Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 47

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 47
-'Stefnir] Friðarniálin. 141 að varnarstríð er leyfilegt, og sú föðurlandsást, sem hefir knúð fram ýtrustu kraftana til þess að rísa gegn kúgun og ofsókn annars voldugri, er ein af göfugustu til- finningum hvers manns. Sumir hafa sagt, að ófriður sé nauðsynlegur til þess að menn haldi heilsu og kröftum. Ófriður- inn sé liður í því náttúruvali, sem geri það að verkum, að hið hæf- asta heldur velli. En þetta er tóm bábylja. Vopn nútímans horfa ekki á það, hver hæfastur er. Hvert stríð lamar en lífgar ekki. Þeir röskustu eru oftast í fyrsta hernum og fremstu herlínu, og styrjöldin stuðlar því að öfugu náttúruvali: Hið óhæfasta tórir helzt af. Kostnaðinn og fjárhagsbyrð- arnar þarf ekki að ræða um. 1 lok síðasta ófriðar var menning vor áreiðanlega komin að hruni. 1 einu voldugu keisaradæmi (Rússlandi) var keisaraættin og mikið af blóma aðalsins beinlínis ‘strádrepið niður. Vestræna menn- ingin myndi ekki lifa aðra hremm- ing svipaða þessari eða verri. Hvað á að gera til þess að tryggja frið? Er ekki hægt að ná samkomulagi ? Þessum spurning- um hafa menn lengi velt fyrir sér. Binrik IV. Frakkakonungur hafði tilbúna tillögu um Bandaríki Ev- rópu þegar hann var myrtur 1610. Síðasta tilraunin er Þjóðabanda- lagið, og það er áreiðanlega merki- legt spor í rétta átt. í sömu átt ganga ýmsir samningar þjóða milli um það, að leggja ágreiningsmál í gerð. Bandaríkin hafa verið friðsöm þjóð, og þau tóku því fegins hendi tilboði Briands, utanríkisráðherra Frakka, 1927, um samning milli Bandaríkjanna og Frakklands um það, að hafna ófriði en láta jafna öll deilumál milli ríkjapna í friði. „Þessi tillaga var svo merkileg, að forsætisráðherrann, Kellogg, lagði hana fyrir mig, og í samráði við mig fór hann að rannsaka hana mjög vandlega. Margir menn bæði utan og innan þings og öld- 'ungaráðs voru spurðir. Eftir því, sem málið var rannsakað betur, því mikilvægara virtist það vera. Hér var vísir að nokkru, sem lengi hafði brotist um í hugum manna, vísir að stórri hugsun, sem hafði ekki fundið ytri búning fyr“. Mr. Kellogg stakk því upp á, að bera tillögu líka þessari fram fyrir sem flestar þjóðir eða allar. Briand leizt vel á það, en vakti þó athygli á því, að þau ríki, sem væri í Þjóðabandalaginu eða stæði

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.