Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 51

Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37 51 Inngangur: Svefntruflanir og svefnleysi er algengt meðal eldra fólks og svefnlyfjanotkun fer vaxandi með aldri. Langtímanotkun svefn- lyfja er algeng meðal vistmanna á öldrunar- stofnunum, en það fólk er sérlega viðkvæmt fyrir aukaverkunum. Avinningur langtíma- notkunar svefnlyfja er ekki skýr og getur leitt til ávana. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að kanna gæði svefns aldraðra og hins vegar að gera tilraun til að draga úr og hætta svefnlyfjanotkun. Efniviður og aðferðir: I rannsóknina voru valdir 25 öldrunarsjúklingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur Landakoti og hjúkrunarheimilinu Eir. Þeir voru taldir í þokkalegu ástandi and- lega og líkamlega, það er hvorki áberandi heilabilaðir né haldnir þunglyndi, miklum verkjum eða á öðrum geðlyfjum. Aldursdreif- ing var 70-96 ár, meðalaldur 84 ár, 14 konur og 11 karlar. Hópnum var skipt í tvennt, án svefn- lyfja voru 12 en 13 höfðu notað svefnlyf reglu- lega í meira en tvo mánuði. Allir nema einn tóku benzódíazepín, einn tók zíklón. Til mats á svefni og svefngæðum voru notaðar þrjár að- ferðir: staðlaður spurningalisti (PSQS), svefn- skrá sem færð var á hverjum morgni og hreyfi- nemi samkvæmt sérstakri áætlun. Haldnir voru fræðslufundir fyrir starfsfólk viðkomandi deilda um svefntruflanir, lyfjameðferð og aðra mögu- leika til að bæta svefn. Fyrsta tímabil rann- sóknarinnar stóð yfir í fimm vikur. A annarri og þriðju viku var svefnlyfjanotkun hætt þann- ig að dregið var úr lyfjastyrk smám saman á tveimur vikum. Tíu vikum síðar voru gerðar mælingar á svefngæðum þeirra sem náð höfðu að hætta svefnlyfjanotkun. Niðurstöður: 1 upphafi var ekki munur á hópunum varðandi svefngæði samkvæmt spurn- ingalista. Af 12 sjúklingum sem teknir voru af svefnlyfjum voru 10 (83%) án þeirra eftir fimm vikur. Tíu vikum síðar voru sjö (58%) þeirra enn án svefnlyfja. Allir þátttakendur sváfu óvenjulega miðað við eðlilegan nætursvefn en samkvæmt mælingum með hreyfinema kom fram að nætursvefn er aðeins hluti heildar- svefns hjá öldruðum. Meðaltími í rúminu var meira en 11 klukkustundir en svefntími sjö til átta klukkustundir. Svefngæði urðu meiri eftir að svefnlyfjanotkun var hætt. Bæði styttist tím- inn sem tók að sofna og þó svefn- og vöku- skeiðum fjölgaði við að hætta svefnlyfjanotkun þá fjölgaði svefntímabilum án hreyfinga. Alyktanir: Rannsóknin bendir til þess að hægt sé í mörgum tilvikum að stöðva langtíma- notkun svefnlyfja meðal aldraða með góðum stuðningi og með því að draga kerfisbundið úr notkuninni. Leiða má að því líkur að með því að hætta svefnlyfjanotkun aukist gæði svefns- ins og að hreyfing aukist að deginum. E-58. Ellihrörnun í augnbotnum Reyk- víkinga 50 ára og eldri. Reykjavíkur- augnrannsóknin Friðbert Jónasson, Þórður Sverrisson, Einar Stefánsson, Haraldur Sigurðsson, Ingimundur Gíslason, Þórir Harðarson, Arsæll Arnarsson, Laufey Tryggvadóttir, K. Sasaki og íslensk/jap- anski samstarfshópurinn Frá læknadeild HÍ, augndeild Landspítalans, Kanazawa Medical University, Krabbameins- félaginu Inngangur: Sautjánhundruð Reykvíkingar, 50 ára og eldri, voru valdir með slembiúrtaki til að taka þátt í víðtækri rannsókn á augum meðal annars smásjárskoðun á augnbotnum. Efniviður og aðferðir: Sextánhundruð þrjátíu og fimm einstaklingar uppfylltu skilgreiningu rannsóknarinnar og til skoðunar mættu 1.045, 461 karl og 584 konur, 68,2% 50-79 ára en 35,8% 80 ára og eldri. Sjúklingar voru skoðaðir í raufsmásjá í þrívídd með 78 D linsu. Ástand depils (macula) var flokkað í fjóra flokka það er án hrömunarbreytingar, byrjandi þurrhrörnun, þurrhrörnun á háu stigi og vot hrörnun. Niðurstöður: Hægt var að dæma 1.030 depla (maculae) í hægri augum og 1.033 í vinstri aug- um. Ekki var tölfræðilega marktækur kynja- munur né munur á hægra og vinstra auga. Overulegur munur var á meðalsjónskerpu þeirra sem voru án ellihrörnunarbreytinga og þeirra sem voru með byrjandi þurrhrörnun. Þurr ellihrörnun á háu stigi og vot ellihrörnun fundust í (0,5% hvort hjá 60-69 ára; 3,5 og 2% hjá 70-79 ára og 16 og 6,5% hjá 80 ára og eldri. Fjölþátta aðhvarfsgreining sýnir aukn- ingu algengis ellihrörnunar með aldri og ef hægri augu eru notuð sem dæmi og öllum teg- undum slegið saman þá eykst hlutfallsleg áhætta á ellihrörnun í augnbotnum (OR) frá 50-59 ára til 60-69 ára 1,74 falt, til 70-79 ára 5,24 falt og til 80 ára og eldri 13,6 falt. Við hver 10 ár sem fólk eltist jókst áhættan (OR) fyrir þurra ellihrörnun á byrjunarstigi 1,88 falt (95% CI 1,6-2,2), fyrir þurra hrörnun á háu stigi 6,93 falt (95% CI 3,6-13,2) og fyrir vota hrörnun 5,94 falt (95% CI 2,5-13,9). Af augum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.