar rökum LIN fyrir því að neita læknum um lán. Það er tvímæla- laust sigur fyrir okkar málstað. Þótt tekjur lækna í framhalds- námi erlendis séu oft hærri en nemur grunnframfærslu sam- kvæmt LIN, þannig að læknar eigi ekki rétt á láni á þeim for- sendum, er samt mikilvægt að sækja þetta mál áfram. Ef nám- ið er metið lánshæft þá losna menn þar með við endurgreiðsl- ur fyrri námslána, en slíkar endurgreiðslur eru oft þungur baggi á læknum í framhalds- námi. FUL hefur leitað óformlegs álits LIN á því hvort þeir hyggist breyta afgreiðsluháttum sínum í kjölfar þessa úrskurðar. LÍN sér ekki ástæðu til þess í fljótu bragði og segir að læknar í fram- haldsnámi séu með svo há laun að þeim sé ekki of gott að borga. Alit umboðsmanns virð- ist engu breyta. Nauðsynlegt er að leggja prófumsókn aftur fyrir stjórn LÍN í kjölfar þessa álits og sjá hver niðurstaðan verður. Neiti LÍN eftir sem áður að við- urkenna lánshæfi náms, þá höf- um við góða möguleika á gjaf- sókn fyrir dómstólum. Þess ber að geta að niðurstaða umboðs- rnanns Alþingis og niðurstaða dómstóla hefur yfirleitt verið samhljóða, þegar á það hefur reynt. Það er óþolandi að sitja undir ofbeldi duttlungafulls og ópersónulegs kerfis. Þetta mál hefur reynt á þolrifin en við ætl- um okkur sigur. Búast má við áframhaldandi undanbrögðum lánasjóðsins, en nauðsynlegt er að láta ekki hugfallast. Við höf- um lögin og réttlætið okkar megin. Mikilvægt er að stjórn FUL frétti af vandamálum sem upp koma í samskiptum við LÍN. Ég vil hvetja lækna í fram- haldsnámi til að láta ekki hug- fallast. Stjórn FUL mun áfram vinna að málinu og næsta skref- ið er að finna einhvern sem til- búinn er til að leggja inn próf- umsókn. Vanti fólki frekari upplýsingar munu eintök af áliti umboðsmanns Alþingis (sam- tals 42 síður) liggja frammi á skrifstofu Læknafélags Islands. Að auki getur undirritaður veitt upplýsingar í síma 551-3568 eða á Landspítalanum, s: 560-1000. Páll Matthíasson, formaður FUL Breytt ritstj órnar stefna Það hefur verið stefna rit- stjórnar að birta allt það efni sem sent er til umræðuhluta blaðsins, sem skrifað er af læknum um hvaðeina er varð- ar lækna og heilbrigðismál. Ritstýring þessa hluta hefur að jafnaði beinst að því að fá skrifendur til að vera málefna- lega og sýna almenna kurteisi þegar um skoðanamun er að ræða eða þegar menn hafa viljað gagnrýna gerðir ann- arra. Ábendingum í þessa veru hefur ekki alltaf verið vel tekið og því hafa birst bréf og greinar þar sem veist hefur verið að persónum manna með stóryrðum og smekk- leysu. Ritstjórn telur að slík málsmeðferð hafi oft orðið höfundum til minnkunnar og málstað þeirra síst til fram- dráttar. Ritstjórn hefur nú ákveðið að leggja mat á innsent efni í umræðuhluta blaðsins á þann hátt að ef veist er að persónum manna með gífuryrðum og dónaskap og höfundar vilja ekki lagfæra texta sinn eftir leiðbeiningum ritstjórnar þá verður þeirn sem að er veist gefinn kostur á að svara fyrir sig í sama blaði. Það skal aftur tekið fram að ofansagt á við urn efni sem ætl- að er til birtingar í umræðu- hluta blaðsins. Farið verður með fræðilegt efni sem sent er til blaðsins eins og áður að ritrýnar verða fengnir til að meta það og gagnrýna auk þess sem ritstjórn fjallar sjálf um það og stýrir þeim grein- um fræðilega og faglega. Ritstjórn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.