Læknablaðið - 15.10.1998, Page 99
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
799
Lyfjamál 70
Frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
og landlækni
Línuritið sýnir þróun und-
anfarandi ára í notkun blóð-
fitulækkandi lyfja (ATC-
flokkur C10) á Norðurlönd-
um. Greinileg aukning hefur
orðið í löndunum eftir 1994,
sennilega eftir að niðurstöður
svokallaðrar 4-S rannsóknar
voru birtar. Leiðbeiningar um
notkun þessara lyfja eru þær
sömu í öllum löndunum, en
mismunandi reglur um niður-
greiðslur almannatrygginga er
sennilega helsta skýring á
mismunandi notkun í löndun-
um. A Islandi dró nokkuð úr
notkuninni 1992 eftir að tekn-
ar voru upp nýjar reglur, að
danskri fyrirmynd, sem bundu
greiðsluþátttöku almanna-
trygginga í þessum lyfjum við
ákveðin mörk kólesteróls.
Síðan hefur notkun þessara
lyfja hér á landi verið svipuð
og í Svíþjóð og Finnlandi.
Þess má geta, að ef notkunin
hér á landi væri svipuð og í
Noregi væri kostnaður vegna
Nýtt rit um heilbrigðismál og almannatryggingar
Heilsa og velferð
Páll Sigurðsson læknir og
fyrrverandi ráðuneytisstjóri
hætti störfum í Heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytinu í
árslok 1995. Hann hefur notað
árin 1996 og 1997 til þess að
taka saman þætti um það starf
sem unnið var í ráðuneytinu á
árabilinu 1970-1995. Rit þetta
nefnist Heilsa og velferð -
Þœttir úr sögu heilbrigðis- og
tryggingamála 1970-1995.
Ritið er nú tilbúið til útgáfu og
kemur út um miðjan október.
Ritið er þannig samið að það
er í 12 köflum og fjallar hver
kafli um starfstíma hvers ráð-
herra. Hver kafli skiptist síðan
í mismarga þætti um efnisat-
riði og eru þættirnir rúmlega
200 talsins.
Ritið er 547 blaðsíður auk
skráa, innbundið í Royal-brot
með hlífðarkápu. Fullt verð
bókarinnar er kr. 6.200 en
hægt er að fá hana tímabundið
hjá útgáfunni með 20% af-
slætti, eða á kr. 4.960. Útgef-
andi er Mál og mynd, Bræða-
borgarstíg 9, sími 552 8866.
(Fréttatilkynning)