Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 55

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 761 ara. Það hefur verið sagt að léttlyndu fólki reynist auð- veldara að eldast og manni líður betur ef maður hefur augun opin fyrir hinu skop- lega litrófi lífsins. Þannig nýt- ur maður lífsins betur.“ - En hafa verið gerðar rann- sóknir á því hvort skopið geti haft áhrif á meðferðina? „Já, það hafa verið gerðar fjölmargar rannsóknir á gildi skops í læknisfræðinni. Ef maður flettir upp í Medline greinabankanum kemur í ljós að síðustu 10 árin hafa verið birtar yfir 1.100 greinar þar sem „húmor“ er eitt af lykil- orðunum. Læknar eru að verða sér æ meðvitaðri um þetta og á fundum lækna bæði hér heima og erlendis er orðið mjög algengt að menn lífgi upp á fyrirlestra sína með því að skjóta inn skopmyndum eða gamansögum sem tengjast ekkert endilega efni fundar- ins. Þetta fær jákvæðar undir- tektir og bætir samband fyrir- lesara við áheyrendur sína. Eg get nefnt sem dæmi að á amerísku heimilislæknaþing- unum er það að verða fastur liður að fjalla um hlut skops- ins í lækningum. A þinginu sem haldið var í San Fran- cisco nú í september var það sett inn á aðaldagskrána sem allir taka þátt í og þar áttu Hollywoodleikararnir Mel Brookes og Carl Reiner að annast grínið. Þetta er engin tilviljun því það sama er að gerast víðar um heim. A Nið- arósafundi norskra heimilis- lækna árið 1991 var á dagskrá tveggja og hálfs tíma langur fyrirlestur sem hét Húmor og heilsa. Og á 10. þingi norrænna heimilislækna í Reykjavík í fyrra stóð ég fyrir myndasýn- ingu undir heitinu Húmorinn í heimilislœkningunum þar sem myndasöguhetjan Herman var í aðalhlutverki en hann þekkja margir frá því hann var dag- legur gestur á síðum Morgun- blaðsins." Engin brandaraskylda - En af hverju er verið að stofna norræn samtök um læknaskop? „Hugmyndin kom fyrst fram haustið 1997 að stofna slík samtök. Frumkvöðlarnir voru tveir, annar er danskur heimilislæknir sem starfar í Noregi og heitir Nils Carl Lundberg en hinn er norskur bæklunarlæknir sem starfar á Ullevál-sjúkrahúsinu í Osló og heitir Stein Tyrdal. Þeir sendu bréf til tæplega 20 lækna sem þeir álitu vera húmorista og boðuðu undirbúningsfund í Osló í júní síðastliðnum. Þama hittumst við níu og ákváðum á fundi með hefð- bundnum fundarsköpum að blása til stofnfundar norrænna samtaka um læknaskop í Kaupmannahöfn helgina 16.- 17. janúar 1999. Fundurinn skipaði tvo vinnuhópa, annan í Noregi og hinn í Danmörku. Norski hópurinn er aö leggja lokahönd á tillögur um tilgang samtakanna meðan sá danski er að undirbúa stofnfundinn. A hann verður öllum læknum og læknanemum á Norður- löndum boðið því við teljum mikilvægt að læknar byrji snemma að rækta með sér skopskynið.“ - Attu von á því að íslenskir læknar streymi til Kaup- mannahafnar? „Kannski ekki að þeir streymi út en það væri akkur í því að einhverjir færu. Eg hef á tilfinningunni eftir að hafa umgengist norræna kollega, bæði húmorista og aðra, að þeim þyki Islendingar fyndnir og skemmtilegir, svo ekki sé minnst á það sem við vitum öll hvað við erum gáfuð, falleg, myndarleg og vel gerð að öllu leyti!! Það er því eng- inn vafi á því að þeir munu sóma sér vel í þessari flóru og geta látið að sér kveða.“ - Ætlið þið þá að koma saman og reyta af ykkur brandarana? „Nei, það er ekki ætlunin. Vissulega kemur það fyrir að sögð er ein og ein gamansaga, en það sem er svo notalegt við þennan hóp er að það er eng- inn að reyna að vera fyndinn. Þarna koma saman menn sem hafa húmor og vilja miðla honum til annarra en það er ekkert verið að þrýsta á menn að segja brandara, síður en svo,“ segir Bjami Jónasson. Forvörn gegn útbruna Því má bæta við að þótt norski starfshópurinn sem Bjami nefndi hafi ekki skilað af sér hefur Bjami gert sér ákveðnar hugmyndir um það hvemig svona samtök gætu starfað. Hann lítur svo á að þau gætu skapað andrúmsloft í læknisfræðilegu umhverfi sem gæti meðal annars létt lund og jafnvel vakið hlátur; auðveld- að samskipti fólks, hvort sem er kollega í milli eða milli læknis og sjúklings; örvað já- kvæða hugsun og hugarfar; aukið hugmyndaflug og bjart- sýni; unnið gegn andlegri þreytu og útbruna lækna. Bjarni hvetur lækna og læknanema til að hafa sam- band við sig ef þeir hafa áhuga á að fara til Kaup- mannahafnar eða fylgjast með starfsemi samtakanna. Nánari fréttir af stofnun Norrænna samtaka um læknaskop verða birtar hér í blaðinu þegar til- efni gefast. -ÞH
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.