Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 23

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 23
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 409 3,45/10.000 fæðingar á því síðara (p=0,09). Engin fóstureyðing var framkvæmd vegna kvið- arklofa og ekkert barn fæddist andvana. Aðrir fæðingargallar fundust hjá 13 börnum, þar af gamalokun eða -þrengsli hjá átta. Sjö börn höfðu fæðingargalla utan meltingarvegar (21,4%). Af mæðrum voru 82% (23/28) frum- byrjur, meðalaldur var 21,5 ár. Meðgöngulengd var 30-40 vikur. Sextán börn fæddust með eðlilegum hætti en 12 með keisaraskurði, þar af sex með bráðakeisara. Atján börn greindust við fæðingu en 10 með ómun á 19. viku með- göngu. Fæðingarþyngd var 2650 g (bil 1500- 3720 g). Kviði var lokað í einni aðgerð hjá 15 bömum, en í tveimur aðgerðum hjá 13 börnum. Legutími var 55 dagar (miðtala 26 dagar; bil 14- 351 dagur). Dánatíðni var 10,7% (3/28). Langtímafylgikvillar voru fáir 5/28, aðallega endurtekin kviðverkjaköst og hægðatregða. Alyktanir: Rannsókn þessi gefur til kynna að tíðni kviðarklofa geti verið að aukast á Islandi en rannsóknin er of lítil til að sú aukning geti orðið marktæk. Ungur aldur mæðra og það að börnin eru yfirleitt frumburðir er í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Arangur með- ferðar vegna kviðarklofa hér á landi er eins og best verður og dánartíðni er lág. Inngangur Kviðarklofi er meðfæddur galli á kviðvegg, sem talinn er verða til á fyrsta þriðjungi með- göngu (1). Kviðveggur lokast ekki og liggja kviðarholslíffæri utan hans. Oftast eru magi og garnir úti, en einnig geta milta og innri kynfæri legið úti (2). Opið á kviðveggnum er 3-4 sm að lengd í langási, ávallt hægra megin við nafla (aldrei í nafla) og oft aðskilið frá naflastrengn- um með húðbrú. Enginn poki er utan um úti- liggjandi garnir (2). Vansnúningur (malrota- tion) á görn, gamasmæð (microcolon), gama- þrengsli eða -lokanir koma fyrir í um það bil 15- 30% tilfella, en aðrir meðfæddir gallar eru sjaldgæfir (2,3). Ef til vill er tíðni kviðarklofa að aukast í heiminum (4), en lítið er vitað um tíðni hans á íslandi eða hvort aukning hefur orðið á síðustu árum. Arangur meðferðar og lifun eru einnig óþekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni kviðarklofa á íslandi á 25 ára tímabili 1970-1994, greiningu, árangur meðferðar, lif- un, legutíma og meðgöngusögu (aldur móður, fjölda fyrri meðgangna, meðgöngulengd og fæðingu). Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði yfir árin 1970-1994 að báðum árum meðtöldum. Athug- aðar voru sjúkraskrár allra barna sem lögðust inn á Landspítalann með greininguna kviðar- klofi og farið var yfir krufningarskýrslur ný- bura og fósturlát á þessum árum. Má ætla að öll börn á Islandi sem fæðast lifandi með þennan galia leggist inn á Landspítalann, því einu barnaskurð- og nýburagjörgæsludeildir lands- ins eru þar. Tölulegar upplýsingar um fæðingar á Islandi fyrir tímabilið fengust úr fæðingarskrá. Skráð- ur var aldur móður, fjöldi meðgangna/fæðinga, meðgöngulengd, eðli fæðingar, greiningartími, fæðingarþyngd, ástand við fæðingu, tegund og fjöldi aðgerða, fylgikvillar, dánartíðni og legu- tími. Tíðni kviðarklofa var reiknuð út frá heild- arfjölda fæðinga á Islandi, sem fjöldi kviðar- klofatilfella á 10.000 fæðingar. Tölfræðilegur samanburður á tímabilunum var gerður með t-prófi og tilhneiging til breyt- ingar (trend) á tíðni kviðarklofa, aldri mæðra og meðgönguröð var gerð með kí-kvaðrats- prófi. Tölfræðileg marktækni miðaðist við p<0,05. Niðurstöður Tuttugu og átta börn fæddust með kviðar- klofa á árunum 1970-1994, þar af 18 seinna tímabilið (1983-1994). Alls fæddust 16 drengir og 12 stúlkur. Engin fóstureyðing var fram- kvæmd vegna kviðarklofa og engin andvana fæðing varð. Heildarfjöldi bama sem fæddust á íslandi þessi 25 ár var 108.118, 56.027 á fyrra tímabil- inu og 52.091 á því seinna. Tíðni kviðarklofa á íslandi fyrir allt tímabilið var 2,59/10.000 fæð- ingar. Tíðnin 1970-1982 var 1,78/10.000 fæð- ingar, en var 3,45/10.000 fæðingar á árunum 1983-1994. Ekki er marktækur munur á tíðni (p=0,09), en greinileg tilhneiging til aukinnar tíðni ef skipt er í fimm ára tímabil (p=0,005). Þrettán böm höfðu aðra fæðingargalla (48%) (tafla I). Aðeins tvö af börnum með þrengsli eða lokun á göm höfðu aðra galla. Ellefu böm þurftu að gangast undir fleiri aðgerðir en gert var ráð fyrir, oftast vegna þrengsla eða lokana á görn, sem ekki höfðu sést í fyrstu aðgerð. Meðalaldur mæðra var 21,5 ár (miðtala 21; bil 16-33 ára), þar af voru 10 (35,7%) yngri en 20 ára (p<0,01). Einungis ein kona var eldri en 30 ára. Tuttugu og þrjár konur (82%) voru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.