Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1999, Qupperneq 76

Læknablaðið - 15.05.1999, Qupperneq 76
456 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fimmta og síðasta hug- myndin er að koma á sér- menntun fyrir landsbyggðar- lækna. Slík menntun er orðin að sérstöku fagi víða um heim. Hugmyndin er að koma þessu upp á Norður- og Aust- urlandi. A þessu svæði er öfl- ug heilsugæsla, stór og öflug- ur spítali á Akureyri, annar minni í Neskaupstað og svo er það Háskólinn á Akureyri. Hann hefur sýnt áhuga á að halda utan um þetta nám í samvinnu við læknadeild Há- skóla íslands." Sigurður sagði að nauðsyn- legt væri að fara allar þessar leiðir í einu því hver fyrir sig drægi skammt í því að leysa vandann. „En þetta kostar allt saman fé og ef það verður ekki lagt fram þá getum við gleymt þessu. Það gengur ekki að reyna að leysa svona vanda með því að ætlast til þess að menn vinni að því á kvöldin og um helgar eins og hefur viljað brenna við, til dæmis hvað varðar framhaldsnám á Is- landi,“ bætir hann við. Parf að auka kynninguna En hvernig skyldu þessar hugmyndir horfa við forsvars- mönnum læknadeildar Há- skóla íslands? Jóhann Agúst Sigurðsson prófessor í heim- ilislækningum er forseti læknadeildar. Hann segist alltaf hafa verið þeirrar skoð- unar að Islendingar eigi að mennta lækna í samræmi við þarfir þjóðarinnar. „Þá er nauðsynlegt að 20- 30% af öllum læknanemum velji sér heimilislækningar sem ævistarf. Til þess að þetta markmið náist þarf að kynna þetta starf í náminu og á kandídatsári. Það þyrfti að tryggja að í það minnsta fjórar Jóhann Ágúst Sigurðsson forseti lœknadeildar Háskóla Islands. til sex vikur af grunnnáminu og hluti af kandídatsárinu fæl- ist í lækningum utan sjúkra- húsa, auk þess sem boðið væri upp á framhaldsnám í heimil- islækningum. í þessu sambandi er ekki úr vegi að vitna til læknanemans sem sagðist hafa áhuga á að leggja fyrir sig allar þær greinar sem hann hefði kynnst í náminu. Það segir sig sjálft að ef hann kynnist ekki heim- ilislækningum þá mun hann aldrei gera þær að ævistarfi. Það er einnig nauðsynlegt fyr- ir þá sem leggja fyrir sig aðrar sérgreinar að kynnast lækn- ingum utan sjúkrahúsa svo þeir þekki til þeirra. Það auð- veldar öll samskipti á milli sjúkrahúsa og þeirra sem starfa utan þeirra. Þróunin hér á landi og erlendis, bæði austanhafs og vestan, er sú að æ stærri hluti læknisfræðinnar færist út fyrir veggi sjúkrahúsanna. Ef við ætlum að bregðast við þessari þróun er okkur nauðsynlegt að efla sérmenntun lækna á sviði heilsugæslu og annarra sér- greina sem iðkaðar eru utan sjúkrahúsa.“ Heilsugæslan vill fá kandídata - Nú er ekkert ýkja langt síðan læknum var gert skylt að vinna í héraði á kandídats- ári. Hvers vegna var því hætt? „Fyrir því voru sjálfsagt ýmsar ástæður en ætli sú helsta hafi ekki einmitt verið sú að þetta var skylda sem var aldrei hugsuð sem skipulagt nám. Þetta var ákaflega lær- dómsríkt en flestir upplifðu þetta sem kvöð sem seinkaði því að þeir kæmust í fram- haldsnám. En nú ríkir sá skilningur á námi að það eigi að fara fram undir leiðsögn. Verði það ofan á að endurvekja þessa starfs- þjálfun á kandídatsári þá verður námið að fara fram á stöðum þar sem eru menntaðir sérfræðingar í heimilislækn- ingum sem geta tekið að sér að leiðbeina kandídötunum og veita þeim tilsögn í grundvall- aratriðum námsins. Þetta hefur verið til umræðu innan lækna- deildar en engin afstaða tekin enn um að mæla með eflingu heilsugæslu á kandídatsár- inu.“ - En getur heilsugæslan tekið þetta hlutverk að sér? „Já, það er engin spurning að hún getur það. Það er líka auðveldara að koma þessu við eftir að menn komust á föst laun. Það þyrfti að hafa sam- band við heilsugæslustöðv- arnar og kanna áhuga þeirra og getu til að taka við kandídötum en þama gæti verið um að ræða um það bil 10 heilsársstöðugildi. A nokkr- um stöðum, svo sem Húsavík og Akureyri, hafa menn þegar lýst yfir áhuga á að bjóða til sín kandídötum. Eins og ég nefndi áðan þurfa sérfræðing- ar á stöðunum að vera reiðu- búnir að taka að sér leiðsögn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.