Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 72

Læknablaðið - 15.10.1998, Side 72
776 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Hvernig er persónuleyndar gætt? Hvernig skal haga sam- þykki sjúklinga og þeirra sem skrá upplýsingar? Hvers konar upplýsingar er ætlað að færa í gagnagrunninn? Er jafnræði til rannsókna tryggt? Er einkaleyfi til rekstrar gagnagrunns réttlætanlegt? Eiga heilsufarsupplýsingar að vera fjárhagsleg auðlind, eftir atvikum eins aðila í skjóli einkaleyfis? Tölvuvæðing heilsufars- upplýsinga hófst á Islandi fyr- ir tæpum aldarfjórðungi en hefur þróast hægt. Þó hefur verið ákveðið að færa allar upplýsingar sem lúta að heilsu- fari manna með kennitölum í sams konar tölvukerfi á öllum heilbrigðisstofnunum lands- ins. Þannig yrðu smám saman til dreifðir samtengjanlegir gagnagrunnar. Miklu skiptir að þróun þessi haldi áfram, bæði til hagræðis við notkun sjúkragagna í daglegu starfi en ekki síður vegna mikils vísindagildis, bæði að því er varðar rannsóknir á erfða- tengslum sjúkdóma en ekki síður rannsóknir á faralds- fræði og lýðheilsu. Slíkar rannsóknir er af ýmsum ástæðum gott að stunda hér- lendis. Möguleikar á sérstæðu framlagi íslands í þessu efni hefur verið mönnum ljós ára- tugum saman og ýmsar rann- sóknastofnanir byggt starf sitt þar á, til dæmis Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, Erfða- fræðinefnd, Fæðingarskrán- ingin og fleiri. IV Aðrar helstu athugasemdir nefndarinnar eru þessar. Skilgreining persónuupp- lýsinga í frumvarpsdrögunum er bætt við skilgreiningu Evr- ópuráðsins á upplýsingum er ekki teljast persónugreinan- legar (2. liður 3. grein). Fram komu ábendingar um að sú viðbót færði miðlægan gagna- grunn undan ákvæðum laga um persónuupplýsingar. Vart hefur það verið ætlun frum- varpshöfunda? Upplýsingar af þessu tagi, jafnvel þótt dul- kóðaðar séu, eru persónuupp- lýsingar ef greiningarlykill er til. Gjaldtaka Hvernig er gjald samkvæmt 4. grein hugsað? Heilbrigðis- upplýsingar eru verðmæti, og unnt að færa rök fyrir því að sjúklingar sem veita þær og stofnanir og einstaklingar sem afla þeirra og varðveita þær eigi að minnsta kosti eitthvað í þeim, þótt eignarréttur sé ekki skilgreindur samkvæmt lögunt. Ef utanaðkomandi fyr- irtæki, ríkisstjórnir og fleiri, eiga að hafa aðgang að þess- um verðmætum í gegnum rekstrarleyfishafa verður hann að greiða fyrir annað og meira en kostnað við undirbúning og útgáfu rekstrarleyfis vegna starfs nefnda samkvæmt 6. og 9. grein og vegna vinnslu upp- lýsinga til flutnings í gagna- grunn. Eignarhald á heilbrigðis- upplýsingum í lögum um rétt sjúklinga er einungis kveðið á um varð- veisluskyldu sjúkrastofnana á sjúkraskýrslum. Álitamál um nýtingu heilsufarsupplýsinga eins og frumvarpsdrögin gera ráð fyrir vekja upp nauðsyn þess að eignarhald á sjúkra- skrám verði skilgreint, en rétt- látast virðist að því sé skipt milli þess er veitir upplýsing- ar og hins er færir þær og heldur þeim saman. Hverjir hafa forrœði yfir sjúkraskýrslum? Hér verður að taka af tvímæli og segja að: „Rekstrarleyfis- hafa er að fengnu samþykki yfirlækna viðkomandi deilda og læknaráða stofnana ...“ Hvaða upplýsingar verða skráðar? Óljóst er hvers konar upp- lýsingar verða færðar í mið- lægan gagngrunn. Verða allar upplýsingar færðar eða hluti og þá hvaða hluti? Svör við þessum spurningum varða grundvallaratriði í ætluðu og upplýstu samþykki. Ætlað samþykki? I frumvarpinu er gert ráð fyrir ætluðu samþykki sjúk- linga til færslu upplýsinga í gagnagrunn. Samkvæmt al- þjóðlegum leiðbeiningum um þessi efni, sem Island á aðild að, er skilyrði slíks að óháð vísindasiðfræðilegt mat fari fram á öllum rannsóknum sem gerðar eru (sbr. liði 11 og 13 í þessum athugasemdum). Upplýst samþykki Færsla upplýsinga í gagna- grunn snertir mjög viðkvæm atriði, jafnvel helgustu vé fólks. Ennfremur er ekki víst að hliðstæð notkun heilsufars- upplýsinga, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, hafi verið höfð í huga þegar leiðbeining- arnar voru samdar. Því er rétt að túlka vafa í þessu efni þröngt, og minnast þess að fullorðið fólk hefur sjálfsfor- ræði. Sterk rök hníga að því að hver og einn veiti upplýst samþykki sitt til færslu gagna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.