Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 60

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 60
442 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Högni Óskarsson Svör World Medical Association mæla ekki gegn uppbyggingu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði Stjórn LI sendi fyrir nokkru erindi til Worid Medical Asso- ciation (WMA) með beiðni um að samtökin svöruðu nokkrum spurningum um fyr- irhugaðan miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði. Spumingar LÍ eru oftast leið- andi og byggja í stöku tilvik- um á beinum rangfærslum. Greinargerð stjórnar með er- indinu var ætlað að veita frek- ari upplýsingar um baksvið málsins, en þar er að finna undraverða ónákvæmni og rangfærslur. Þessi málatilbún- aður er stjórn LI síst til sóma og hefur leitt til þess, að svör WMA eru sum langt utan þess sviðs, sem lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði setja. Hér á eftir verða svör WMA rædd í því samhengi sem spurningar LI og bak- grunnsupplýsingar buðu upp á, auk alþjóðlegs samhengis. Niðurstaðan er sú að það er ekkert í svörum WMA sem mælir gegn uppbyggingu mið- lægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði á þann hátt sem lögin mæla fyrir um. I fyrstu spurningu er spurt um siðfræði þess að selja eða gefa heilsufarsupplýsingar til fyrirtækja í líftækniiðnaði án upplýsts samþykkis. Þetta þarf að tengja svari við sjöttu spurningu, en þar skýrist hve- nær nota má heilsufarsupplýs- ingar til rannsókna án upp- lýsts samþykkis. Svar WMA byggir á því að um sé að ræða persónuupplýs- ingar. Tilvitnanir til stuðnings svarinu undirstrika þetta, eins og í tilvitnun í Siðareglur lækna (International Code of Medical Ethics). Þar er áhersla lögð á skyldur lækna til að viðhalda trúnaði; sama kemur fram í tilvitnun í Lissa- bonyfirlýsinguna um réttindi sjúklinga um persónugreinan- legar upplýsingar (identifiable information). I þriðja lagi er vitnað í meðferð erfðaupplýs- inga, en sú tilvitnun á ekki við um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Enginn ágreiningur er um að leita beri eftir upplýstu samþykki þegar veita á upp- lýsingar tengdar persónuauð- kennum, né heldur þegar kemur að meðferð erfðaupp- lýsinga. En stjórn LÍ leggur spurninguna fyrir á þann hátt að hún leiðir WMA á villi- götur í svari sínu. Svar sam- takanna fjallar því ekki um upplýsingar eins þær verða fullunnar í gagnagrunninum. Eins er tilvísun til „biotech firms“ í spurningu LI villandi, því gagnagrunnurinn tengist ekki „biotech" iðnaði, heldur iðnaði sem kallast „health in- formatics“. Minna má á í þessu sambandi að í lögunum er þess krafist að gagnagrunn- urinn verði aðskilinn frá öðr- um rekstri væntanlegs rekstr- arleyfishafa. Stjórn LI mun eflaust halda því fram að upplýsingar í gagnagrunni séu persónuupp- lýsingar. Þau rök hafa verið hrakin fyrir löngu. í annarri spurningu er spurt hvort kasta megi lögum um persónuvernd fyrir róða til að „einstök“ fyrirtæki geti hagn- ast. Framsetning stjómar LI á því sem væntanlega á að fjalla um er hreint ótrúleg og tengist í engu lagalegu eða siðfræði- legu umhverfi á Islandi. Að sjálfsögðu getur WMA ekki stutt staðhæfinguna, sem felst í spumingunni, enda gerir það enginn sem komið hefur að umræðunni um miðlægan gagnagrunn. WMA leggur áherslu á að trúnaðarsamband læknis. og sjúklings sé virt, aftur með tilvitnun í Lissa- bonsamþykktina. Þar er aftur fjallað um að veittar séu trún- aðarupplýsingar um sjúklinga og að til þess þurfi upplýst samþykki. Enginn ágreiningur er um þetta atriði. Upp vakna þó spurningar um ýmsa aðra gagnagrunna á Islandi sem og erlendis, sem í eru fluttar heilsufarsupplýs- ingar með persónuauðkennum eins og nafni og/eða kenni- tölu. Ekki er þar leitað upp- lýsts samþykkis sjúklinga né leyfis viðkomandi lækna. I þriðju spumingu felst sú staðhæfing að engin siðfræði- leg umfjöllun verði um rann- sóknir rekstarleyfishafa. Að sjálfsögðu segir WMA að engar rannsóknir eigi að gera án þess að fylgt sé öllum skilyrðum Helsinkisamþykktar WMA.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.