Læknablaðið - 15.10.1998, Side 20
732
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
sameind vantar þá geti ristilkrabbameinsfruma
losnað úr tengslum við nágrannafrumu, farið á
flakk og myndað meinvörp. Þannig er talið að
genið sem skráir fyrir DCC sé bæligen því
skortur á því eykur líkur á meinvarpamyndun.
Niðurstöður þessarar rannsóknar bentu til þess
að sjúklingar með sjúkdóm á stigi II (eitlanei-
kvæður sjúkdómur) sem höfðu auk þess tap á
tjáningu á DCC prótíni hefðu svipaðar horfur
og sjúklingar á stigi III (eitlajákvæður sjúk-
dómur). Sjúklingar á stigi II höfðu fram að
þessu ekki verið taldir hafa gagn af stuðnings-
meðferð (adjuvant) en með niðurstöðum þess-
um var hægt að greina sjúklingahóp innan stigs
II sem gæti hugsanlega notið góðs af slíkri
meðferð.
Rannsóknir á brjóstakrabbameini hafa einnig
sýnt fram á gagnsemi sameindaerfðafræðinnar í
klínískri læknisfræði, þótt þær hafa ekki verið
eins afgerandi og dæmið sem nefnt er hér á
undan. Nokkrar þeirra hafa til dæmis beinst að
því að skoða mikilvægi æxlisgensins erbB-2 í
brjóstakrabbameini. Arið 1987 var sýnt fram á
að mögnuð tjáning æxlisgensins erbB-2 tengdist
skjótari endurkomu sjúkdóms og verri horfum
brjóstakrabbameinssjúklinga og þessar upplýs-
ingar gáfu nákvæmari upplýsingar um horfur
heldur en hormónaviðtakatjáning í eitlajákvæð-
um konum (55). Ennfremur sýndu aðrar rann-
sóknir að sjúklingar með brjóstakrabbamein
með mögnun á erbB-2 svöruðu krabbameins-
lyfjameðferð verr (56,57). Nýlega var á hinn
bóginn sýnt að brjóstakrabbameinssjúklingar,
með eitlajákvæðan sjúkdóm og mögnun á erbB-
2, svöruðu betur háskammta stuðningsmeðferð
heldur en þeir sem ekki höfðu þessa mögnun.
Þessi góða svörun svaraði sér í bættum horfum
(58). Gildi þessarar genamögnunar í brjósta-
krabbameini er því í dag ekki alveg ljós.
Bæði erlendar og íslenskar rannsóknir hafa
sýnt að vitneskja um stökkbreytingu í p53 gen-
inu getur haft gildi í brjóstakrabbameini (59).
Eitlajákvæðar konur með með stökkbreytingar
í p53 geninu virðast fá sjúkdóminn aftur fyrr
(sjúkdómsfrí lifun er skemmri), auk þess sem
þær virðast svara krabbameinslyfjameðferð
verr og gildi stuðningsmeðferðar er ekki eins
mikið (60,61). Krabbameinslyfjameðferð hefur
meðal annars þau áhrif að stuðla að stýrðum
frumudauða, en p53 genið gegnir mikilvægu
hlutverki í slíkum frumudauða (62). Verði stökk-
breyting í geninu getur þessi frumudauði ekki
orðið.
Að spá betur fyrir um horfur krabbameins-
sjúklinga getur um leið haft áhrif á meðferðar-
val læknisins, eins og eftirfarandi dæmi sanna.
Þó stuðningsmeðferð með krabbameinslyfjum
eða tamoxífeni sé talin viðurkennd hjá brjósta-
krabbameinssjúklingun með meinvörp í eitlum
við greiningu, þá er slík meðferð umdeild hjá
konum með eitlaneikvæðan sjúkdóm, en um
60% sjúklinganna teljast til þessa hóps við
greiningu (63). Þessi hópur eitlaneikvæðra
kvenna er talinn hugsanlega læknaður en samt
sem áður fá um 30% þeirra sjúkdóminn aftur.
Það hefði því ótvírætt gildi að geta greint með
nokkurri vissu þær konur sem eru í aukinni
hættu. í dag nota læknar líffræðilega vísa, eins
og stærð krabbameinsins, tjáningu hormóna-
viðtaka, og S-fasa hlutfall og þeir sjúklingar
sem hafa slæmar horfur, metnar með þessum
þáttum (stórt krabbamein, hátt S-fasa hlutfall,
neikvæða tjáningu hormónaviðtaka), fá stuðn-
ingsmeðferð með krabbameinslyfjum eða tam-
oxífeni líkt og eitlajákvæðar konur (64). Nýleg
rannsókn sýndi hins vegar að mat á nýæða-
myndun (angiogenesu) í eitlaneikvæðum
brjóstakrabbameinum gefur nákvæmari upp-
lýsingar um horfur þessa sjúklingahóps en allir
áðumefndir vísar (65). Þessar niðurstöður
benda á það að hugsanlega megi afmarka enn
betur þann hóp eitlaneikvæðra brjóstakrabba-
meinssjúklinga sem hefðu raunverulegan hag
af stuðningsmeðferð.
Læknar hafa átt við svipaðan vanda að glíma
í blöðruhálskirtilskrabbameini og lýst er hér að
ofan varðandi meðferð eitlaneikvæðra brjósta-
krabbameinssjúklinga. Blöðruhálskirtilskrabba-
mein er eitt algengasta krabbameinið hjá körl-
um á Vesturlöndum og nýgengi sjúkdómsins
eykst stöðugt (66). Meginskýringin á þessari
aukningu er sú að fleiri sjúklingar greinast fyrr
og með staðbundinn sjúkdóm. Þessir sjúklingar
eru læknanlegir með viðeigandi skurðaðgerð-
um eða geislameðferð. A hinn bóginn virðist
mega hlífa sumum sjúklingum með staðbundið
blöðruhálskirtilskrabbamein við meðferð, því
hætta á útbreiðslu sjúkdómsins er mjög lítil
(67). I dag er erfitt að greina hvaða sjúklingar
þetta eru. Jafnframt þessu er erfitt að greina
hverjir fá útbreiddan sjúkdóm. Ef hægt væri að
spá betur fyrir um gang krabbameinsins, myndi
það stuðla að markvissari meðferð þessa sjúk-
lingahóps. Þannig myndu líkumar aukast á því,
að sjúklingur með sjúkdóm sem ólíklegur væri
til að dreifa sér, fengi óþarflega yfirgripsmikla