Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 64

Læknablaðið - 15.10.1998, Page 64
770 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 kynningu á því málefni sem hér er til umfjöllunar. Stjórn LI ítrekar að hún er tilbúin til málefnalegrar umfjöllunar um gagnagrunn á heilbrigðissviði ásamt ráðuneytinu enda verði þá gerð grein fyrir þeim ábend- ingum sem borist hafa og hvemig við þeim verði brugð- ist. Nánari rökstuðning fyrir áliti stjórnar LI má lesa í hjá- lagðri greinargerð. Greinargerð með áliti stjórnar Læknafélag íslands á drögum að frumvarpi til laga um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði Álit stjórnar LÍ byggir á eftirtöldum atriðum: 1. Lykilatriði þessa máls er uppsetning miðlægs gagna- grunns. Gagnagrunnar hafa verið settir upp og notaðir á ýmsum heilbrigðisstofnunum um árabil og á síðasta ári gaf Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið út stefnu- mörkun sína í upplýsingamál- um innan heilbrigðiskerfisins (rit 1:1997) en þar segir í ágripi: „Þeirri meginreglu verður fylgt að upplýsingar séu varðveittar þar sem þær verða til. Ekki er áformað að setja upp miðlæga gagna- grunna með persónutengdum upplýsingum um heilbrigðis- málefni". Helstu rök fyrir gagnsemi miðlægs gagnagrunns um- fram dreifða hafa verið mark- aðsleg og heilsuhagfræðileg en ekki hafa komið fram sann- færandi vísindaleg rök. Þótt í greinargerð segi að með mið- lægum gagnagrunni skapist ný þekking um eðli heilsu og sjúkdóma og gæði aukist í heilbrigðiskerfinu auk þess sem sparnaður verður er ekki reynt að rökstyðja þessar full- yrðingar frekar. Ekki hefur heldur verið skilgreint hvaða upplýsingar eigi að fara í mið- lægan gagngrunn eða hvaðan þær muni koma því skilgrein- ingu á „heilbrigðissvið“ vant- ar. Af framansögðu er ljóst að stjórn LI telur ekki að þau rök hafi komið fram sem réttlæti uppsetningu miðlægs gagna- grunns. 2. Læknafélag Islands telur afar mikilvægt að trúnaðar- sambandi sjúklings og læknis sé ekki stefnt í hættu. Þetta samband er forsenda þess að læknar geti sinnt skyldum sín- um gagnvart sjúklingunum og að þeir fái þá þjónustu innan heilbrigðiskerfisins sem þeir þarfnast. Ymislegt getur orðið til þess að reyna á þetta trún- aðarsamband svo sem nei- kvæðar fréttir um starf lækna og ábyrgðarlítil orð um með- ferð sjúkragagna. í trúnaðar- sambandinu felst að sjúkling- ur greinir frá þeim einkennum sem hann finnur fyrir og benda til sjúkleika en jafn- framt gefur hann aðspurður ýmsar upplýsingar sent lækn- irinn telur að geti komið að gagni. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að greina megi vand- ann og leysa hann. Ef því til viðbótar er gert ráð fyrir að allar þessar upplýsingar fari í miðlægan gagnagrunn án þess að viðkomandi sjúklingur viti nokkurt um það hvað gert verður með þær er þessu sam- bandi sýnilega stefnt í meiri hættu en ásættanlegt er. I for- sendum frumvarpsdraganna er gert ráð fyrir að dulkóðun verði gerð á þann hátt að hún geri persónugreiningu nánast ómögulega. Það er hins vegar reginmunur á því hvað tækni- legir ráðgjafar telja um það öryggi og hverju einstaka sjúklingar treysta. Þeir vita flestir sem er að engin mann- anna verk eru fullkomin hversu vel sem búið er um hnútana. Það er hins vegar traust sjúklinganna sem skipt- ir öllu máli í þessu tilliti, það liggur til grundvallar því trún- aðarsambandi sem á að ríkja milli sjúklings og læknis og sem stjórn LI telur að megi ekki draga úr. Hugsanlega má leysa þenn- an vanda með þrennu móti: a. Allar upplýsingar verði af- tengdar, þannig að ekki megi rekja þær til baka til einstaklinga. Trúnaður helst því sjúklingur veit að hann er ófinnanlegur. Miðlægur gagnagrunnur getur nýst til söfnunar upplýsinga fyrir heilbrigðistölfræði yfir- valda, til margvíslegra far- aldsfræðilegra athugana og til skoðunar á notkun heil- brigðisþjónustu. Hins vegar verður ekki hægt að nýta erfðafræðileg gögn án þess að sjá hvaða einstaklingar eru á bak við heilbrigðis- upplýsingar. b. Sérhver einstaklingur þurfí að gefa upplýst samþykki til þess að gögn um hann verði færð inn í grunninn. Þetta er í raun eðlileg krafa miðað við að upplýsingar úr gagna- grunninum eru ætlaðar fyrst og fremst til ýmissa rann- sókna og eru um slíkt skýr ákvæði í lögum um réttindi sjúklinga. Þrennt veldur því hins vegar að slíka kröfu er erfitt að gera. Varla er um upplýst samþykki í venju- legum skilningi að ræða þar sem ekki er ljóst til hvers upplýsingamar verða notað- ar og því lítið hægt að upp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.