Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 24

Læknablaðið - 15.05.1999, Síða 24
410 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Tafla I. Aðrir gallar en kviðarklofi komu fyrir hjá 13 börnum. Fjöldi Lokun eða þrengsli á görn 8 Aðrir gallar* * 7 Aukalifrarlappi á naflastreng 1 Lokun á gallvegum 1 Neðanrás (hypospadias) 1 Launeistu, bátshöfuð og aukafótur (pes adductus) 1 Úthverfing þvagblöðru (extrophy of urinary bladder), endaþarmslokun (anal atresia), tvöfalt leg o.fl, 1 Vöðvabrestur (amyoplasia), 1 Launeista og endaþarmsfistill 1 * Tvö böm með lokun eða þrengsli á göm höfðu einnig aðra galla. frumbyrjur (p<0,001), en fjórar gengu með sitt annað barn. Meðgöngulengd var 30-40 vikur, meðaltal 37 vikur (miðtala 37,5) þar af voru 13 konur gengnar 37 vikur eða lengur. Sextán börn fæddust á eðlilega hátt, en 12 börn með keisaraskurði (sex bráðakeisaraskurðir). Fæð- ingarþyngd var á bilinu 1500-3720 g. Meðal- þyngd var 2650 g (miðtala 2670 g). APGAR skor var að meðaltali 6 eftir eina mínútu og 8 eftir fimm mínútur (bil 1-10 eftir eina mínútu og 5-10 eftir fimm mínútur). Engin tengsl voru milli APGAR skorar, legutíma eða lifunar. Greining var gerð við fæðingu hjá 18 bömum, við ómskoðun á 19. viku hjá níu börnum og við ómskoðun skömmu fyrir fæðingu hjá einu barni. Tvær mismunandi aðgerðir voru gerðar. Annars vegar tafarlaus lokun hjá 15 börnum og hins vegar 13 aðgerðir að hætti Schusters (kviði lokað í tveimur aðgerðum: poki settur utan um garnir í fyrstu aðgerð og kviðvegg lokað eftir rúrna viku). Þrjú böm létust (10,7%; 95% vikmörk 2,3-28,2) 14, 155 og 351 degi eftir fæðingu, vegna neðri holæðarheilkennis (inferior vena cava syndrome), hægsláttar (bradycardia) við barkaþræðingu og hvít- sveppablóðsýkingar (Candida). Meðallegutími var 55 dagar (miðtala 26 dagar; bil 14-351 dagur). Fylgikvillar urðu hjá 12 börnum (42,8%) (tafla II). Langtímafylgikvillar voru fáir. Þrjú börn hafa haft hægðatregðu og þrjú hafa fengið kviðverkjaköst öðru hvoru. Eitt barn fór í aðgerð rúmlega ársgamalt vegna þrengsla við garnatengingu. Tvö böm höfðu flókna fæðing- argalla. Annað þeirra dó eftir erfiða barkaþræð- ingu, hitt á fjölmargar sjúkrahúslegur og að- gerðir að baki, en engar legur sem virðast tengjast kviðarklofanum eða aðgerðum vegna hans. Tafla II. Fylgikvillar komufram hjá 12 börnum eftir aðgerð við kviðarklofa. Fjöldi Sýkingar* graftarsótt (sepsis) heilahimnubólga þvagfærasýking lungnabólga 6 Gamatengingarþrengsli 2 Poki utan um göm rifnaði 2 Vanfrásog (malabsorption) 2 Holæðarheilkenni (v. cava syndrome) 1 Rof á göm 1 Gamalömun 2 * Fleiri en einn fylgikvilli kom fram hjá sumum bömum. Umræða Lengi vel var greiningin kviðarklofi lítið notuð og börnin talin hafa sprunginn nafla- strengshaul (omphalocele). Á síðustu áratugum hefur sú skoðun verið ríkjandi, að um tvo að- skilda sjúkdóma sé að ræða. Það er skilgrein- ingaratriði, svo kalla megi kviðarklofa, að naflastrengur sé heill og óskemmdur og enginn poki eða pokaleif sé fyrir hendi. Kviðarklofi og naflastrengshaull eru á marg- an hátt ólíkir. I kviðarklofa er naflastrengurinn alltaf heill, aldrei poki utan um kviðarholslíf- færin (2), litningar nær alltaf eðlilegir (3), fæð- ingargallar utan meltingarvegar sárasjaldgæfir og er lifrin nær aldrei útiliggjandi, öfugt við það sem er við naflastrengshaul (2). Auk þess eru garnir oftast þykknaðar, mattar og með skánum á lífhimnu (serosa) sem samanstanda af fíbríni og bandvef (5). Líffæramyndun verður á þriðju til áttundu viku meðgöngu. Myndun brjóst- og kviðarhols verður þegar hliðlægu sveigar fósturplötunnar (lateral folds) myndast og sveigjast þar til þeir mætast, um leið og mikill vöxtur er á langás (craniocaudal) hennar. Kviðveggurinn lokast undir lok þessa tímabils, á sjöttu til áttundu viku. Ekki er vitað hvað veldur því að kviðvegg- urinn lokast ekki, en ekki hefur verið hægt að sýna fram á arfmynstur og er talið líklegast að umhverfisþættir ráði þar um. Lengi hefur verið vitað að mæður kviðarklofabarna eru ungar (6), þótt erfitt sé að skýra hvað geti valdið því. Þó má telja að sú staðreynd styðji hvað best þá hugmynd að umhverfisþættir valdi kviðar- klofa, því annars ætti tíðni kviðarklofa að vera jafnhá við seinni fæðingar. Einnig hafa ýmsar rannsóknir reynt að kanna tengsl þessa galla við reykingar, áfengisdrykkju, lyfjaneyslu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.