Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1998, Qupperneq 60

Læknablaðið - 15.10.1998, Qupperneq 60
766 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umsögn Læknafélags Islands um drög að frumvarpi um gagnagrunn á heilbrigðissviði Á fundi stjómar Læknafé- lags Islands þann 9. septem- ber var samþykkt að senda ráðherra heilbrigðis- og trygg- ingamála svofellda umsögn um drög að frumvarpi um gagna- grunn á heilbrigðissviði: LI hefur ákveðið að taka afstöðu til frumvarpsdrag- anna, eins og þau liggja nú fyrir, enda um það beðið af hálfu Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins. Félag- ið byggir umsögn sína og álit á vinnu 10 manna starfshóps lækna sem íjallað hefur ítar- lega um drögin. Samhljóða niðurstaða nefndarinnar og stjórnar LI er sú, að hafna frumvarpsdrög- unum eins og þau eru í dag þar eð hvergi nærri hefur í þeim eða greinargerð fylgt með nægilega vönduð umfjöllun um mikilvæg atriði. LI telur nauðsynlegt að svör við ákveðnum spurning- um liggi fyrir áður en félagið getur tekið endanlega afstöðu til hugmyndarinnar um mið- lægan gagnagrunn á heil- brigðissviði. LI spyr því: Hvaða skilningur er lagður í orðið „heilbrigðissvið"? Hvaða upplýsingar eiga að fara inn í hinn miðlæga gagna- grunn? Hvers vegna er ekki talin nauðsyn á upplýstu samþykki sjúklinga? Hvaða skilningur er lagður í eftirfarandi orð í 3. gr. frum- varpsdraganna. „Einstakling- ur skal eigi teljast persónu- greinanlegur...." . I Ijósi þess að sá hinn sami er finnanlegur með greiningarlykli? Er það réttur skilningur LI að þrátt fyrir að sjúklingur hafi rétt á að hafna því að upplýs- ingar um hann verði settar inn í gagnagnmninn, þá séu allar upplýsingar um hann settar inn í grunninn án kennitölu? Hver er réttarstaða barna, afkomenda og látinna vegna upplýsingasöfnunar? Hver er nauðsyn fráhvarfs frá nýlega markaðri stefnu stjórnvalda um dreifða gagna- grunna í heilbrigðiskerfinu? Hafa stjórnvöld látið gera kostnaðargreiningu fyrir gerð og rekstur miðlægs gagna- grunns annars vegar og gerð dreifðs gagnagrunnakerfis hins vegar? Liggur fyrir áhættumat á því hvað felst í svo umfangs- mikilli söfnun heilbrigðisupp- lýsinga um heila þjóð á einn stað? Ef svo er hvernig er áhættan skilgreind? Er eðlilegt að tvenn lög gildi um vísindarannsóknir, ein fyrir rekstrarleyfishafa gagnagrunns og önnur fyrir aðra vísindamenn? Hvaða rök liggja fyir því að veita einungis þeim „vísinda- mönnum sem vinna upplýs- ingar í gagnagrunn á heil- brigðissviði aðgengi að upp- lýsingum úr grunninum til notkunar í vísindarannsókn- um". Er eðlilegt að fulltrúi rekstrarleyfishafa sitji í „að- gangsnefnd"? Hvaða rök liggja fyrir um tímalengd veitingar einkaleyf- is? Hver verður réttur læknis til að neita að láta af hendi upp- lýsingar í hinn miðlæga gagnagrunn? Hver á upplýsingamar sem safnað hefur verið í gagna- grunninn að loknum einka- leyfistíma? Auk ofangreindra atriða tel- ur stjórn LI rétt að beina því til stjórnvalda og löggjafans að vönduð umfjöllun verður að fara fram á því hver á heil- brigðisupplýsingar. Læknafélag Islands beinir ofangreindum spurningum til stjórnvalda. Félagið telur nauðsynlegt að fá svör við þeim áður en frumvarp um gagnagrunn á heilbrigðissviði verður lagt fram á Alþingi Is- lendinga. Á heimasíðu Læknablaðsins (http://www.icemed.is/laeknabladid) er að finna allar greinar sem birst hafa í blaðinu um gagnagrunnsfrumvarpið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.