Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 53

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.10.1929, Page 53
Stefnir] Milli fátæktar og bjargálna. 147 í ný atvinnufyrirtæki handa þess- um 1000 ungu mönnum, sem við bætast, eða þá í tilsvarandi aukn- ingu á stofnfjármunum þeirra fyrirtækja, sem til eru áður, þannig að þau geti fært út kví- arnar og aukið fólkshald sitt. Hvaðan á nú öll þessi fjár- munaaukning að koma? Aðeins tvær leiðir eru til. Annaðhvort verður hún að myndast af af- rakstri framleiðslunnar í land- inu á þann hátt, að einungis nokkur hluti afrakstursins gangi til árlegrar neyzlu eða eyðslu, og til viðhalds og endurnýjunar þeirra fjármuna, sem til eru, en nægilegur afgangur verði eft- ir óeyddur til útvegunar allra þeirra stofnfjármuna sem þarf, bæði handa nýja fólkinu, sem bætist í hinn starfandi hóp, og til umbótanna á högum allra. Eða þá að fjármagnið verður að fá að láni frá útlöndum. Síðari leiðin er ófær til lengdar, því að þá fylgir henni sívaxandi vaxta- greiðsla til útlanda, og endar með því að þjóðin verður ósjálfstæður vinnuþræll annara þjóða. Hins- vegar getur verið gagnlegt að grípa til erlendrar lántöku í hófi óg um stundarsakir, þegar sér- stakar ástæður gjöra það nauð- synlegt í bili eða arðvænlegt. Sérhver þjóð verður að leggja stund á það, að eyða ekki meiru af afrakstri efnahagsstarfsemi sinnar en svo, að árlega verði nægilegt eftir til þess að full- nægja fjármagnsþörfum hennar sjálfrar. Og fjármagnsþarfirnar eru tiltölulega mestar og brýn- astar hjá þjóð eins og Islending- um, sem eru að berjast við að komast úr bláfátækt í bjarglegar ástæður. Þess vegna ríður ennþá meira á því hér en annarsstaðar, að halda eyðslunni sem mest í hófi, en ýta með öllu skynsam- legu móti undir fjársöfnun og efnaaukningu. Viðhorf skattamála. Hin gamla og góða íslenzka stefna í skattamálum Var sú, að taka sem piest af þeim tekjum, er landsjóðurinn þurfti, með toll- um af munaðarvörum. Út af þessu þótti óhjákvæmilegt að bregða nokkuð, þegar bannlögin voru sett, og menn bjuggust við að áfengistollurinn mundi hverfa (frá 1911). Var þá lagt nokkurt aðflutningsgjald á nauðsynja- vörur (vörutollurinn). En síðar fluttist sú kenning hingað frá út- löndum með sósíalistastefnunni, að sem minst gjöld til opinberra þarfa eigi að leggja á neyzlu

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.