Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 120

Læknablaðið - 15.05.1999, Side 120
496 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 § 3. Félagar Sérhver læknir, sem nýtir sér læknaskop eða hefur áhuga á því og er meðlimur læknafélags lands síns getur orðið félagi. Læknanemar með áhuga á skopi og aðrir, sem ekki eru læknis- menntaðir en hafa sérstaka hæfileika eða hafa unnið vísindavinnu með læknaskop geta orðið aukafélagar, ef stjórnin samþykkir það, en hafa þó hvorki atkvæðisrétt né rétt til að sitja í stjórn samtakanna. Félagi, sem hefur ekki greitt árgjald í tvö ár, þrátt fyrir skriflegar áminningar þar um, fellur af félagaskrá. Félagar eldri en 67 ára greiða ekki árgjald. § 4. Alþjóðleg tengsl Norræn samtök um læknaskop geta tengst alþjóðlegum skopsamtökum eftir samþykkt þar um á aðalfundi. § 5. Stjórn Stjórnin er skipuð forseta, fimm stjórnar- mönnum og tveimur varamönnum, sem alla má kjósa aftur. Stjórnarmenn koma frá öllum Norðurlöndunum sé þess kostur. Stjórnin er kjörin á aðalfundi á tveggja ára fresti. Forseti samtakanna er kjörinn sérstaklega. Stjórnin skiptir með sér verkum og velur varaforseta, ritara og gjaldkera. § 6. Vinnutilhögun stjórnar Forseti boðar til stjórnarfunda eða þegar tveir stjórnarmenn krefjast þess. Stjórnarfund- ur er löglegur, ef að minnsta kosti tjórir stjórn- armenn taka þátt í fundinum. Ef atkvæði falla jöfn ræður atkvæði forseta. § 7. Hlutverk stjórnar Stjórnin gætir hagsmuna samtakanna og er í forsvari fyrir starfsemi þeirra. Stjórnin bókfær- ir allar samþykktir sínar og skrifuð er fundar- gerð um alla fundi. § 8. Kjörnefnd Kjörnefnd skipa þrír félagar, einn tilnefndur úr stjórn samtakanna og er sá formaður, en hinir tveir eru tilnefndir á aðalfundi. § 9. Aðalfundur Aðalfundur er haldinn ár hvert í mars/apríl. Stjómin sendir út fundarboð til félagsmanna með að minnsta kosti fjögurra vikna fyrirvara, þar sem kynnt er tillaga stjórnar um dagskrá fundarins. Aðalfundurinn á að: a) fjalla um ársskýrsluna b) fjalla um og samþykkja endurskoðaða reikn- inga, c) fjalla um og samþykkja fjárhagsáætlun kom- andi árs, d) fjalla um tillögur, sem borist hafa skriflega frá stjórn eða öðrum félögum að minnsta kosti sex vikum fyrir aðalfund, e) ákveða árgjald, f) kjósa kjörnefnd. Á aðalfundi, sem haldinn er á ári, sem endar á oddatölu á að: g) kjósa forseta, tvo stjómarmenn og einn vara- inann, h) kjósa endurskoðanda og varamann hans. Á aðalfundi, sem haldinn er á ári, sem endar á jafnri tölu á að: i) kjósa þrá stjómarmenn og einn varamann. § 10. Auka-aðalfundur Auka-aðalfundur er haldinn, þegar stjórnin krefst þess eða þegar að minnsta kosti þriðj- ungur félagsmanna krefst þess. Auka-aðalfund- ur getur ekki gert samþykktir um önnur mál en þau, sem eru á dagskrá fundarins og getur ekki efnt til kosningar til stjórnar. § 11. Lagabreytingar Breytingar á lögum er eingöngu hægt að gera á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skal tilkynna í fundarboði, sem sent er félags- mönnum að minnsta kosti fjórum vikum fyrir fundinn. Á aðalfundi þarf % hluta atkvæða til að breyta lögum samtakanna. § 12. Heiðursfélagar Heiðursfélagar geta þeir orðið, sem hafa orð- ið þekktir af verulegu vinnuframlagi í samtök- unum eða fyrir þau. Tillaga um heiðursfélaga skal samþykkt af fullskipaðri stjóm. Auk þess þarf % hluta atkvæða þar um á aðalfundi. § 13. Refsingarákvæði Sá félagsmaður, sem gerir sig sekan um ósæmilega hegðun í tengslum við starfsemi samtakanna getur átt á hættu að vera úthleginn úr félaginu, en til þess þarf samþykki % félags- manna á aðalfundi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.