Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 66

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 66
448 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 í tölulegan eða tölvutækan kóða. Þannig er stungið upp á mjög víðtækri gagnasöfnun. Gögnin eiga að verða til og verður safnað þar sem sam- skipti milli sjúklinga og heil- brigðisstarfsmanna fara fram en síðan afhent vörslumönn- um gagnagrunnsins. Annar meginþáttur löggjaf- arinnar er vemdun réttinda einstaklingsins. Gert er ráð fyrir að það verði gert á tvennan hátt og lögin segja: 1) „Persónuauðkenni skulu dul- kóðuð í eina átt, þ.e. með dul- kóðun sem ekki er hœgt að rekja til haka með greiningar- lykli.“ og 2) „Sjúklingur getur hvenœr sem er óskað eftir því að upplýsingar um liann verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði. “ Löggjafinn og aðstandendur gagna- grunnsins hafa lofað að tryggja að einstaklingum verði haldið ópersónugreinan- legum og réttur einstaklings- ins til friðhelgi varðveittur. Þessi rök eru notuð til losna við að afla upplýsts samþykk- is viðkomandi. í greinargerð með frumvarpinu stendur: „I fyrsta lagi er hœgt að gera gagnagrunn með per- sónugreindum eða persónu- greinanlegum upplýsingum sem skráðar yrðu í gagna- grunninn aðfengnu samþykki allra viðkomandi einstak- linga. Kostir þess eru að auð- velt er að rekja upplýsingar til einstaklinga ef á þarf að halda vegna heilsu þeirra eða aföðrum ástœðum. Okostirnir eru að hugsanlega yrði þátt- taka minni, þannig að minni not yrðu af gagnagrunninum. Ljóst er að það mundi kosta mikla fyrirhöfn, tíma og fjár- magn að afla samþykkis allra viðkomandi við eins viða- mikla upplýsingasöfnun og hér er um að rœða. Því fjár- magni mœtti annars verja til að tryggja persónuvernd og byggja upp hina dreifðu grunna. “ Þriðji meginþátturinn er að veita einkafyrirtæki sérleyfi til að hagnýta gagnagrunninn. Skilmálum leyfisins er lýst í frumvarpinu. Þar segir að einkafyrirtæki muni bera kostnaðinn af að stofnsetja og reka gagnagrunninn, en það muni þar með hafa rétt til að njóta ávaxtanna af vinnu sinni og fjárfestingu. DeCode Genetics DeCode Genetics ehf. var stofnað til að leita að mein- genum hjá íslensku þjóðinni. Félagið hefur tvíþætta megin vísindastefnu: 1) Að stofna til samstarfs við íslenska vís- indamenn sem eru að rann- saka sjúkdóma, safna sýnum og vinna að hefðbundnum erfðarannsóknum til að finna tengsl og tengslaójafnvægi, sem síðan yrði fylgt eftir með klónun gena eftir stöðu þeirra á litningi eða rannsókn á svæðisbundnum genum tii að finna stökkbreytingar. 2) Að stofna miðlægan þjóðar- heilsugagnagrunn sem fæli í sér kóðanlegar eða tölulegar heilbrigðisupplýsingar sem hægt væri að keyra saman við ættartölur og líffræðilegar upplýsingar (arfgerðir) til erfðafræðilegra rannsókna. Á margan hátt er DeCode Genetics aðeins venjulegt líf- tæknifyrirtæki sem stofnað hefur til samvinnu við fræði- menn. Mælt er með samvinnu milli háskólastofnana og einkaframtaks og slík sam- vinna talin eftirsóknarverð af báðum aðilum. Samvinnan milli DeCode og vísinda- manna sem starfa við háskóla- stofnanir er svipuð og annars staðar en þó með einni undan- tekningu. Sumir samningar milli íslenskra vísindamanna og DeCode (til dæmis það að safna fjölskyldum úr gögnum háskólaspítala til erfðarann- sókna hjá DeCode) hafa úti- lokað sjálfa háskólastofnun- ina þar sem vinnan við skrán- ingu og klínískt mat fer fram. Ekki hefur verið tekið tillit til fræðilegra og viðskiptalegra hagsmuna Háskóla Islands en við hann starfa flestir vísinda- mennirnir meira eða minna. Þetta er alvarlegt vandamál hjá flestum háskólastofnun- um. H.í. hefur látið í ljós áhuga á að stofna til samvinnu við einkafyrirtæki en samt hafa margir vísindamenn kvartað yfir því í einkaviðtöl- um að H.í. hafi ekki getað út- vegað næga viðskipta- og lagaþekkingu og þeir hafi neyðst til að leita lagaráðgjaf- ar upp á eigin spýtur. Hinn þátturinn í vísinda- stefnu DeCode, að stofna þjóðarheilsugagnagrunn og nota hann til vísindalegra lækn- ingarannsókna, er einstakt framtak. Gagnsemi slíks gagnagrunns kemur fram þeg- ar hann verður nógu stór til að hægt verður að þekkja úr hon- um hóp einstaklinga á töluleg- um grunni. Ur gagnagrunnin- um væri þá hægt að finna hóp einstaklinga með sameigin- legan forföður og gera erfða- fræðilega rannsókn til að finna sameiginlega setröð (haplotype) sem gæti borið gen tengt sjúkdómi sem verið væri að rannsaka. Umræðan Formælendur lagasmíðar- innar leggja áherslu á mögu- lega gagnsemi grunnsins við læknisfræðilegar rannsóknir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.