Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 87

Læknablaðið - 15.04.1996, Page 87
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 337 Samningur um sérfræðilæknishjálp milli Læknafélags Reykjavíkur (LR) og Tryggingastofnunar ríkisins (TR) 1. grein Samningur þessi er um störf, sem unnin eru á lækningastof- um utan sjúkrastofnana, af læknum, sem hlotið hafa viður- kenningu heilbrigðisstjórnar í tilteknum greinum læknisfræð- innar öðrum en heimilis- og em- bættislækningum og eru félagar ÍLR. Hópskoðanir og heilsuvernd- arstörf falla utan samnings þessa. Samningur þessi nær til þeirra sérfræðinga, sem þegar hafa verið samþykktir af TR á undir- skriftardegi hans. Aðrir sér- fræðingar, sem vilja hefja störf á stofu samkvæmt samningnum skulu sækja um það til TR. í umsókn skulu koma fram, auk persónuupplýsinga og upplýs- inga um sérfræðinám og sér- fræðiréttindi, upplýsingar um hvenær sérfræðingur hyggist hefja störf, umfang væntanlegs reksturs, það er opnunartíma stofu, hvers kyns verk viðkom- andi hyggst vinna, staðsetningu stofu og rekstraráætlun. TR skal við ákvörðun sína leita um- sagnar samráðsnefndar sam- kvæmt 9. gr. samnings þessa. Skal nefndin í umsögn sinni taka tillit til eðlilegrar endurnýj- unar og nýrrar þekkingar auk þess að meta þörf fyrir þjónustu í viðkomandi sérgrein. Sam- ráðsnefnd getur leitað til ráð- gefandi nefndar, sem skal skip- uð af heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra. í þeirri nefnd skulu eiga sæti læknir tilnefndur af landlækni, læknir tilnefndur af Læknafélagi íslands og lækn- ir frá Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Þar að auki kalli nefndin til sín fulltrúa frá hinum ýmsu sérgreinum eftir því sem ástæður eru til. Hlut- verk þessarar nefndar skal vera eftirfarandi: 1. Metaþörffyrirsérfræðiþjón- ustu og benda á hvar skortur sé og hvar offramboð. Þessa álitsgerð hefur samráðs- nefnd til að styðjast við. 2. Gefa álit þegar um er að ræða ágreining vegna synj- unar um aðild að samningn- um. Nefndin kallar þá til for- mann viðkomandi sérgrein- arfélags og skilar samráðs- nefnd rökstuddu áliti. TR skal svara umsókn innan mánaðar frá því að umsögn samráðsnefndar berst henni. Læknar, sem samþykktir hafa verið, geta hafið störf sam- kvæmt samningi þessum. Samningur þessi nær ekki til nýrrar starfsemi lækna, sem hefur hærri stofnkostnað en nemur venjulegum stofnkostn- aði lækningastofu, nema sér- stakt samþykki TR komi til. Læknar skulu tilkynna TR um breytingar á staðsetningu lækningastofu og á hvaða tíma hún sé opin. Verulegar breyt- ingar til aukningar á stofu- rekstri eru háðar samþykki samráðsnefndar TR og LR. Lækningastofa skal uppfylla kröfur TR og viðkomandi sér- greinarfélags um lágmarksst- aðal. 2. grein Þeim sérfræðingum, sem full- nægt hafa ákvæðum 1. gr., er heimilt að taka sjúklinga til meðferðar, rannsókna og að- gerða gegn greiðslu frá sjúkra- tryggingum samkvæmt umsam- inni gjaldskrá. Sérfræðingur má þó taka sjúkling, sem til hans leitar, til meðferðar, rannsókna og að- gerða án greiðsluafskipta sjúkratrygginga, ef sjúklingur óskar. Sérfræðingi, sem starfar sam- kvæmt samningi þessum er óheimilt að starfa jafnframt sem almennur heimilislæknir, nema sérstakt samþykki TR komi til, enda skal samningur þessi á engan hátt koma í veg fyrir að því markmiði heilbrigðisyfir- valda verði náð að frumlækn- ingar og heilsuvernd séu unnin af heimilislæknum og heilsu- gæslustöðvum. Þegar sérfræðingur hefur lok- ið rannsókn sinni eða aðgerð á sjúklingi, skal hann senda heim- ilislækni hans eða heilsugæslu- stöð skýrslu um niðurstöður rannsókna, aðgerðir eða annað, sem skiptir máli, þar á meðal leiðbeiningar um framhalds- stundun eða eftirlit. Ljúki með- ferð sjúklings ekki á þremur mánuðum, skal sérfræðingur gefa heimilislækni upplýsingar um heilsufar sjúklings. Trygg- ingayfirlæknir skal eiga rétt á samriti af bréfi sérfræðings til heimilislæknis samkvæmt grein þessari. Sjúklingi er heimilt að óska þess við lækni, að hann sendi ekki upplýsingar honum við- komandi til annarra lækna. Þess skal þá getið í sjúkraskrá. Lækni er og skylt að útskýra fyrir sjúk- lingi ábyrgð þá, sem þessu fylgir fyrir sjúklinginn sjálfan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.