Læknablaðið : fylgirit - 01.12.1998, Page 93
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84/FYLGIRIT 37
93
ensím í losun arachidonsýru. Arachidonsýru-
losun er miðlað eftir mörgum leiðum. Upphaf-
lega var álitið að MAP kínasinn ERK væri
ensímið sem fosfóraði cPLA2, en síðar kom
meðal annars í ljós að í blóðflögum er ERK alls
ekki þátttakandi í þeirri fosfórun. Markmið
okkar var að kanna hvaða boðleiðir koma við
sögu í æðaþelsfrumum og hvort þær væru ag-
onista háðar.
Við könnuðum áhrif ýmissa agonista og sér-
hæfðra hindrana (genisteins, staurosporine,
CGP 41251, TPA eyðingar á PKC og pertussis
toxíns) á arachidonsýrulosun (geislamerkt
arachidonsýra), prostacýklín myndun (geisla-
mótefnamæling), ERK virkni (virknimæling)
og ERK, p38 og cPLA2 fosfórun (rafdráttur og
western blot) í frumum sem ræktaðar voru úr
bláæðum naflastrengja.
Niðurstöður okkar sýna meðal annars að allir
agonistar sem losa arachidonsýru og mynda
prostacýklín geta jafnframt átt þátt í virkjun og
fosfórun á ERK og cPLA2 og einnig fosfórun á
p38. Boðleiðir agonista eru þó mjög mismun-
andi. Leiðir sem thrombín og histamín nota til
að örva arachidonsýrulosun eru að öllu
(thrombín) eða miklu leyti (histamín) óháðar
bæði ERK og PKC, leið G-prótín örvarans
A1F4 er háð þeim báðum, en losun vegna tyro-
sín-fosfatasahindrans pervanadats er háð PKC
en ekki ERK. Hindrun á ERK virkni og fosfór-
un fylgir öðru mynstri en hindrun á arachidon-
sýrulosun og þar kemur einnig fram umtals-
verður munur milli agonista. Allir agonistar
valda fosfórun á p38.
Niðurstöðurnar benda því til að bæði ERK
og p38 geti átt þátt í að virkja cPLA2, en skipti
samt ekki meginmáli hvað varðar arachidon-
sýrulosun og prostacýklínmyndun í æðaþeli.
V-16. Oxuð fítuefni í blóði. Lífræn leysi-
efni, reykingar og E-vítamín
Guðrún V. Skúladóttir11, Vera Guðmunds-
dóttir1, Hólmfríður K. Gunnarsdóttir3>, Víðir
Kristjánsson3'
Frá "Lífeðlisfrœðistofnun HI, 2,rannsóknastofu
í lyfjafrœði lyfsala, "Vinnueftirliti ríkisins
Inngangur: Oxun fjölómettaðra fitusýra í
himnu getur valdið frumu- og vefjaskemmd og
er talin ein megin orsök margra sjúkdóma eins
og hjarta- og æðasjúkdóma og krabbameina.
Ómettuð fitusýra, sem hefur misst rafeind yfir
til frjáls radikals, oxast auðveldlega. Heilsu
einstaklings er því ógnað þegar magn frjálsra
radikala eykst óeðlilega mikið í vefjum líkam-
ans. Meðal margra þátta sem geta haft áhrif á
myndun frjálsra radikala eru lífræn leysiefni og
tóbaksreykur.
Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsókn-
arinnar var að kanna styrk oxaðra fitusýra í
blóði bílamálara og skrifstofufólks. Styrkur ox-
aðra fitusýra í plasma var ákvarðaður með að-
ferð, sem sérhæft ákvarðar fituefnin hýdróper-
oxíð, endóperoxíð og peroxý radiköl. Mældur
var blóðstatus og styrkur lifrarensímanna asp-
artat amínótransferasa (ASAT), g-glútamýl-
transferasa (GGT) og laktat dehýdrógenasa
(LDH) í blóðsýnunum. Þátttakendur fylltu út
spurningalista, þar sem meðal annars var spurt
um reykingavenjur, vítamín- og lýsisneyslu
(inniheldur andoxunarefnið E-vítamín).
Niðurstöður: Blóðsýni þriggja bílamálara af
16 á aldrinum 24-62 ára, sem höfðu unnið við
bflamálun í 6-30 ár, innihéldu oxuð fituefni vel
yfir viðmiðunarmörk (>1,3 nmól/mL plasma).
Þessi blóðsýni voru úr einstaklingum, sem sögð-
ust reykja einn til tvo pakka af sígarettum á
dag. Blóðsýni fjórða bílamálarans, sem reykti
og tók daglega lýsi, innihélt oxuð fituefni inn-
an eðlilegra marka eins og blóðsýni sjö þeirra
sem reyktu ekki og tóku lýsi daglega (0,8±0,14
nmól/mL; mean±SEM (8)). Styrkur oxaðra
fituefna í plasma bílamálara (8), sem tóku ekki
lýsi, var 1,39±0,26 nmól/mL, og í plasma skrif-
stofufólks (10) 1,2±0,2 nmól/mL. Meðal skrif-
stofufólksins, sem var á aldrinum 28-64 ára,
voru reykingar óverulegar og fjögur þeirra tóku
lýsi daglega. Styrkur lifrarensímanna GGT og
LDH var hærri í blóði bílamálaranna (35,9±6,4
U/L og 459,1 ±20,3 U/L) borið saman við styrk
þeirra í blóði skrifstofufólksins (25,6±5,2 U/L
og 380,8±16,5 U/L).
Alyktanir: Niðurstöður þessarar frumkönn-
unar eru í samræmi við niðurstöður annarra,
sem benda til að E-vítamín vinni gegn oxun
fitusýra.
V-17. Vaxa frumur með afbrigðilega litn-
ingagerð frekar við Iágan ildisþrýsting?
Margrét Steinarsdóttir", Hilmar Viðarsson21,
Hildur Júlíusdóttir", Helga M. Ögmundsdóttir21
Frá "litningarannsóknadeild rannsóknastofu
HÍ í meinafrœði, 2,rannsóknastofu í sameinda-
og frumulíffrœði Krabbameinsfélagi íslands
Litningagreining á brjóstakrabbameinsfrum-
um getur reynst gagnleg við kortlagningu
þeirra gena sem hugsanlega gegna mikilvægu