Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 74

Læknablaðið - 15.10.1998, Síða 74
778 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 mönnum nema að fengnu samþykki siðanefnda stofnana eða Vísindasiðanefndar. Það er í samræmi við alþjóðlegar reglur og skuldbindingar. Hverjir hafa aðgang? Orðalag í 2. málsgrein 9. greinar um vísindamenn sem aðgang hafa að gagnagrunnin- um er óljóst. Er átt við vís- indamenn sem starfa hjá ís- lenska heilbrigðiskerfinu (sem lætur vinna upplýsingar í gagnagrunninn)? Ef svo er, er það of þröngt. Allir vísinda- menn með góðar rannsókna- áætlanir, jafnvel þótt þeir starfi annars staðar (til dæmis hjá Háskóla íslands, öðrum rannsóknastofnunum, lyfja- fyrirtækjum og svo framvegis) eiga að hafa þennan aðgang að uppfylltum skilyrðum og leyfum Vísindasiðanefndar. Mikilvægt er að jafnræði og frelsi til rannsókna verði ekki skert á neinn hátt. Látnir menn og þeir sem ekki eru fcerir um að taka ákvarðanir sjálfir Leita verður samþykkis nán- ustu aðstandenda til að setja upplýsingar um látna menn í grunninn. Sama gildir um þá sem ekki eru færir um að veita upplýst samþykki eða hafna. Önnur löggjöf Vísindasiðanefnd telur nauð- synlegt að frumvörp um lífsýni og endurskoðun tölvulaga liggi fyrir áður en þetta frumvarp verður tekið til afgreiðslu. Vinnslustaður Hvernig á að tryggja að úr- vinnsla úr gagnagrunni fari einungis fram hérlendis ef veita á erlendum fyrirtækjum, ríkisstjómum og fleirum áskrift eða aðgang? Vinnslustaður er tækniatriði á öld rafrænna samskipta. Aðgangur tryggingafyrir- tœkja, lögreglu og saksóknara Ýmsir hafa með réttu haft áhyggjur af aðgangi trygg- ingafyrirtækja, lögreglu og saksóknara að gagnagrunni af þessu tagi. Eins og að ofan er nefnt er hætta á misnotkun ekki útilokuð og þótt fólk hafi ekki athugasemdir við notkun nafnlausra upplýsinga um sig til rannsókna og þróunar er ekki víst að samþykki nái í allra huga til aðgangs fyrir- tækja eða lögreglu sem beinan hag gætu haft af því að brjóta dulkóða. Setja verður þau skilyrði að veita meðal annars ofangreindum aðilum ekki að- gang að gagnagrunninum. V Að lokum er enn minnt á nauðsyn ítarlegrar þjóðfélags- umræðu um þetta mikilsverða mál, og að til hennar gefist nægilegur tími. Málið er of umfangsmikið og flókið til að viðunandi sé að ljúka því á fáeinum mánuðum. Vísindasiðanefnd og ein- stakir nefndarmenn áskilja sér rétt til að gera frekari athuga- semdir meðan á meðferð máls- ins stendur. Sérálit formanns og tveggja varamanna í V ísindasiðanefnd Frá: Sigurði Guðmunds- syni, formanni Vísindasiða- nefndar, Karli G. Kristinssyni, varaformanni og Ásgeiri Har- aldssyni, varafulltrúa. Inngangur Vísindasiðanefnd hefur fjallað um endurskoðuð frum- varpsdrög á nokkrum fundum sínum. Nefndarmenn nálguð- ust hugmynd frumvarpsins frá mörgum hliðum og voru áherslur manna mismunandi. Mál af þessu tagi sem snertir mjög persónulega hagi manna á borð við heilsufar hefur margar hliðar og eðlilegt að um það ríki mismunandi skoðanir. Því hefur nefndin ekki orðið einhuga um afstöðu sína. Meirihluti hennar varar við gerð miðlægs gagna- grunns í því formi sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, leggur til að fallið verði frá lagasetn- ingu þessa efnis. Því viljum við undiritaðir koma á fram- færi séráliti okkar á málinu. Fá mál á sviði heilbrigðis- mála hafa verið jafnmikið til umræðu og frumvarp um gagnagrunn. Kostir þeirra hugmynda sem þar eru settar fram eru verulegir og ber þar hæst þýðingu fyrir vísinda- rannsóknir í landinu. Tölvu- væðing heilsufarsupplýsinga hófst á íslandi fyrir tæpum aldarfjórðungi en hefur þróast hægt. Ákveðið hefur þó verið að færa allar upplýsingar sem lúta að heilsufari manna með kennitölum í sams konar tölvukerfi á öllum heilbrigðis-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.