Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 10

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 10
722 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Notagildi sameindaerfðafræðinnar í krabbameinslækningum Kristján Skúli Ásgeirsson” Ásgeirsson KS Implications of moleeular biology in clinical oncology Læknablaðið 1998; 84: 721-35 In the past two decades there has been an ever in- creasing understanding of the molecular biology of cancer formation. It is now well established that the development of neoplasia is due to the accumulation of alterations in specific genes. Alterations in both oncogenes and tumor suppressor genes are now re- cognized as crucial factors in this process. The knowledge that these studies have brought forth is starting to have effects on clinical oncology. Not only may it help in diagnosing patients who could benefit from prophylactic measures, but also open possibilities of diagnosing cancer sooner than is done today. Furthermore, the assessment of specific gene- tic alterations can help to define prognosis more ac- curately and enable clinicians to target treatment more effectively. Because of this it is important that clinicians have a basic understanding of the molecu- lar mechanisms involved in carcinogenesis. The pur- pose of this article is to give such an understanding and review the studies that have made significant contributions to present day knowledge. Finally, the clinical implications of these studies are addressed. Key words: carcinogenesis, clinical oncology, genetic alterations, prevention, prognosis, therapy. Frá "rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræöi, Krabba- meinsfélagi íslands og skurölækningadeild Landspitalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Kristján Skúli Ásgeirsson, skurö- lækningadeild Landspítalans. Sími: 560 1000. Netfang: sjalti@islandia.is Lykilorð: krabbameinsmyndun, krabbameinslækningar, erfðaefnisbreytingar, forvarnir, horfur, meðferð. Ágrip Síðastliðna tvo áratugi hefur skilningur vís- indamanna aukist á þeim sameindaerfðafræði- legu breytingum sem liggja að baki myndun krabbameina. Nú er vitað að krabbameins- myndun er afleiðing uppsafnaðra erfðaefnis- breytinga í ákveðnum genum. Breytingar í bæði æxlisgenum (oncogenes) og bæligenum (tumor-suppressor genes) eru talin gegna þar mikilvægu hlutverki. Niðurstöður rannsókna sem liggja að baki þessari auknu þekkingu eru farnar að hafa áhrif á ýmsum sviðum krabba- meinslækninga. Þannig hefur sá möguleiki nú opnast að skilgreina betur hvaða sjúklingar hafa hag af fyrirbyggjandi meðferð. Einnig get- ur vitneskja um ákveðnar erfðaefnisskemmdir betur sagt til um horfur sjúklinga með viss krabbamein en nútíma aðferðir bjóða upp á, auk þess sem meðferð þeirra gæti verið mark- vissari. Af þessum ástæðum er mikilvægt að læknar hafi grundvallarþekkingu á þeim erfða- efnisbreytingum sem skipta ináli í myndun krabbameins. Tilgangur þessarar greinar er að fjalla um helstu erfðaefnisbreytingamar og þær rannsóknir sem liggja að baki núverandi þekk- ingar á þessu sviði. Framlag íslenskra vísinda- manna til rannsókna af þessu tagi er stórt og hafa þeir birt niðurstöður sínar í mörgum virtum vísindatímaritum. Hluta þessara rannsókna verður getið hér. Inngangur Síðastliðna tvo áratugi hafa verið gerðar miklar rannsóknir á sviði sameindalíffræði og hafa niðurstöður margra þeirra aukið skilning manna á eðli og uppruna krabbameina. Þó er mönnum ljóst að samspil umhverfis- og erfða- fræðilegra þátta fer saman í krabbameinsmynd-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.