Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 45

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 753 þá að gera upp við sig hvort þær kaupi getnaðarvamir eða sígarettupakka. Það sjá allir að dags daglega eru reykingarnar sterkari þörf.“ Langvinnir sjúkdómar og ný heilsufars- vandamál - Hvað með baráttuna gegn langvinnum sjúkdómum, svo sem hjarta- og æðasjúkdóm- um og krabbameinum? „Mikill árangur hefur náðst varðandi hjarta- og æðasjúk- dóma. Kransæðasjúkdómum hefur fækkað mjög og má segja að faraldur þeirra sé að fjara út meðal miðaldra fólks og það gildir á öllum Norður- löndunum. Fituneysla og þá aðallega ómettuð fita virðist allstaðar hafa minnkað mikið nema á Islandi, en samt er einna bestur árangur hjá okkur í bar- áttu við kransæðasjúkdóma, hvemig svo sem stendur á því. Það kann að vera að fiskneysla okkar hafi eitthvað að segja. Baráttan gegn krabbamein- um hefur hins vegar ekki geng- ið eins vel og dauðsföllum vegna krabbameina hefur fjölgað, einkum vegna brjósta- og ristilkrabbameina og á það við um öll Norðurlöndin. Menn binda hins vegar vonir við forvamarskoðanir einkum varðandi legháls- og brjósta- krabbamein og nú allra síðast varðandi ristilkrabbamein. Á hinn bóginn er ánægjulegt að það virðist vera að draga úr lungnakrabbameini.'1 Olafur sagði að talsvert hafi verið rætt um sjúkdóma sem kalla mætti nýja. Húðkrabbi er meðal þessara nýju vanda- mála og sjálfsmorðsbylgja, sem gengið hefur yfir einkum meðal ungra karla, hefur ekki hjaðnað og hafa menn af því þungar áhyggjur. Ofvirkni virðist hafa aukist mjög meðal barna, að minnsta kosti grein- ist hún mun meira en áður var og sagði Olafur það íhugunar- efni að þriðjungur foreldra slíkra barna greindist ofvirkur þannig að menn veltu fyrir sér hvort erfða- eða umhverfis- þættir spiluðu þarna inn í. En þeir eru fleiri nýju sjúkdóm- arnir. Talið er að um 30% ungra stúlkna í Danmörku eigi við vandamál að stríða út af einhvers konar átröskun. Að mati landlæknis býr meðal annars ósvífinn tískuáróður að baki og telur hann brýnast að beina fræðslu að mæðrum um þær hættur sem eru samfara lystarstoli. Fjölgun endurinnlagna og innlagna á ganga - I daglegri heilbrigðisum- ræðu ber hátt hagræðingu, sparnað og niðurskurð, rædd- uð þið þessa hluti? „Vissulega gerðum við það og gerum alltaf. Miðað við hin Norðurlöndin virðumst við Islendingar hafa staðið okkur nokkuð vel, til dæmis hvað varðar meðallegutíma á sjúkrahúsum og fjölda útskrif- aðra sjúklinga á starfsmann, en samhengi hlutanna liggur ekki alltaf ljóst fyrir. Sjúk- lingaflæðið er til dæmis miklu hraðara en áður, jafnframt er mikið af gangainnlögnum sem nær ekki nokkurri átt. í Skandinavíu hafa spítalar ver- ið kærðir ef gangar eru tepptir af sjúklingum, það þykir óhæfa ef eitthvað kæmi upp á, eldsvoði eða annað. Hjá okk- ur, og reyndar einnig í ná- grannalöndunum, hefur endur- innlögnum fjölgað mjög mik- ið. Þetta veldur fólki miklum vandræðum, til dæmis vistast karlar og konur á sömu stofum á álagspunktum. Og það er í raun merkilegt hve lít- ið er kvartað yfir gangainn- lögnum og endurinnlögnum. Menn gáfu helst þá skýringu, til dæmis Norðmenn og Finn- ar, að stjórnir spítalanna, sem eru pólitískt kjörnar, vildu gera lítið úr þessu til þess að ónáða ekki ráðherra, ég held að það sama eigi sér stað hér. Fljótaútskriftir haldast í hend- ur við endurinnlagnir og gangainnlagnir. Sjúklingar standa vart við grind fyrren búið er að útskrifa þá, það eru mörg dæmi þess, alltof mörg, en það er einsog fólk verði samdauna, hætti að malda í móinn og taki þessum hremm- ingum með þolinmæði í von um betri tíð. En sumir hverfa á braut. Það veldur til dæmis miklum vandræðum núna að gjörgæsluhjúkrunarfræðingar hafa kvatt kóng og prest á hjartadeildum. Á hinum Norðurlöndunum hafa verið sett á fót svokölluð sjúkrahótel inni á spítölunum. Þar geta sjúklingar lagst inn eftir aðgerð í stað þess að út- skrifast og fara heim. Þessi sjúkrahótel geta verið á næsta gangi við almenna legudeild þannig að öryggið er fyrir hendi komi eitthvað uppá. Þetta fyrirkomulag hefur nýst afskaplega vel og á sinn þátt í því að stytta meðallegutíma sjúklinga. í Bandaríkjunum hefur þetta sums staðar verið fyrir hendi í 30-40 ár. Hér hef- ur þetta ekki verið tekið upp, sumir segja vegna andstöðu lækna sem haldi að deildin þeirra hverfi við svona ný- breytni. Þeir sögðu kollegar mínir að það hefði farið tals- verður tími í að sannfæra læknana um ágæti þessa fyrir- komulags.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.