Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 5

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 5
FRETTABREF Sumarið lýsir sér hér í höfuð- staðnum með því, hve fáir eru í bænum og alt rólegt og viðburða- fátt. Er stundum ógaman að lúka erindum hér í Reykjavík að sum- arlagi, ef marga menn þarf að finna, eða fá eitthvað fljótt af- greitt. A. hefir brugðið sér úr bænum í dag, B. er í sumarbú- stað, D. er norður í landi. Ómögu- legt er að koma þessu eða hinu fljótt af, því að margt af fólkinu er í sumarfríi o. s. frv. En það er í raun og veru mis- skilningur, að það sé svo leiðin- legt í Reykjavík að sumrinu. Hún er aldrei skemtilegri en þá, eink- um ef rykið er ekki mikið. tJt- sýn er þar einhver sú fegursta, sem fengin verður, alt í kring eru víðáttumikil og fögur tún og víða fallegir blettir í bænum, og svo er aldrei eins rólegt og þá. En það sem gerir mörgum órótt, er hugsunin um sveitina í sumar- skrúði. Langsamlega meiri hluti Reykvíkinga er sveitabörn, og því er meiri hluti höfuðstaðarbúanna nokkurskonar farfuglar að eðlis- fari. Dagana 23. og 25. júlí var við- höfn mikil í kaþólsku nýlendunni í Landakoti. Kominn var alla leið sunnan úr Rómaborg Vil- hjálmur kardináli van Rossum til þess að vígja Kristskirkjnna nýju og Martein Meulenberg til Hólabiskups. Voru með honum tveir biskupar og margt klerka. Kirkjan nýja í Landakoti er stór kirkja eftir íslenzkum mæli- kvarða, gerð úr steinsteypu í gotneskum stíl og prýdd fjölda ágætra gripa, sem henni hafa gefnir verið af páfa sjálfum og öðrum prelátum og fleirum. En út í frá vita menn þó mest af klukkunum miklu, sem Jens Eyjólfsson byggingarmeistari gaf til kirkjunnar. Eru þær bæði róm- miklar og hljómfagrar og heyrist til þeirra víða vega í kyrru veðri. Misjafnlega mælist það fyrir, að nýji biskupinn skyldi taka þann kostinn, að velja sér nafn

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.