Læknablaðið - 15.10.1998, Page 50
758
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Sjúklingurinn er stundum sá síðasti
sem fær eitthvað að vita
- Rætt viö Magnús Hjaltalín læknanema um alþjóðlega
ráöstefnu læknanema um siöfræöi í læknisstarfinu
í byrjun ágústmánaðar
efndu samtök læknancma
við háskólann í Árósum í
Danmörku til ráðstefnu eða
öllu heldur sumarskóla um
siðfræðileg álitamál innan
læknisfræðinnar. Par var
spurt stórra spurninga eins
og þeirrar hvort læknar um
allan heim eigi sér sameigin-
Iega siðfræði, hvort til séu
altækir siðfræðilegir mæli-
kvarðar á störf lækna. Is-
lendingar komu nokkuð við
sögu þessarar ráðstefnu því
prófessor Vilhjálmur Árna-
son var meðal frummæl-
enda og ungur læknanemi,
Magnús Hjaltalín, tók þátt í
undirbúningnum og sat
ráðstefnuna.
Læknablaðið tók Magnús
tali um þessa ráðstefnu en hana
sóttu læknanemar frá fjölmörg-
um löndum. Sumir voru langt
að komnir eins og þeir sem
kornu frá Kína, Súdan, Egypta-
landi og Mexíkó, annar hópur
var kominn frá löndum í aust-
anverðri Evrópu og einnig voru
þama læknanemar frá Banda-
ríkjunum og ríkjum Vestur-
Evrópu. En hvemig bar þennan
suinarskóla að, Magnús?
Sjálfræði sjúklingsins
afstætt
„Þetta er í annað sinn sem
hann er haldinn á vegum
starfshóps innan alþjóðasam-
taka læknanema í Árósum
(IMCC). Frumkvæðið átti hóp-
ur læknanema sem hefur áhuga
á að ræða um hin fjölmörgu sið-
fræðilegu álitamál sem snerta
Magnús Hjaltalín læknanemi.
störf lækna en finnst sú um-
ræða ekki setja nógu mikið
mark á læknanámið. Við höfð-
um áhuga á að fá til fundar fólk
frá mörgum löndum og ólíkum
menningarheimum því það er
góð leið til þess að gera sér
grein fyrir sínum eigin skoð-
unum og viðhorfum að bera
þau saman við önnur og ger-
ólík, jafnvel andstæð viðhorf.
Ég finn það á sjálfum mér
að það er gott að fara utan og
kynna sér viðhorf annarra
þjóða. Þess vegna ákvað ég að
fara út til Danmerkur og taka
þar þriðja árið í náminu. Ég
hvet íslenska læknanema til
þess að taka hluta af námi sínu
utanlands og víkka með því
sjóndeildarhringinn, mynda
tengsl við starfssystkini okkar
erlendis og upplifa eitthvað
annað en lestur og messu-
göngu meðan á þessari löngu
göngu stendur. Bæði einstak-
lingurinn og læknadeildin
nýtur góðs af því.“
- Þama var spurt stórra
spuminga eins og þeirrar hvort
til sé einhver altæk siðfræði
sem allir læknar veraldar geta
skrifað upp á. Er hún til?
„Já, vissulega eiga læknar
ákveðin grundvallaratriði
sameiginleg hvar sem þeir
eru, mannkærleikann og þá
viðleitni að lina þjáningar
þeirra sem eiga um sárt að
binda. En þegar talið berst að
einstökum atriðum á borð við
fóstureyðingar eða líffæra-
flutninga er grunnt á ágrein-
ingnum.
Það sem kom mér hvað mest
á óvart á ráðstefnunni er hversu
mismikil áhersla er lögð á
sjálfræði sjúklingsins, að hve
miklu leyti hann fær að vera
með í ráðum. Á Norðurlöndum
leggjum við mikið upp úr því
að hann sé með í öllu sem gert
er og erum í raun bara að ráð-
leggja honum hvað hagstæðast
sé fyrir hann að gera. Hér er
hamrað á hinu upplýsta sam-